Vökvabremsur á kerru.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Vökvabremsur á kerru.
Ég er að fara að smíða mér kerru úr station bíl í stíl við bílinn minn. Mig vantar einhverja leið til að virkja vökvabremsurnar þegar ég bremsa. Ég hef séð beisli sem pressast saman við hemlun og bremsa hjólin á vagninum, en það voru ekki vökvabremsur.
Er hægt að fá á Íslandi beisli með einhverns konar höfuðdælu eða bara með tjakki sem hreyfir nógu mikinn vökva til að hemla kerruna mjúklega og í réttu hlutfalli við hversu harkalega er bremsað?
Er hægt að fá á Íslandi beisli með einhverns konar höfuðdælu eða bara með tjakki sem hreyfir nógu mikinn vökva til að hemla kerruna mjúklega og í réttu hlutfalli við hversu harkalega er bremsað?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Vökvabremsur á kerru.
já þessi beisli eru m.a. til í fjallabílum-stál og stansar á Vagnhöfða 7.
þau eru ekkert gefins samt :)
þau eru ekkert gefins samt :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Vökvabremsur á kerru.
Ég er í sömu spekuleringum.. viewtopic.php?f=2&t=7104
Ég er ekki kominn neitt lengra með þetta ennþá, en ég hef heyrt af svona kerrum hérlendis, heimamixað.
Ég er ekki kominn neitt lengra með þetta ennþá, en ég hef heyrt af svona kerrum hérlendis, heimamixað.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Vökvabremsur á kerru.
Voru ekki handbremsur í rallýbíla eða eitthvað álíka stimpill virkjaðum með vír?
Skoða líka bara eitthvað skítmix frá landvélum.
Annars best að kaupa þekktan búnað held ég
Skoða líka bara eitthvað skítmix frá landvélum.
Annars best að kaupa þekktan búnað held ég
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Vökvabremsur á kerru.
Ég sé fyrir mér vel útfærðan kúplingsþræl á beislinu
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Vökvabremsur á kerru.
StefánDal wrote:Ég sé fyrir mér vel útfærðan kúplingsþræl á beislinu
Já ég er með svoleiðis í huga, það væri bara gaman að sjá útfærslu áður en maður fer af stað. Ég fer af stað einhverntíman, margt annað sem ég þarf að gera fyrst...
Annars er þetta bara spurning um að byrja að smíða :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Vökvabremsur á kerru.
Haukur litli wrote:Ég er að fara að smíða mér kerru úr station bíl í stíl við bílinn minn. Mig vantar einhverja leið til að virkja vökvabremsurnar þegar ég bremsa. Ég hef séð beisli sem pressast saman við hemlun og bremsa hjólin á vagninum, en það voru ekki vökvabremsur.
Er hægt að fá á Íslandi beisli með einhverns konar höfuðdælu eða bara með tjakki sem hreyfir nógu mikinn vökva til að hemla kerruna mjúklega og í réttu hlutfalli við hversu harkalega er bremsað?
Og á ekkert að henda inn myndum og leyfa okkur að sjá þetta??
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 67
- Skráður: 13.feb 2010, 17:33
- Fullt nafn: Haraldur Arnarson
- Bíltegund: LR Defender 38”
Re: Vökvabremsur á kerru.
Hér eru hinir ýmsu hlutir til kerru smíða og meðal annars vökvabremsur.
http://www.easternmarine.com/em_store/t ... s_hyd.html
k.kv
http://www.easternmarine.com/em_store/t ... s_hyd.html
k.kv
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Vökvabremsur á kerru.
jeepson wrote:Haukur litli wrote:Ég er að fara að smíða mér kerru úr station bíl í stíl við bílinn minn. Mig vantar einhverja leið til að virkja vökvabremsurnar þegar ég bremsa. Ég hef séð beisli sem pressast saman við hemlun og bremsa hjólin á vagninum, en það voru ekki vökvabremsur.
Er hægt að fá á Íslandi beisli með einhverns konar höfuðdælu eða bara með tjakki sem hreyfir nógu mikinn vökva til að hemla kerruna mjúklega og í réttu hlutfalli við hversu harkalega er bremsað?
Og á ekkert að henda inn myndum og leyfa okkur að sjá þetta??
Þegar ég er búinn að gera eitthvað þá skelli ég inn myndum. Lítið að sjá núna, er úti á plani með klesstann framenda og ennþá með alla innréttinguna.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Vökvabremsur á kerru.
passiði bara kútarnir mínir að þetta sé CE merkt, sem er sjaldgæft í henni Amríku....... annars held ég að þið fáið skítogskömm í skoðun... ég myndi allavega athuga vel hvort þetta er leyfilegur búnaður hjá nálarauganu í Bifreiðaskoðun áður en pantað er......
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Vökvabremsur á kerru.
Ég ætla ekki að panta neitt að utan. Ég á klesstann partabíl og er að gera kerru úr honum af því að það er öðruvísi og ódýrt. Ég ætlaði að eyða smápening í að fá bremsurnar góðar en reyni að sleppa með allt annað billega. Ef ég ætlaði mér að eyða peningum þá myndi ég smíða kerru úr smíðastáli og klæða hana með olíuvörðum krossvið.
Ég var að ræða við vinnufélaga minn í dag um hvað ég gæti gert og við erum sammála um að það gæti gengið að setja orginal höfuðdæluna innan á hvalbakinn og nota beisli sem virkjar bremsur með pinna eða stöng, til að þrýsta á höfuðdæluna eins og bremsupedali myndi gera. Þá þyrfti bara að finna passlega stífann gorm í beislið til að kerrann læsi ekki bremsunum við minnsta tilefni.
Svo er ég að hugsa um að setja hásingu undan alveg eins bíl undir þennann, hafa hann tveggja hásinga. Hásinguna á ég til með stífum og gormana á ég líka. Ég myndi þá skera úr afturhurðunum og hafa eina stóra hjólaskál. Boddí vinnan er það sem held að verði erfiðast. Á einni hásingu þá er 3/4 af lengd kerrunnar fyrir framan hásingu, og mér hugnast ekki slík beislisþyngd.
Mér liggur ekkert á með þetta, vill gera þetta almennilega fyrst ég er að þessu. Ef þetta svo gengur ekki upp eða ég fæ ógeð á þessu verkefni þá hendi ég skelinni fyrir skilagjaldið og hirði hásingarnar og fleira fyrir "venjulega" kerru.
Ég var að ræða við vinnufélaga minn í dag um hvað ég gæti gert og við erum sammála um að það gæti gengið að setja orginal höfuðdæluna innan á hvalbakinn og nota beisli sem virkjar bremsur með pinna eða stöng, til að þrýsta á höfuðdæluna eins og bremsupedali myndi gera. Þá þyrfti bara að finna passlega stífann gorm í beislið til að kerrann læsi ekki bremsunum við minnsta tilefni.
Svo er ég að hugsa um að setja hásingu undan alveg eins bíl undir þennann, hafa hann tveggja hásinga. Hásinguna á ég til með stífum og gormana á ég líka. Ég myndi þá skera úr afturhurðunum og hafa eina stóra hjólaskál. Boddí vinnan er það sem held að verði erfiðast. Á einni hásingu þá er 3/4 af lengd kerrunnar fyrir framan hásingu, og mér hugnast ekki slík beislisþyngd.
Mér liggur ekkert á með þetta, vill gera þetta almennilega fyrst ég er að þessu. Ef þetta svo gengur ekki upp eða ég fæ ógeð á þessu verkefni þá hendi ég skelinni fyrir skilagjaldið og hirði hásingarnar og fleira fyrir "venjulega" kerru.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Vökvabremsur á kerru.
Hvernig bílskel er þetta?
Ég hef lengi gengið með í maganum að gera svipað, bara með lítinn bíl einsog caddy eða kangoo, þá stærð. Þá þarf ekkert bremsudrasl, bara að rífa eins mikið af dóti úr og hægt er til að létta og loka framendanum einhvernvegin snyrtilega. Með þessari stærð ætlaði ég að kippa húddið af og nota frá hvalbak og afturúr.
Ég hef lengi gengið með í maganum að gera svipað, bara með lítinn bíl einsog caddy eða kangoo, þá stærð. Þá þarf ekkert bremsudrasl, bara að rífa eins mikið af dóti úr og hægt er til að létta og loka framendanum einhvernvegin snyrtilega. Með þessari stærð ætlaði ég að kippa húddið af og nota frá hvalbak og afturúr.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Vökvabremsur á kerru.
Þetta er Toyota Corolla Touring AE95 '91. Skelin er í sama lit og minn '91 Touring, dökkblá. Ég ætla, rétt eins og þú, að hreinsa allt framan af hvalbaknum og sjóða blikkplötu þar fyrir, bæði til að hafa hann fokheldann og sæmilega áhorfilegan. Ég ætla að hreinsa allt innan úr honum, það verður ekkert eftir sem ekki þarf að vera. Engin óþarfa þyngd.
Svo ætla ég að setja á hann auka par af toppbogum sem ég á og hafa hann á eins felgum/koppum og minn er á. Ég er með minn á 14" stáli með Toyota Aygo koppum núna. Ætli ég reyni ekki að fá réttan lit á brúsa til að laga aðeins til eftir boddívinnu, finnst grár grunnur ekki voða smart.
Ég keypti bílinn til að hirða blöndung, mótorpúða og smádót í innréttingu, kerran verður bara bónus.
Svo ætla ég að setja á hann auka par af toppbogum sem ég á og hafa hann á eins felgum/koppum og minn er á. Ég er með minn á 14" stáli með Toyota Aygo koppum núna. Ætli ég reyni ekki að fá réttan lit á brúsa til að laga aðeins til eftir boddívinnu, finnst grár grunnur ekki voða smart.
Ég keypti bílinn til að hirða blöndung, mótorpúða og smádót í innréttingu, kerran verður bara bónus.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Vökvabremsur á kerru.
Þetta er rosa töff ef að þetta er gert vel. Ég hef séð þetta áður :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur