Patrol vél í Trooper...

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
ofurbaldur
Innlegg: 93
Skráður: 04.nóv 2011, 00:18
Fullt nafn: Baldur Sigurðarson

Patrol vél í Trooper...

Postfrá ofurbaldur » 27.jan 2012, 15:22

Hæ. Mér er sagt að það hafi í það minnsta tvisvar verið sett Patrol vél í Trooper. Ég finn þó ekki þá sem eiga að hafa gert þetta. Kannski eru þetta bara sögur.

Er einhver sem kannast við að þetta hafi verið gert, eða reynt?

Ég á Patrol 3,3L með túrbínu og Intercooler og ég held að hún yrði frábær í Troopernum mínum (sem er úrbræddur) ef hún kemst þar fyrir.

Endilega spyrjið aðra og látið mig vita ef þið nennið.

Takk,

Ofur.



User avatar

Höfundur þráðar
ofurbaldur
Innlegg: 93
Skráður: 04.nóv 2011, 00:18
Fullt nafn: Baldur Sigurðarson

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá ofurbaldur » 06.feb 2012, 19:43

Upp...


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá hrappatappi » 06.feb 2012, 21:06

Tja.. ef þú er laginn og hefur alveg glás af tíma gætirðu örugglega græjað þetta.. en ég held að 3,3 sé nú ansi þröng ofan i farið eftir 4cyl trooble vélina.
Plús það að þú verður nú að eiga gír og millikassa við 3,3 og sjálfsagt sköftin líka.
Svo held ég að 3,3 ofaní bíl á klöfum að framan sé kannski ekki skársti kosturinn. frekar að leggja alla þessa vinnu í þá einhverja léttari toyotu vél t.d. úr 90 cruiser.
(tek það fram að ég er ekki toyotu maður)

M.b.k. Hjalti.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá Þorri » 06.feb 2012, 21:13

Patrol vélin er mikið lengri svo það er spurning hvort hún kemst fyrir í húddinu á trooper. Hún er líka mikið þyngri en trooper vélin og kraft minni. En ef þú kemur henni fyrir og kemur fyrir nógu stóru kælikerfi þá gæti þetta gengið en bíllinn verður örugglega ekki skemmtilegur með þennan mótor bæði framþungur og latur.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá -Hjalti- » 06.feb 2012, 21:26

Fyrir utan að gírskiptirinn á 3.3 kassanum kemur í gegnum mælaborðið á troopernum því hún er ansi framarlega orginal í gamla pattanum.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá helgiaxel » 07.feb 2012, 05:54

Settu frekar gömlu 3,1 Izuzu vélina ofaní hjá þér, passar beint ofaní,, snildarvél ágætur kraftur, eiðir litlu og bilar lítið, ég setti svona vél ofaní Galloperinn minn, sé ekki eftir því,, svo eru millikassarnir við þessar vélar með sincro á lágadifinu, getur skift milli háa og lága á ferð,,

færð svona vél fyrir ekki mjög marga peninga, sem ekki er hægt að segja um Toyota vélarnar


Kv
Helgi Axel

User avatar

Höfundur þráðar
ofurbaldur
Innlegg: 93
Skráður: 04.nóv 2011, 00:18
Fullt nafn: Baldur Sigurðarson

Re: Patrol vél í Trooper...

Postfrá ofurbaldur » 12.feb 2012, 22:55

Takk fyrir þessi svör.

Reyndar er ég með túrbínu og stóran Intercooler á 3.3L Patrol vélinni þannig að hún vinnur alveg hrikalega. Mun betur en Trooperinn sem þó er mjög skemmtilegur þegar hann er í lagi.

En þar sem enginn virðist hafa gert þetta reikna ég með því að finna bara aðra Trooper vél, en hún er reyndar 3.0L en ekki 3.1L. Hún er bara leiðinlega viðkvæm.

Var með nýja vél frá Ingvari Helgasyni... ekna um 45.000 km. þegar stjúpsonur minn missti af henni vatn og hún bræddi úr sér á augabragði. Frekar fúlt svo ég þarf að finna eitthvað úrræði.

Takk allir.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur