Hvert er eldsneytis verðið að fara?

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hvert er eldsneytis verðið að fara?

Postfrá Svenni30 » 21.mar 2012, 22:45

Hjörturinn wrote:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/21/metanol_gaeti_komid_i_stad_bensins_a_islandi/

málið bara leyst, verður reyndar ekki gefins en allavega ekki jafn óstöðugt í verði og olían.


Er ekki metanól (tréspíri) að tæra vélar og annað úr áli ?


Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvert er eldsneytis verðið að fara?

Postfrá Freyr » 22.mar 2012, 01:06

Passar. Getur keypt bíla frá ýmsum framleiðendum sem eru "flexfuel" og eru gerðir til að þola metanól. Í því felst eldsneytiskerfi úr öðrum efnum en vanalega, efnum sem tærast ekki af metanólinu. Hinsvegar verður metanólið bara lítið hlutfall á móti bensíni (man ekki tölurnar en minnir 5-10%) og verðið verður eiginlega það sama og á bensíni. = Þú tekur áhættu (sem er samt hverfandi eða nær engin, þetta er notað víða úti) en borgar sama verð.

Sat smá fyrirlestur í vinnunni um metanólframleiðsluna frá þeim sem standa að henni og þegar ég spurði þá beint út hver minn ávinningur væri við að nota bensín með lágu hlutfalli af metanóli hikuðu þeir aðeins en niðurstaðan var helst sú að ég væri svo umhverfisvænn með því. Verð að segja að mér þótti ekki mikið til koma eftir kynninguna en er engu að síður spentur að fylgjast með framvindunni. Helst vona ég þó að þeir fari í biodieselframleiðsu samhliða metanólinu því lang dýrasta uppistöðuefnið í biodiesel er metanólið svo þar tel ég vera sóknarfæri fyrir þá. Þ.e. að framleiða biodiesel á það ódýran hátt að þeir gætu selt það á lægra verði en diesel olíu og samt hagnast vel á því.

Kv. Freyr


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Hvert er eldsneytis verðið að fara?

Postfrá JHG » 22.mar 2012, 11:29

Endilega kíkið á þennan link http://www.youtube.com/watch?v=WnRF05_MOe0 , framtíðin þarf kannski ekki að felast í kraftlausum bílum :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Hvert er eldsneytis verðið að fara?

Postfrá kjellin » 22.mar 2012, 18:27

svopni wrote:Það má á langflestum stöðum stöðva bifreið, það er ekki það sama og að leggja :)


en ég er næstum því 100% að löggan á til einhverjar reglugerð semað mætti nota í svona mótmælum , þar að segja efað menn færa bílana ekki þegar þeir eru beðnir um það :)
en það er svo nátturlega bara ein leið að komast að því


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hvert er eldsneytis verðið að fara?

Postfrá Fordinn » 22.mar 2012, 21:48

Strákar mínir..... þetta sem á undan er sagt..... hefur allt verið reynt.... þad hefur verið mótmælt friðsamlega og ófriðdlega menn hafa lokað fyrir aðkomu að eldsneytis birgðum og allt eftir þessu.....

Það þarf að hugsa þetta svona!!!! Verkalýðsfélögin verða að fara vinna fyrir fólkið i landinu!!!!!! það á að stoppa allt med verkföllum og neyða ríkið og atvinnurekendur að borðinu og finna einhverja ásættanlega lausn, laun þurfa að hækka og ríkið þarf að gefa eftir eitthvað af skottum...... það sér það hver heilvita madur að þetta getur ekki gengið svona... það er engin framtíð í neinu medan ástandið er svona....

ekki veit eg hvað Gylfi Arnbjörnsson er að gera í sínu starfi...... allavega hefur hann ekki verið að vinna med hag fólksins.... ég vil þessa áskrifendur af laununum út eða hreinlega að það verði stofnað nytt verkalyðsfelag sem stendur utan við Así....

Ég neita að hlusta á væl um að það sé ekki hægt og það sé ekki til peningur...... fyrst og fremst er ekki til peningur i okkar vösum og því þarf þjóðin að breyta!!!!!


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur