hilux v6 breyta í 2,4 dísel
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 18
- Skráður: 30.jan 2012, 00:11
- Fullt nafn: Elvar Bjarki Gíslason
hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Góðan daginn ég er með hilux excab 91 árg með v6 bensín mótornum og er spá í setja í hann 2,4 dísel gæti enhver frætt mig um það hvað ég þyrfti að skifta mikkið út af rafkerfinu?
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Mæli með að þú gerir eins og Hjalti hérna á spjallinu. Hann setti 2,8 úr patrol í 4runnerinn sinn. Það er víst að koma vel út hjá honum. Hann var einmitt með V6 vélina
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
úff, eiga þetta að vera einu ummælin við fyrirspurnina hjá manninum. Held að það megi gefa umræddum patrol mótor meira en örfár vikur og 5000 km akstur max til þess að afsanna ,tjah erum við ekki farnir að kalla þetta bara hreinar og berar lygasögur núorðið um hvað umræddur mótor er mikið drasl,sem að kemur frá 90 prósent fólksfjöldans sem hefur átt eða kynnst umræddum mótor áður en farið er að mæla með þessu ofaní annanhvern bíl í mótorskiftum. Nú annars hef ég aldrei framkvæmt þessa skiptingu sjálfur en með rafmagnið hef ég grun um að glóðarkertin sé svona nánast það eina sem þarf að hafa áhyggjur af.Best er alltaf ef þú hefur bílinn sem hafði 2,4 nálægt svo þú getir flett því kerfi beint yfir,og svo er dísil bíllinn með tvo rafgeyma miðaðvið einn í v6. Ef þú ert með allt tilbúið er bara að henda sér í þetta og takast á við vandamálin þegar þau slá þig utanundir,þá ætti að vera ýmsan fróðleik að finna hér.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Það er þægilegast ef þú hefur allan fremri hlutan af rafkerfinu ( að plugginu undir bílstjórasætinu ) og mælaborðið. Ekki mikið mál að skipta því út, mælaborðið úr og brettin af.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Þetta fer líka svolítið eftir því hvað þessi mótor er gamall sem fer ofaní, eldri mótorar voru með utanáliggjandi regulator fyrir alternatorinn og það þarf að sjálfsögðu að fá glóðar relay og boxið sem stjórnar tímanum á glóðini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
steinarxe wrote:úff, eiga þetta að vera einu ummælin við fyrirspurnina hjá manninum. Held að það megi gefa umræddum patrol mótor meira en örfár vikur og 5000 km akstur max til þess að afsanna ,tjah erum við ekki farnir að kalla þetta bara hreinar og berar lygasögur núorðið um hvað umræddur mótor er mikið drasl,sem að kemur frá 90 prósent fólksfjöldans sem hefur átt eða kynnst umræddum mótor áður en farið er að mæla með þessu ofaní annanhvern bíl í mótorskiftum.
Hahaha auðvitað kom staðlað svar, allir og amma þeirra tuðandi um hversu ömulegir þessir mótorar eru en samt kemur þetta aðalega frá mönnum sem aldrei hafa átt svona vél. Afhverju er þriðji hver jeppi á fjöllum 2.8 patrol ef þetta er svona hræðileg vél.
3 mánuðir , 9500km Og þar af eflaust 1/3 utanvega í snjó. Án vandræða.
Ef mótorin hjá hefði ekki staðist væntingar mínar úr þessu væri hann löngu farin úr bílnum.
Þessi mótor auðvitað ekki gallalaus (frekar en aðrir sambærilegir mótorar)
en guð hann er þó skárri en 2.4
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 462
- Skráður: 22.okt 2010, 20:38
- Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
-Hjalti- wrote:steinarxe wrote:úff, eiga þetta að vera einu ummælin við fyrirspurnina hjá manninum. Held að það megi gefa umræddum patrol mótor meira en örfár vikur og 5000 km akstur max til þess að afsanna ,tjah erum við ekki farnir að kalla þetta bara hreinar og berar lygasögur núorðið um hvað umræddur mótor er mikið drasl,sem að kemur frá 90 prósent fólksfjöldans sem hefur átt eða kynnst umræddum mótor áður en farið er að mæla með þessu ofaní annanhvern bíl í mótorskiftum.
Hahaha auðvitað kom staðlað svar, allir og amma þeirra tuðandi um hversu ömulegir þessir mótorar eru en samt kemur þetta aðalega frá mönnum sem aldrei hafa átt svona vél. Afhverju er þriðji hver jeppi á fjöllum 2.8 patrol ef þetta er svona hræðileg vél.
3 mánuðir , 9500km Og þar af eflaust 1/3 utanvega í snjó. Án vandræða.
Ef mótorin hjá hefði ekki staðist væntingar mínar úr þessu væri hann löngu farin úr bílnum.
Þessi mótor auðvitað ekki gallalaus (frekar en aðrir sambærilegir mótorar)
en guð hann er þó skárri en 2.4
afhverju er þá annar hver jeppi með 2,4 á fjöllum fyrst þetta eru svo lélegir mótorar spyr ég þá? ;)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
arni hilux wrote:-Hjalti- wrote:steinarxe wrote:úff, eiga þetta að vera einu ummælin við fyrirspurnina hjá manninum. Held að það megi gefa umræddum patrol mótor meira en örfár vikur og 5000 km akstur max til þess að afsanna ,tjah erum við ekki farnir að kalla þetta bara hreinar og berar lygasögur núorðið um hvað umræddur mótor er mikið drasl,sem að kemur frá 90 prósent fólksfjöldans sem hefur átt eða kynnst umræddum mótor áður en farið er að mæla með þessu ofaní annanhvern bíl í mótorskiftum.
Hahaha auðvitað kom staðlað svar, allir og amma þeirra tuðandi um hversu ömulegir þessir mótorar eru en samt kemur þetta aðalega frá mönnum sem aldrei hafa átt svona vél. Afhverju er þriðji hver jeppi á fjöllum 2.8 patrol ef þetta er svona hræðileg vél.
3 mánuðir , 9500km Og þar af eflaust 1/3 utanvega í snjó. Án vandræða.
Ef mótorin hjá hefði ekki staðist væntingar mínar úr þessu væri hann löngu farin úr bílnum.
Þessi mótor auðvitað ekki gallalaus (frekar en aðrir sambærilegir mótorar)
en guð hann er þó skárri en 2.4
afhverju er þá annar hver jeppi með 2,4 á fjöllum fyrst þetta eru svo lélegir mótorar spyr ég þá? ;)
Ég sagði aldrei að þeir væru lélegir. Bara of afllausir.
Reyndar svo það sé á hreinu þá spurði maðurinn um 2.4 í v6 og þá á ekkert að vera að troða mínu swappi í þá umræðu og ég skil ekkihvað Gísli var að spá.
Ég frammkvæmdi þetta swap því það hentaði mér og ég er mjög sáttur með útkomuna.
Ég hef aldrei Nokkurntíman startað neinni umræðu neins staðar um þetta.
Er löngu komin með leið á að réttlæta þetta fyrir fólki út í bæ.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Það hefur mikið að segja að þessir bílar kosta álika mikið og kanildollur notaðir,einmitt vegna þess að þeir hafa á sér svona skelfilegt óverðskuldað orðspor.Þeir verða alltaf nokkuð freistandi þegar maður sér þá til sölu á skít og kanil,og alltaf nýbúið að taka upp hækjuna í húddinu og nánast allt annað í bílnum þekkt fyrir gæði og styrk.Í mínum augum eru engin geimvísindi afhverju margar 2,8 vélar hafa hökt um ísland,gæðin á restinni af bílnum,og veski eigandans eru búinn að draga þetta brotajárn hér um. Ég er alveg búinn sitja nógu oft í patrol á heitum sumardegi með miðstöðina í botni,búinn að hökta nógu oft um á tunglkeyrðri toyotu með patrol í eftirdragi til að vita það að þessar vélar eru öðrum verri í gæðum. Það þarf ekki nema rétt að skoða kælinguna á stimplunum og umfang hennar til að gefast upp á þessum gallagrip.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Svona til að svara manninum. Þú þarft að smíða mótorfestingar og fá kúplingshús úr 2.4 disel bíl. Rafkerfið er minnsta málið en menn hafa flækt það alveg ótrúlega, eins og Jón Hrafn og fleiri.
Þú einfaldlega tekur vélartölvuna úr og loomið sem fer úr henni í húddið. Eftir verða tengi fyrir hitamæli, olíuþrýsting, flautu, altenator og startara. Þetta tengir þú á díselvélina og finnur svissstraum á ádreparann og útbýrð einfaldan rofa og relay til að hita glóðarkertin. Ég hef ekki tekið dæluna úr tankinum heldur látið það duga að fjarlæga öryggið fyrir vélartölvuna. Þar er svo sniðugt að setja rofa til að geta látið dæluna ganga eftir þörfum.
Þú einfaldlega tekur vélartölvuna úr og loomið sem fer úr henni í húddið. Eftir verða tengi fyrir hitamæli, olíuþrýsting, flautu, altenator og startara. Þetta tengir þú á díselvélina og finnur svissstraum á ádreparann og útbýrð einfaldan rofa og relay til að hita glóðarkertin. Ég hef ekki tekið dæluna úr tankinum heldur látið það duga að fjarlæga öryggið fyrir vélartölvuna. Þar er svo sniðugt að setja rofa til að geta látið dæluna ganga eftir þörfum.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
StefánDal wrote:Svona til að svara manninum. Þú þarft að smíða mótorfestingar og fá kúplingshús úr 2.4 disel bíl. Rafkerfið er minnsta málið en menn hafa flækt það alveg ótrúlega, eins og Jón Hrafn og fleiri.
Þú einfaldlega tekur vélartölvuna úr og loomið sem fer úr henni í húddið. Eftir verða tengi fyrir hitamæli, olíuþrýsting, flautu, altenator og startara. Þetta tengir þú á díselvélina og finnur svissstraum á ádreparann og útbýrð einfaldan rofa og relay til að hita glóðarkertin. Ég hef ekki tekið dæluna úr tankinum heldur látið það duga að fjarlæga öryggið fyrir vélartölvuna. Þar er svo sniðugt að setja rofa til að geta látið dæluna ganga eftir þörfum.
Get nú ekki séð flækjuna við þá leið sem við fórum, auk þess mun notendavænni þar sem allt virkar eins og orginal gegnum svissin. Bensíntankurinn er svo allt annar capituli.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
-Hjalti- wrote:
Ég sagði aldrei að þeir væru lélegir. Bara of afllausir.
Reyndar svo það sé á hreinu þá spurði maðurinn um 2.4 í v6 og þá á ekkert að vera að troða mínu swappi í þá umræðu og ég skil ekkihvað Gísli var að spá.
Ég frammkvæmdi þetta swap því það hentaði mér og ég er mjög sáttur með útkomuna.
Ég hef aldrei Nokkurntíman startað neinni umræðu neins staðar um þetta.
Er löngu komin með leið á að réttlæta þetta fyrir fólki út í bæ.
Ég var nú aðalega að vitna í það að þú hafir farið í svona swapp Hjalti. Enda sýnist mér nú að það sé mun auðveldara að fá 2,8 en 2,4 í hilux. Allavega hefur maður ekki séð mikið af þeim til sölu. en ef að þessi ummæli móðguðu þig eitthvað þá biðst ég bara velvirðingar á því.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
JonHrafn wrote:StefánDal wrote:Svona til að svara manninum. Þú þarft að smíða mótorfestingar og fá kúplingshús úr 2.4 disel bíl. Rafkerfið er minnsta málið en menn hafa flækt það alveg ótrúlega, eins og Jón Hrafn og fleiri.
Þú einfaldlega tekur vélartölvuna úr og loomið sem fer úr henni í húddið. Eftir verða tengi fyrir hitamæli, olíuþrýsting, flautu, altenator og startara. Þetta tengir þú á díselvélina og finnur svissstraum á ádreparann og útbýrð einfaldan rofa og relay til að hita glóðarkertin. Ég hef ekki tekið dæluna úr tankinum heldur látið það duga að fjarlæga öryggið fyrir vélartölvuna. Þar er svo sniðugt að setja rofa til að geta látið dæluna ganga eftir þörfum.
Get nú ekki séð flækjuna við þá leið sem við fórum, auk þess mun notendavænni þar sem allt virkar eins og orginal gegnum svissin. Bensíntankurinn er svo allt annar capituli.
það virkar líka allt í gegnum svissinn ef "mín" leið er farin. Algjör óþarfi að rífa allt innan úr bílnum til að tengja nokkra víra:)
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Elvar ég veit um 2,4td ef þér vantar er í bíl og kassar og allt kv Heiðar Brodda p.s. nýlega upptekin
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 18
- Skráður: 30.jan 2012, 00:11
- Fullt nafn: Elvar Bjarki Gíslason
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Takk fyrir öll góðu svörinn þetta hjálpar manni átta sig á þvi hvað maður á gera ég ríf 2,4mótorinn sjálfur uppúr bílnum þanig þa hef ég þetta allt fyrir framan mig og síða fæ ég allt rafkerfið í bilnum sem ég þarf og sannað með og fæ gírkassa og millikassa með en ætla nota gírkassan minn helst.
Heiðar ég er búinn finna mótor og allt sem er í Fellabæ:)
Heiðar ég er búinn finna mótor og allt sem er í Fellabæ:)
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Sælir, eru ekki einhverjar Toyota díeselvélar sem passa beint ofan í 1990 módel af Tyota Hi-lux bensínbíl, þá meina ég að þær passi beint á kúplingshúsið.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Ég held að flest sem þú þarft að vita sé komið fram, nema stebbi bætti flautunni við, þú þarft ekkert að spá í henni, hún er í lúmminu með ljósunum.
Ég held að ég eigi glóðakertatölvu með tilheyrandi rafkerfi einhverstaðar á góðum stað ef þig vantar svoleiðis.
En þú þarft amk kúplingshús af díselvélinni, ég veit ekki fyrir víst hvort það sé sami framendi á v6 bensínkassanum og l4 bensínkassanum. Allavega passar kúplingshúsið af díselvélinni beint á l4 bensínkassann.
Svo er ágætt að hafa í huga að það er ALLT 'hinumegin' milli bensín og dísel. Þe púst, alternator, stýrisdæla, loftinntak og það dót er sitt hvoru megin milli l4 bensín og dísel.
Ég held að ég eigi glóðakertatölvu með tilheyrandi rafkerfi einhverstaðar á góðum stað ef þig vantar svoleiðis.
En þú þarft amk kúplingshús af díselvélinni, ég veit ekki fyrir víst hvort það sé sami framendi á v6 bensínkassanum og l4 bensínkassanum. Allavega passar kúplingshúsið af díselvélinni beint á l4 bensínkassann.
Svo er ágætt að hafa í huga að það er ALLT 'hinumegin' milli bensín og dísel. Þe púst, alternator, stýrisdæla, loftinntak og það dót er sitt hvoru megin milli l4 bensín og dísel.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: hilux v6 breyta í 2,4 dísel
Ég veit ekki hvort kúplingshúsin passi milli v6 og l4 en l4 kassinn er svakalega mikið veigaminni en v6 kassinn. Aftur á móti skilst mér að 4 cyl bensín túrbó kassinnn sé nánast sá sami og V6 kassinn.
Það er sami rillufjöldi á inntaksöxlinum á l4 og v6 21 rilla (eins rillur) en á l4 kassanum er líka 21 rilla út en 23 á v6
Það er sami rillufjöldi á inntaksöxlinum á l4 og v6 21 rilla (eins rillur) en á l4 kassanum er líka 21 rilla út en 23 á v6
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur