Akstur með spil

User avatar

Höfundur þráðar
Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Akstur með spil

Postfrá Tómas Þröstur » 21.mar 2012, 08:35

Keyrði í morgun við hliðina á jeppa með útstandandi spil að framan sem stendur í svipaðri hæð og hliðarrúður í fólksbíl. Þessi sami bíll er búinn að vera með spilið í að a.m.k nokkra daga hér í Reykjavík þar sem ekki er not fyrir spilið. Við hliðarárekstur virkar útstandandi spil sem brjótur inn í afmarkaðan punkt á þeim bíl sem klesst væri á og það kannski inn um hliðarrúðuna löngu áður en breiður stuðari leggst að og dreifir högginu á stærri flöt. Það ætti engin að keyra um með spilin nema að það eigi að fara að nota þau. Það er mikil ábyrð að keyra upphækkaðan jeppa sem við árekstur getur gengið inn í aðra bíla þar sem þeir eru veikastir fyrir og ekki minnkar spil að framan þá ábyrð.




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Akstur með spil

Postfrá ivar » 21.mar 2012, 08:55

Sælir. Þetta er ekkert vond ábending. Ég er með spil í þessari hæð en bíllinn er sáralítið notaður innanbæjar. Hinsvegar er þetta atriði sem ég var ekkert búinn að velta fyrir mér.
Hægt að benda mönnum á að taka þau af öryggisins vegna og þá er ég aðalega að hugsa um þjófnað en að sjálfsögðu þjónar það hinum tilgangnum.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Akstur með spil

Postfrá Hagalín » 21.mar 2012, 09:04

Fyrir utan auðvitað öryggissjónarmið sem eiga alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú að þá er líka hægt að horfa á það þannig að maður hlífir spilinu bara og fer betur með það að hafa það inn í skúr milli ferða.
Litlar líkur á að þurfa nota það innan borgarmarka.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Akstur með spil

Postfrá Styrmir » 21.mar 2012, 19:34

Ég hef líka verið í ferð yfir kjöl þar sem bílar voru með spil, þegar við vorum hálfnaðir yfir Kjöll þá voru spilinn orðinn eitt stórt klakkastykki og hefði tekið góðan tíma að berja af því ef ætti að fara að nota.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Akstur með spil

Postfrá jeepson » 21.mar 2012, 21:45

Hagalín wrote:Fyrir utan auðvitað öryggissjónarmið sem eiga alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú að þá er líka hægt að horfa á það þannig að maður hlífir spilinu bara og fer betur með það að hafa það inn í skúr milli ferða.
Litlar líkur á að þurfa nota það innan borgarmarka.


Ekki nóg með það að það fari betur með spilið og veiti minni skaða í árekstri. Heldur eru minni líkur á að því verði stolið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur