Heimsins besti jeppi til breytinga
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 9
- Skráður: 08.apr 2010, 10:13
- Fullt nafn: Sighvatur Fannar Nathanaelsson
Heimsins besti jeppi til breytinga
Við höfum rætt hver sé heimins besti jeppi eins og hann kemur orginal af færibandinu en hver er bestur til breytinga? Ég held við vitum allir að enginn jeppi hefur „allan pakkann" en hobbýið er jú að miklu leyti að reyna að fara sem næst því. Þess vegna þarf að velja og forgangsraða hverju maður leitar eftir.
Léttur? Sterkur? Áreyðanlegur? Stór? Lítill? Kraftmikill? Auðvelt aðgengi að varahlutum? Auðvelt aðgengi að aukahlutum? Þægilegt að gera sjálfur við? Og svo framvegis.
Hvaða jeppi fer næst því að geta orðið drauma jeppinn þinn?
Léttur? Sterkur? Áreyðanlegur? Stór? Lítill? Kraftmikill? Auðvelt aðgengi að varahlutum? Auðvelt aðgengi að aukahlutum? Þægilegt að gera sjálfur við? Og svo framvegis.
Hvaða jeppi fer næst því að geta orðið drauma jeppinn þinn?
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Ég held að willys komi nú sterkur inn. hann er léttur. Þetta eru það miklir dellu bílar að það er auðvelt að fá í þá. hinsvegar hvað pláss varðar þá eru þeir langt frá því að slá í gegn. Einnig myndi ég segja að cherokee væri góður í breytingar líka vegna léttleika. Það er nokkuð gott pláss í þeim. 4L vélin er skemtileg og hefur fínt tog. Það er gott að fá varahluti í þá. var það allavega fyrir kreppu. Þetta er allvega mín skoðun. Vonandi eru einhverjir hérna sammála mér. En ef að ég á að mæla með jeppa í 33" flokkinum þá er súkkan góð. eyðir litlu. ódýrir varahlutir. En þar er auðvitað álíka lítið pláss og í willys..
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Stór kostur við Toyotuna er að það eru allir búnir að breyta þeim, og ef manni vantar eitthvað info þá gúgglar maður það bara :þ Mjög auðvelt að fá varahluti, ef þeir eru ekki til í umboðinu þá eru þeir komnir eftir 2 daga og á þokkalegu verði.
Það á nú eftir að verða eitthvað erfiðara að fá notaða varahluti í 89-96 toyurnar eftir allan þennan útflutning.
Annars er ég persónulega orðinn helvíti hrifinn af dodge ram og ef maður ætti pening þá værum við að smíða okkur 6hjóla :þ Maður fær bara víðáttubrjálæði við að hoppa upp í ram úr hiluxinum.
En þetta eru jú allt trúarbrögð, öllum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé lúsugur og magur.
Það á nú eftir að verða eitthvað erfiðara að fá notaða varahluti í 89-96 toyurnar eftir allan þennan útflutning.
Annars er ég persónulega orðinn helvíti hrifinn af dodge ram og ef maður ætti pening þá værum við að smíða okkur 6hjóla :þ Maður fær bara víðáttubrjálæði við að hoppa upp í ram úr hiluxinum.
En þetta eru jú allt trúarbrögð, öllum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé lúsugur og magur.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Stór kostur við Toyotuna er að það eru allir búnir að breyta þeim
Fyrir suma þá er það líka stærsti ókosturinn, ég vill til dæmis ekki vera á eins bíl og allir hinir. Ef ég þyrfti að eiga hvítan Patrol á 44" þá myndi ég fremja líknardráp á sjálfum mér. :s
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:19, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Sælir
Það er satt að alla kosti jeppans er ekki að finna í einum bíl. Ég ætla að segja það sama og síðast, Benz jeppinn.
Svo er hægt að komast andskoti nálægt fullkomun með því að blanda saman 80 krúser og Patrol og það eru til 2 leiðir að því. Setja krúser mótorinn og kassana í Pattann eða setja Patrol framhásinguna undir krúserinn. Ég veit ekki í hvorri aðferðinni liggur meiri vinna en ef svona bíll fer á 44"hjól er munurinn ekki svo mikill. Það þarf að lengja krúserinn mun meira á milli hjóla en hann gæti orðið fáeinum kílóum léttari.
Kv Jón Garðar
Það er satt að alla kosti jeppans er ekki að finna í einum bíl. Ég ætla að segja það sama og síðast, Benz jeppinn.
Svo er hægt að komast andskoti nálægt fullkomun með því að blanda saman 80 krúser og Patrol og það eru til 2 leiðir að því. Setja krúser mótorinn og kassana í Pattann eða setja Patrol framhásinguna undir krúserinn. Ég veit ekki í hvorri aðferðinni liggur meiri vinna en ef svona bíll fer á 44"hjól er munurinn ekki svo mikill. Það þarf að lengja krúserinn mun meira á milli hjóla en hann gæti orðið fáeinum kílóum léttari.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Ég myndi segja Ford Bronco frá ca.71 til 77.Þetta er jeppi sem kemur orginal með V8 sjálfskiptur eða beinskiptur dana 20 millikassi dana 44 að framan á gormum og 9" að aftan.Endalaust til af bolt on hlutum til að styrkja og bæta það sem er til staðar í bílnum á þess að fara í hásingar,vélar eða önnur kram skipti,þeir koma orginal með flest öllu sem þarf að prýða góðan jeppa bara skrúfa í sverari öxla,læsingar,hlutföll,heita ása,eða bara hvað menn vilja 150 eða 400 hö eða jafnvel meira.
En ef á smíða þetta frá grunni og skipta flestum hlutum út þá skiptir tegundin ekki miklu og menn velja bara willys af því hann er flottastur. :) :)
En ef á smíða þetta frá grunni og skipta flestum hlutum út þá skiptir tegundin ekki miklu og menn velja bara willys af því hann er flottastur. :) :)
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Sælir ég verð nú að blanda mér í málið og leiðrétta hann Izan aðeins, það þarf ekkert ekkert að blanda Toyotu í málið :) Nissan sér um sína við framkvæmum líffæraflutning en höldum okkur við Nissan sem sé 4.2 dísel, passar á sjálfskiftingarnar og kassana frá 3.0 eymingjanum, og svo þarf aðeins að sérsmíða framhjólalegusystemið,daaraaraa
komið, og fyrir utan það þá er patrolinn sennilega bestur til breytinga vegna þess að staða hásinga er svo góð original, þarf ekki upp í 30 cm færslu hvorki að framan né aftan, þetta er bara hviss bang lyfta upp, klippa úr,brettakanta, síkka stífur, og hlutföll, og læsingu að framan. ;)
Kveðja Helgi
komið, og fyrir utan það þá er patrolinn sennilega bestur til breytinga vegna þess að staða hásinga er svo góð original, þarf ekki upp í 30 cm færslu hvorki að framan né aftan, þetta er bara hviss bang lyfta upp, klippa úr,brettakanta, síkka stífur, og hlutföll, og læsingu að framan. ;)
Kveðja Helgi
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Ég var svo heppin að fá að prufa 2 44" jeppa, annar var 80 krúser, hinn var patrol med 4,2........... crúserinn ( nú verður einhver sár ) var eins og gömul hækja við hliðina pattanum. Þetta er alger synd að ekki var hægt að koma fleiri 4,2 pöttum hingað í staðinn fyrir hitt ruslið.
ENN líklega verð ég að taka undir þetta med early bronco, þetta voru snilldar bílar, höfðu allt sem góðan jeppa sæmdi, mikið eigulegri bilar enn þetta willys dót og þaðan af verra frá fyrri tímum jeppamenningarinnar, það er synd hvað það er buið að rífa marga svona bronco bara til að hirða og troða kraminu í einhverjar tíkur.
Besti bíll sem til breytinga í dag er ford 250-350 Med 7,3 turbo.... alvöru mótor, alvöru hásingar og drif auðvelt að koma stórum dekkjum.... eini ókosturinn er að þetta þarf lágmark 46" dekk til að bera sig..
sama má segja um raminn........
ENN líklega verð ég að taka undir þetta med early bronco, þetta voru snilldar bílar, höfðu allt sem góðan jeppa sæmdi, mikið eigulegri bilar enn þetta willys dót og þaðan af verra frá fyrri tímum jeppamenningarinnar, það er synd hvað það er buið að rífa marga svona bronco bara til að hirða og troða kraminu í einhverjar tíkur.
Besti bíll sem til breytinga í dag er ford 250-350 Med 7,3 turbo.... alvöru mótor, alvöru hásingar og drif auðvelt að koma stórum dekkjum.... eini ókosturinn er að þetta þarf lágmark 46" dekk til að bera sig..
sama má segja um raminn........
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Ef aftur á móti er bara verið að spá í styrk og hver kemur flestu og mestu og bestu er dodge ram ca.91-93 mjög efnilegur með dana 60 framan og dana 70 aftan 5.9 cummins turbo beinskiptur eða sjálfskiptur og NP 205 millikassi.Kramið verður ekki mikið betra orginal en það vantar alveg fjöðrun og ég hef bara séð svona bíla með einföldu húsi.:)
Fordarnir 250 og 350 með 7.3 eru svo líka mjög efnilegir.:)
Fordarnir 250 og 350 með 7.3 eru svo líka mjög efnilegir.:)
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Heimsins besti jeppi til breytinga eða ekki? who knows... en gamli cherokee kemur helviti góður úr verksmiðju, 6 cyl mótorinn er öflugur, skiptingin góð og millikassinn mjög sniðugur. Hefði mátt vera á gormum að aftan. Hásingar þola þau
dekk sem þarf miðað við þyngd.
Ég er einmitt á einum slíkum með HO vélina og 36" dekk og mér þykir þægilegt aflið í honum! gjöfin hefur ekki oft þurft að fara í gólfið, enda kannski ekki búinn að iega hann lengi, það þarf að bæta úr því :)
dekk sem þarf miðað við þyngd.
Ég er einmitt á einum slíkum með HO vélina og 36" dekk og mér þykir þægilegt aflið í honum! gjöfin hefur ekki oft þurft að fara í gólfið, enda kannski ekki búinn að iega hann lengi, það þarf að bæta úr því :)
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Jeep Wrangler Rubicon.
Dana 44 framan/aftan
Gormafjöðrun sömuleiðis
Millikassi með 4.0:1 i lága drifi.
læstur framan/aftan frá verksmiðju
Öflug 4.0L vél og góð skipting.
Tala nú ekki um þegar þetta er orðið að unlimited bíl, sem er nokkru lengri en venjulegur Wrangler.

Dana 44 framan/aftan
Gormafjöðrun sömuleiðis
Millikassi með 4.0:1 i lága drifi.
læstur framan/aftan frá verksmiðju
Öflug 4.0L vél og góð skipting.
Tala nú ekki um þegar þetta er orðið að unlimited bíl, sem er nokkru lengri en venjulegur Wrangler.

Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Ég myndi segja að gamli Blazer K5/Jimmy K5 ætti líka að koma sterkur inn, hásingabíll, var með dana44/12 bolta og síðar 10 bolta stærri. Ekkert mál að skrúfa undir Dana60 og 14bolta fljótandi, small og big block passar í festingar (fengust orginal með upp í 400 cid small block) og fékkst meira að segja með 6,2 dísel með Banks forþjöppu um tíma. Varahlutir hræbillegir og aukahlutir framleiddir í svo miklu magni að þeir eru ódýrir líka (þeir sem eru með GM hluti þekkja hvað þetta er ljúft :o) ). Gott pláss og ekkert alltof þungur.
Hvað pallbíla varðar þá var t.d. hægt að fá lettann með tvöfölldu húsi, Dana60 að framan, 14bff aftan, 350tbi, th400 og NP205 (skothellt kram!).
Hvað pallbíla varðar þá var t.d. hægt að fá lettann með tvöfölldu húsi, Dana60 að framan, 14bff aftan, 350tbi, th400 og NP205 (skothellt kram!).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Hummer, kemst á 49" án mikilla breytinga.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Við sem keyrum um á hilux erum löngu hættir að leyta af heimsins besta jeppa :D
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Einfari það er nú bara af því að þið toyota eigendur sjáið ekki ljósið fyrir framan ykkur af því að það er á patrol og hann er alltaf langt fyrir framan ;)
Toyotaeigendur halda að faðirvorið endi svona ...Toyota og dýrðin að eilífu amen
En við hinir vitum það hvernig það endar. hihi :)
kveðja Helgi
Toyotaeigendur halda að faðirvorið endi svona ...Toyota og dýrðin að eilífu amen
En við hinir vitum það hvernig það endar. hihi :)
kveðja Helgi
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
innilega sammála einfara og haha nú veit ég hvað ég muldra næst þegar ég er neyddur í messu;)
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Landrover 130 pikkinn, skera úr brettum, lifta skúffu og skera úr, brettakantana á og 38" undir, tilbúinn á fjöll :-)
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Hilux???? Patrol???? Rosalega eru menn eitthvað þolinmóðir ;)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Já Jón... það þarf doldið mikkla þolinmæði að vera á Hilux eða Patrol og þurfa alltaf að bíða eftir ferðafélögunum... hvað það varðar að þá skal ég alveg viðurkenna að það er stundum þægilegra að bíða í patrol ef maður þarf að bíða í lengri tíma og ferðafélagarnir eru langt á eftir...
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Afhverju ertu að ferðast með fjallahjólaklúbbnum?
Hmm, eini Hilux sem ég man eftir að hafi verið fyrstur var gamall Hilux með vel peppaða 351W, hann notaði aflið vel og hélt því einhverntíma fram að hann færi með meira í drif og dekk en bensín :)
Hmm, eini Hilux sem ég man eftir að hafi verið fyrstur var gamall Hilux með vel peppaða 351W, hann notaði aflið vel og hélt því einhverntíma fram að hann færi með meira í drif og dekk en bensín :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
En svona í alvöru talað að þá held ég að það sé engin spurning að Jeep wrangler eða CJ séu bestu jepparnir til breytinga.... það er nokkurnvegin sama hvað áð gera vélarlega, hásinga, skiptinga eða lengingarlega séð það eru ótrúlega mikkli möguleikar í breytingum. Síðan eru þarf ekki vörubílahásingar til að þetta tolli saman eða jarðítuvélar til að þetta komist áfram eða mörg hundruð kíló af gúmmíi til að þetta fljóti í snjó....
Hvort að þetta séu síðan þægilegir eða áreiðanlegir bílar er eitthvað sem við verðum aldrei sammála um....
Hvort að þetta séu síðan þægilegir eða áreiðanlegir bílar er eitthvað sem við verðum aldrei sammála um....
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
ég segi nú bara land rover.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Kíkið á þessi video og spáið svo aðeins í þetta ;)
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Bragi ég sé bara sandakstur, það er nóg að vera á wv buggi í þetta ;)
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
hehe Ford!brandarakall;)
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Heimsins besti jeppi til breytinga? Hvað þýðir þetta eiginlega?
Ég skil spurninguna þannig að breytingin þurfi að vera einföld og ódýr og að það sé hægt að nota mikið af upprunalegum hlutum bílsins. Í mínum huga þýðir þetta eftirfarandi:
1. Upprunalegur drifbúnaður þarf að vera það öflugur að ekki sé þörf á að skipta út hásingum, kössum og vél.
2. Upprunaleg fjöðrun þarf að vera þannig uppsett að hægt sé að hækka án þess að breyta miklu.
3. Lausnin er að mestu bundin við hásingarbíla.
4. Bílar af eldri kynslóðum henta betur en nútímabílar.
Endilega bætið við listann eða breytið honum.
Ég skil spurninguna þannig að breytingin þurfi að vera einföld og ódýr og að það sé hægt að nota mikið af upprunalegum hlutum bílsins. Í mínum huga þýðir þetta eftirfarandi:
1. Upprunalegur drifbúnaður þarf að vera það öflugur að ekki sé þörf á að skipta út hásingum, kössum og vél.
2. Upprunaleg fjöðrun þarf að vera þannig uppsett að hægt sé að hækka án þess að breyta miklu.
3. Lausnin er að mestu bundin við hásingarbíla.
4. Bílar af eldri kynslóðum henta betur en nútímabílar.
Endilega bætið við listann eða breytið honum.
Síðast breytt af Einar þann 30.apr 2010, 17:18, breytt 1 sinni samtals.
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Já Einar nákvæmlega það sem ég sagði svo ég bæti bara við númerið hjá þér. ;)
5. Nissan Patrol
hehe kveðja Helgi
5. Nissan Patrol
hehe kveðja Helgi
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Brjótur wrote:Já Einar nákvæmlega það sem ég sagði svo ég bæti bara við númerið hjá þér. ;)
5. Nissan Patrol
hehe kveðja Helgi
Það er nokkuð til í þessu með Patrol, nema það þarf að skipta um vél!
Aðal (eina?) vandamálið við 4.2l vélina er að hún stenst ekki mengunarstaðla og það er spurning hvenær það verði tekið á því varðandi disel vélar.
Ég er líka sammála með LR Defender, að mínu mati einn flottasti jeppinn með góða fjöðrun og driflínu. Verst hvað hann er dýr og að auki þarf að klára smíðina á honum.
Má líka segja að hann sé vélarvana (fyrir þá sem hafa kynnst hestastóði sem telja yfir 200).
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Sæll Bragi ekki skil ég nú hvað þú meinar með þessu um að 4.2 standist ekki mengunarstaðla, heldur þú að það sé ekki búið að skoða neinn Patrol með 4.2? það er búið að skoða minn og engin óeðlileg mengun mæld þar, reyndar held ég að þetta sé bara gömul draugasaga með þessa mengun, og varðandi líffæraflutninginn í Pat þá er það ekki lífsspursmál bara til bóta ;)
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
það mátti ekki flytja þá inn á evrópusvæðið með 4,2 í húddinu orginal vegna reglna um meingun en einhverja hluta vegna má flytja svona mótora inn og setja þá sjálfur ofan í en aftur að efni þráðarins þá er land rover bestur hehehe (allir geta keypt land rover en það eru fáir sem geta átt land rover)
Re: Heimsins besti jeppi til breytinga
Besti jeppinn hlýtur að vera sá sem þarf minnst að breyta. Willys er náttúrulega æðislegur ... þegar það er búið að skipta um vél, kassa og driflínu, setja læsingar og svo verður maður að passa upp á að vera mátulega leiðinlegur því að það er ekki pláss fyrir mikið meira en ökumanninn. Eins með Defender, maður nýtur náttúrunnar ekki betur í nokkrum bíl, maður þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum. Defenderinn hefur líka þann kost að það er þrælauðvelt að skipta um öxla enda brotna þeir eins og tannstönglar. Nei, G-Benz er málið. Bara henda 5 cm kubbum ofan á gormana, skera úr, henda á brettaköntum og þú ert kominn með 38 tommu jeppa með frábæra akstureiginleika, driflínu sem þolir allt, læsingar alls staðar og hlutföll sem tæplega þarf að lækka. Afl er svo eitthvað sem...já, er í hinum bílunum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur