Í Júní verslaði ég mér 98árg af Patrol sem var með hitunarvandamál. Það var nýtt hedd í bílnum en hann hitaði sig. Það fyrsta sem ég gerði var að skipta um vatnslás síðan skipti ég um dælu hvorugt virkaði þá var settur vatnskassahreinsir í vatnskassann og láti liggja í yfir nótt það sem ég græddi á því var að vatnskassinn míglak á eftir. Þá skundaði ég í Gretti vatnskassa og verslaði mér nýjann vatnskassa setti kvikindið í og fór prufurúnt það er víst skemmst frá því að segja að hitamælirinn rauk upp áður en ég komst útúr götunni. Ég læddist heim á bílnum aftur og klóraði mér í hausnum. Eftir nokkra kaffibolla fór ég út aftur og var eitthvað að þreifa hosur og spekulera þegar nágranni minn kíkti yfir hann spurði hvort að við ættum ekki að kíkja rúnt á daddanum og sjá hvort að við fengjum ekki suðu og gufu. Við fórum rúnt og keyrðum og keyrðum engin kom gufan! Þá var það ákveðið ég skipti um viðnámið fyrir hitamælinn og þá var allt í lagi ;). núna fór ég að keyra bílinn eins og herforingi og fannst hann vera heldur latur og samdi við konuna mína um fjárveitingu í hlutföll sem eru núna komin í daddann og ég er sáttur með hann. ég er líka búinn að skreyta hann aðeins setja kastara og kassa á hlerann á honum, einnig er ég búinn að setja jólatré inní hann fyrir fartölvu og GPS.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150679929699797.421623.757209796&type=1
þarna inni eru einhverjar myndir af dundinu.
Datsunin minn
Re: Datsunin minn
Kommon Jón, hvernig eiga menn sem ekki eru á fésbókinni að skoða gripinn?
Kveðja, Birgir
Re: Datsunin minn
Ég vona að honum sé sama að ég steli myndunum og birti
Nissan Patrol 92 38
Hyundai Terracan 03 (frúar bíll)
Hyundai Terracan 03 (frúar bíll)
Re: Datsunin minn
Bóndi wrote:Ég vona að honum sé sama að ég steli myndunum og birti
það væri nú ekki verra að þú sýndir mér aðferðina við þetta ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Datsunin minn
Flottur Jón Gunnar, og er hann tilbúinn á fjöll?
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Datsunin minn
hvar komstu yfir hlufoll ? ef mer leyfist að spyrja ;)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
Re: Datsunin minn
Já hann er það. Ég ætla samt að smíða aukatank í hann og setja skriðgír en hann er alveg klár fyrir utan það
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Datsunin minn
49cm wrote:hvar komstu yfir hlufoll ? ef mer leyfist að spyrja ;)
Breytir seldi mér hlutföll
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Datsunin minn
Hvað kosta hlutföll hjá breytir?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Datsunin minn
jeepson wrote:Hvað kosta hlutföll hjá breytir?
tæpan 90þús kall í hvora hásingu. Eins og ég sagði þá þurfti ég að fá auka fjárveitingu hjá frúnni
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Datsunin minn
Já sæll. Það er víst ekki gefins að vera í þesum jeppa bransa.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Elli m og 1 gestur