Reykur úr Jeppa ?


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Gerti » 28.jan 2012, 10:19

Nú leita ég til ykkur. Þar sem ég fékk miklar upplýsingar frá ykkur í gær varandi Glóðarkerti :-)

Það er eitt sem ég vildi spyrja ykkur.
Þegar ég starta Trooperinn min eftir kanski 2 til 4 tíma stopp kemur mikil bræla úr honum.
Hvítur reykur og mjög mikil lykt. Er það eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggur af ?

Það er nýllegt pust undir honum sem var sett undir 2011.
Hann er buinn að vera reglulega í smurningu og mikið buið að gera fyrir hann.

Þar sem ég var að kaupa hann og hef ekki mikla reynslu af jeppum vildi ég spyrja ykkur sem hafa reynslu og þekkingu.
Ég vill svo takka fyrir hjápina sem ég fékk varðandi spurninguna mína varandi glóðarkertinn. :-)

MBK.
Eggert.



User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá dazy crazy » 28.jan 2012, 11:08

athugaðu hvort hann blási upp úr vatnskassanum

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Polarbear » 28.jan 2012, 11:11

hvítur reykur og bræla getur þýtt að kælivatn komist einhvernveginn í pústið hjá þér sem bendir til heddpakningar-vandamála.

sé reykurinn ljósblár gæti þetta verið smurolía..... verðuru aldrei var við þetta ef hann er búinn að standa lengur en 2-4 tíma? og er engin óeðlileg lykt heldur þegar hann er búinn að vera í gangi einhvern tíma?

brennir hann mikilli olíu? (s.s. þarftu oft að bæta vélarolíu á?) þetta getur verið svo ótal margt, þú þyrftir að lýsa þessu pínulítið nákvæmar.


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Gerti » 28.jan 2012, 11:31

Sælir.
Ég er ekki búinn að taka eftir blástri úr vatnskassa.
Þessi reykur kemur líka ef hann er buinn að standa lengur eins og yfir nottu.
Enn það er enginn ólykt úr honum þannig sé. Bara þessi pust lykt sem kemur stundum inn í bilinn.

Ég er ekki búinn að eiga hann lengur enn í 3 daga svo ég er ekki viss með vélarolíu. kanski spurning að fara með hann í smúrningu.
Hann á að fara næst í 140.000 enn hann er keyrður 138.900.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Stebbi » 28.jan 2012, 11:56

Veit um einn sem lét svona og það var sprunga í heddi á milli ventlasæta og út í vatnsgang.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá s.f » 28.jan 2012, 12:16

ertu búinn að skifta um glóðar kertin


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Gerti » 28.jan 2012, 15:42

Sælir.

Ég er ekki búinn að skipta út glóðarkertum.
Ætla að fara i það i næstu viku. Ætla þá að fara yfir bilinn og skoða undir hann og svona. Ef það þarf nýtt hedd hvað mundi það kosta ? Er þetta mjög dýrt ?


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá stjanib » 28.jan 2012, 15:59

Byrjaðu að skipta um glóðakertin, hvítur reykur getur þýtt líka óbrunnið dísel.


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Gerti » 28.jan 2012, 16:15

Sælir.

Takk fyrir þetta.
Ef þið eru með meira upplýsingar um hvað er gott að athuga og skoða á bilnum til þess að láta hann virka betur og endast sem lengst endilega láta mig vita.
Ef það er eitthvað sem ég get skoða sjálfur.

Mbk.
Eggert.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá JonHrafn » 28.jan 2012, 22:58

Fer hann alltaf í gang á fyrsta snúning eða fer það eftir hitastigi úti?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá HaffiTopp » 28.jan 2012, 23:18

Spíssarnir hugsanlega lausir eða þéttiskinnurnar undir þeim orðnar lélegar, eða þá að þeir leka meðan vélinn er ekki í gangi og safnast diesel-olía fyrir í strokkunum sem gerir gangsetningu erfiða.
Kv. Haffi

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá stjani39 » 31.jan 2012, 23:03

Glóðarkertin eru ekki að virka eins og þau eiga að gera.
eins og bent hefur verið á hérna ofar ó þessu spjalli þá eru nokrir hlutir sem gætu verið að
mér finst lekur spíss nokkuð líklegur
einnig er einn hlutur sem ég og fleiri hafa prófað og það er eldsneitisbætiefnið frá prolong það gerir
diesel kerfum bara gott hreinsar vel og svo skrítið sem það er þá er munur á velum sem þetta hefur verið sett á
prófaði að hávaða mæla vél fyrir og eftir og var munurin 6 desibel og eftir 1000 km keirslu þá reikti vélin nánast ekkert köld en var frekar umkverfisspillandi áður
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


Cord
Innlegg: 1
Skráður: 01.feb 2012, 10:53
Fullt nafn: Hrafnkell Harðarson

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Cord » 01.feb 2012, 11:19

Varðandi glóðarkertin í 3.0l trooper (4JX1 vélinni) þá er það nokkuð algengt að þau festist í heddinu og slitni í sundur þegar reynt er að losa þau.
Orginalkertin í 4JX1-vélina eru frá BERU (BERU Code designation GN 997, BERU Order No 0 100 226 312, Isuzu partanúmer 8-97143674-1) og er brotvægi (failure moment) gefið upp 35 Nm (Hersluvægi er hins vegar 15 Nm (Tightening Torque). Mér skilst að algengast sé að kerti nr. 4 í vélinni festist en ég veit ekki hvort það séu alveg öruggar upplýsingar. Ef kertið slitnar þarf að bora það úr og hefur umboðið tekið það verk að sér með utanaðkomandi aðstoð fyrir mörghundruð þúsund (heddið tekið af og sent eitthvert út í bæ og allt borað úr og allt sett saman aftur = RÁNDÝRT !!!). Kistufell hefur einnig tekið að sér að bora kertin úr.
Mér skilst einnig að hægt sé að fá gengjuviðgerðasett í Fossberg (sérstaklega fyrir trooper) ef maður reynir að bora kertin úr án þess að taka heddið af en þetta er eitthvað sem ég hef heyrt en ekki fengið staðfest. Sjálfur á ég trooper með fast/föst glóðarkerti og þar af er alla vega eitt ónýtt sennilega fleiri, þannig hefur ástandið verið hjá mér í tæp 4 ár en bíllnn fer alltaf í gang (ekki nennt ennþá að ráðast í viðgerðir :O) )

Gangi þér vel, passaðu að nota rétta olíu á vélina og passaðu mjög vel að setja ekki of mikið af olíu !

Kv.
Cord


Baddim
Innlegg: 6
Skráður: 25.jan 2011, 22:46
Fullt nafn: Guðbjartur Magnússon

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Baddim » 01.feb 2012, 23:19

EF þú varst að kaupa bílinn þá myndi ég ekki gera neitt nema fara með hann á viðurkennt verkstæði og láta skera úr um hvert vandamálið er og gera það strax. Ef þú kaupir bilaðan bíl án þess að vita af því þá geturðu átt kröfu á fyrri eiganda vegna bilunarinnar. Því lengri tími sem líður frá sölunni því verra getur það verið að sækja eitthvað í fyrri eiganda.


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Reykur úr Jeppa ?

Postfrá Gerti » 02.feb 2012, 11:49

Sælir.

Þegar ég festi kaupa á jeppanum sagði hann að glóðarkertin voru ekki góð.
sagðist hann hafa skoða þau og voru þau laus. Allt annað sem hann sagði varðandi bilinn var rétt.
Það eru til kvittanir fyrir öllu.
Ég auðvita fékk hann aðeins ódýrara útaf glóðarkertunum.
skipta út spissa eða laga þá ( ef það er hægt ) eða þéttiskinnur. Er það mikil kostnaður ?
Ætla að kaupa PROLONG og setja það á takk fyrir þetta stjani39.

Að lokum vill ég takka fyrir alla hjálpinna sem ég hef fengið.
Það er meira gaman að vera jeppa kall og tala við fólk sem veit eitthvað. frékar enn að eiga sportbil og allir þykjast vita en vita ekkert.

MBK
Eggert.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur