
Ef vel er að gáð hér þá sést frekar illa en sést samt að það er pottstykki aftaná túrbínunni sem tekur við pústinu og beinir því niður í pústkerfið, tekur beyju neðst og stefnir nokkurn veginn á milliplötuna.




Stykkið sem sést hér á myndunum, mætti vera aðeins öðruvísi. Stúturinn sem pústkerfið boltast við mætti snúa beint niður í stað þess að hafa þessa beyju, svo ég er að spá hvort vit sé í að skera stykkið í tvennt og steikja það saman aftur, ég hef oft heyrt að ekki sé hægt að sjóða saman pottstál eins og til dæmis drifkúlur en á þessu er ekki sama álag og á drifkúlum nema þá kannski hitaálag.
Er þetta gerlegt fyrir mann sem kann lítið í suðu og gæti þetta enst eitthvað ef vel heppnaðist??