4Runner

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
keflarinn
Innlegg: 33
Skráður: 27.feb 2012, 11:31
Fullt nafn: Albert Óskarsson
Bíltegund: F350

4Runner

Postfrá keflarinn » 27.feb 2012, 12:35

Sælir spjallverjar
vantar smá álit frá ykkur, var að festa kaup á 4runner V6 og ætla að setja hann á 44"
Eru menn að nota original afturhásingu eða breyta í eitthvað annað, og hvað þarf að færa þetta langt aftur?
langar að breyta í hásingu að framan hvað er best að nota í það?
hef áhuga að setja í hann dísel vél, einhverjar hugmyndir hvað er best að setja í hann?

Mikið væri ég þakklátur að fá einhver comment á þetta og kannski eitthvað meira sem er vert að vita um svona breytingu?



User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: 4Runner

Postfrá arniph » 27.feb 2012, 12:42

mæli með að færa afturhæasinguna aftur um 30 cm og fynna þér 70 cruiser frammhásingu og nota svo nöfin af klöfunum á hana til að fá sömu sporvídd og á afturhásinguni, muna bara eftir að smíða góða styrkingu á milli grindarbitana svona sirka undir trissuhjólunum, varðandi mótor þá myndi ég skoða allt frá 2,4 turbo diesel og uppí 3 lítra sem kemur í diesel runnernum


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: 4Runner

Postfrá Magnús Ingi » 27.feb 2012, 17:39

ég á einn 38" breyttan 44 sleppa undir. það er bara orginal afturhásing undir honum færð aftur um 16cm. að framan er komin Hiluxhásing sem er breikkuð um 5 cm til að fá sömu sporvídd að aftan og framan og var framhásingu komið eins framalega og hægt var. svo er ég búin að versla 2,4 turbo bensín í staðin fyrir þessa v6 hækju.. en ég mundi skoða 3.0 lítra dísel runner mótirinn held að það sé skemmtilegur kostur:))

læt fylgja eina mynd með
Viðhengi
Mynd0073.jpg


sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: 4Runner

Postfrá sfinnur » 27.feb 2012, 21:40

Sæll, ég er að breyta 4runner fyrir 44", ég held original afturhásingunni en færi hana aftur um 30cm, svo er ég að setja hiluxhásingu að framan. Ofaní húddið er kominn 3.1 lítra díeselvél úr isuzu. Bara gaman.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur