Rífa 2L-T úr luxanum og setja TD27eti í staðinn.
TD27eti er Nissan 2.7 úr terrano með tölvustýrðu olíuverki. Við það swap fer ég úr 96 hestöflum í 130 sem er hp aukning um 35% og togið fer úr 188nm í 279 sem er aukning um 48%. Síðan vonast ég til að eyðslan detti úr þessum 12-17 sem ég er í og niður í 9-11 sirka sem er alveg haugur af prósentum :)

Með þessu kemur smá rafmagn í kassa.... ég er svolítið byrjaður að skræla þessa hrúgu og myndir af því koma seinna.

Gaman frá því að segja að þessi skynjari (TDC) kostar 70 þúsund í IH

Terrano er með framdrifið vinstra megin en hilux hægra megin. Því þurfti ég að púsla saman patrol gír og millikassa og nota kúplingshúsið af terrano til að það passi á vélina. Þetta boltast beint saman og er ekkert mál að gera.

Samanburður á terrano og patrol


Gírkassar rifnir


Patrol til hægri og terrano til vinstri, alveg eins nema aðeins mismunur á planinu vélarmegin



Patrol kassinn lítur mjög vel út þrátt fyrir að vera gamall og lúinn með 350þús km á bakinu. Virðist hafa verið tekinn upp einhverntíman.


Þarna er búið að púsla saman, terrano kúplingshús á patrol kassa.

10" kúpling, notuð en lítur ágætlega út

Fleiri myndir þegar framvinda verður meiri.