Jæja félagar við fórum á Hveravelli núna síðasta föstudag þann 20. jan og komun til baka laugardag þann 21. jan.
Það er gott færi þangað um Kjalveg fórum frá Gullfossi og norður úr hart færi meira og minna frá Gullfossi að Kerlingafjalla afleggjarnum. Þaðan fóru að koma nokkrir púður skaflar svona hálfa leið inn á Hveravelli svo var restin bara púður, en flott færi. Og þannig var færið norður að Blölduvirkjun, Bara gaman. Vörum á 5 bílum frá 38"-46" og engin var afgerandi bestur, þannig að þið sjáið að það var bara gott færi.
Kv. Ragnar Páll.
Færð á Hveravelli.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Færð á Hveravelli.
Svo sannarlega góðar fréttir, einnig er skylda að koma með myndir með svona póstum :)
Re: Færð á Hveravelli.
Ljót að segja frá því,,,,,,,,,,,, en ég gleymdi myndavélinni heima.
Re: Færð á Hveravelli.
Jæja er að fara aftur inn á Hveravelli um næstu helgi 3-4 feb. ætla að reyna að muna eftir myndavélinni þá.
Kv. Ragnar Páll
Kv. Ragnar Páll
Re: Færð á Hveravelli.
Sælir strákar
Hvernig er það hverjir sjá um skálana núna á Hveravöllum? Og er ennþá rafstöðin og alles? Hef ekki komið núna í nokkur ár :-( Þannig að ég veit ekkert hvernig þetta er í dag.
Kv Bjarki
Hvernig er það hverjir sjá um skálana núna á Hveravöllum? Og er ennþá rafstöðin og alles? Hef ekki komið núna í nokkur ár :-( Þannig að ég veit ekkert hvernig þetta er í dag.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
Re: Færð á Hveravelli.
Jú Gunnar Guðjóns er æðstistrumpur yfir svæðinu. Það eru komnir 3 klósett gámar á svæðið og ný vatns lögn í gamla skálann þannig að hann á að vera alltaf heitur og góður, var lögð fyrir 2. helgum síðan. Ég er að fara í fyrramálið frá Rvk og ég skal láta ykkur vita hvernig færð og ástand er inn á Hveravöllum.
Kv. Ragnar Páll.
Sem vill vera 14 Jólasveinninn koma síðastur niður og fara fyrstur aftur upp til fjalla.
Kv. Ragnar Páll.
Sem vill vera 14 Jólasveinninn koma síðastur niður og fara fyrstur aftur upp til fjalla.
Re: Færð á Hveravelli.
Jæja kominn til baka frá Hveravöllum færið er meira og minna krapi og þunt lag af snjó ofan á. Kann ekki að setja inn myndir á vefinn en ef einhver er til í að leiðbeina mér með það þá eru til nokkrar myndir af þessari ferð.
Kv. Ragnar Páll
14. jólasveinninn
Kv. Ragnar Páll
14. jólasveinninn
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur