Sælir,
nú segir skoðunarmaðurinn að ég þurfi að skipta um spindilkúlu.
Internetið hins vegar segir mér að ég þurfi að eiga sérstaka pressu til þess að skipta um þetta.
Lumar einhver á svona pressu til leigu/láns eða mæla menn með einhverju sér verkstæði í þetta?
Eitthvað hef ég heyrt af frægum Cherokee bræðrum í Mosó td.
Spindilkúluskipti á Cherokee
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Það er alveg hægt að gera þetta án pressu en þá þarft þú stálrörbúta sem passa á spindikúlurnar til að koma þeim í. Til að losa spindilkúlurnar nota ég gamlan tjakk, svona flatan sem verður að tígli þegar hann er tjakkaður upp (var þetta ekki í td Toyota) sem kemst á milli spindlana. Setur pressu á þá með tjakkinum og lemur svo utan á "augað" með hamri. Þetta krefst smá vinnu við að tjakka og lemja ef þetta er orðið ryðgað fast og taka þarf vel á tjakkinum. Þetta smellur úr að endingu.
Þegar kúlurnar eru komnir úr þá er efri spindilkúlan lamin í með járnrörsbút, lemja jafnt og þétt á rörabútinn allan hringinn þangað til hann er örugglega kominn alla leið. Til að koma neðri kúlunni í þá nota ég líka rörbút en nota þungann á bílnum til að pressa hana í, lemja svo bara utan á augað og hún skilar sér að endingu á sinn stað :)
Þegar kúlurnar eru komnir úr þá er efri spindilkúlan lamin í með járnrörsbút, lemja jafnt og þétt á rörabútinn allan hringinn þangað til hann er örugglega kominn alla leið. Til að koma neðri kúlunni í þá nota ég líka rörbút en nota þungann á bílnum til að pressa hana í, lemja svo bara utan á augað og hún skilar sér að endingu á sinn stað :)
Síðast breytt af AgnarBen þann 15.mar 2012, 08:39, breytt 1 sinni samtals.
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Agnar lýsti þessu mjög vel en ef það er bara efri kúlan sem þarf að skipta um þá er þetta mun auðveldara. Dekkið af - losa stóru rónna á kúlunni - slá í spindilinn til að losa kóninn - slá kúluna úr með meitli - setja saman aftur.
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Ég smíðaði mér pressu til þess að ná þessu úr án þess að þurfa að berja nokkuð. Það var nú ekki flókið, tveir 30 cm bútar af efnismikilli skúffu + 20mm snittteinn og rær, ásamt nokkrum rörbútum. Fyrst þarf auðvitað að banka í liðhúsið svo það detti niður. Eftir það er lítið mál að athafna sig. Hef skipt um 8 spindilkúlur í Dana 30 og hafa allar kúlurnar runnið úr eins og smjör. Svo er líka mjög þægilegt að pressa þær í. Eina sem þarf að passa er að snúa rónum alveg jafnt, mest hálfan hring í einu.
Þú getur fengið þetta lánað ef þú vilt, er uppá Kjalarnesi. Get sent þér mynd af þessu ef þú vilt.
Kveðja, Stebbi Þ.
Þú getur fengið þetta lánað ef þú vilt, er uppá Kjalarnesi. Get sent þér mynd af þessu ef þú vilt.
Kveðja, Stebbi Þ.
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 04.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
- Staðsetning: Njarðvík
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Viltu ekki bara henda mynd á þráðinn... væri fínt að hafa hugmynd um hvernig hægt er að græja sig ef maður lendir í vandræðum.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Ég hefði sett myndina hér inn ef ég kynni það. Hvernig á að bera sig að?
Kv, Stebbi
Kv, Stebbi
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
konan er búin að redda þessu með myndina

kv. Stebbi

kv. Stebbi
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
stebbiþ wrote:Ég hefði sett myndina hér inn ef ég kynni það. Hvernig á að bera sig að?
Kv, Stebbi
Thu getur til dæmis farid innà http://imageshack.us/
klikkar thar à browse og finnur myndina i tolvunni
svo klikkaru à upload now.
tha hladast myndin nidur og svo geturu valid ùr mismunandi linkum til ad kopiera hingad.man aldrei hvad er best ad nota hef bara pròfad mig àfram.
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Glæsilegt, takk fyrir góð svör.
Ég væri alveg til í að fá þessa græju lánaða Stebbi, sendi þér einkaskilaboð.
Hafa menn eitthvað verið að skipta bara um gúmmíið á svona spindilkúlum? Þeas ef að kúlan er í lagi en gúmmíið orðið slappt.
Ég væri alveg til í að fá þessa græju lánaða Stebbi, sendi þér einkaskilaboð.
Hafa menn eitthvað verið að skipta bara um gúmmíið á svona spindilkúlum? Þeas ef að kúlan er í lagi en gúmmíið orðið slappt.
Davíð Örn
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Sé engin einkaskilaboð. Þú getur hringt í mig í síma 6910944.
kv, stebbi
kv, stebbi
Re: Spindilkúluskipti á Cherokee
Já var búin að sjá þetta, þessa vegna var að ég að spá í þessari pressu.
Davíð Örn
Til baka á “Vara og aukahlutir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur