Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá Gerti » 27.jan 2012, 10:19

Góðan daginn.

Vildi athuga hvort einhver gæti hjálpa mér.
Var að kaupa Trooper 2000 og er hann svolitið lengi í gang þegar hann er kaldur.
Mér skilst af kaupanda að glóðarkertin eru ekki nógu góð.

Hvar er hægt að kaupa bestu og ódýrustu Glóðarkertin í Trooper ?



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá ellisnorra » 27.jan 2012, 10:39

Ég ætla ekki að rengja þetta með glóðakertin, en ég veit að trooperinn fer ekki í gang fyrr en smurþrýstingnemi gefi leyfi. Það er að segja það þarf að starta og starta þangað til hann nær upp nægum smurþrýsting. Í frosti þykknar olían og þá er bíllinn einfaldlega lengur í gang.
Út af þessu þarf að hafa þunna olíu á þessum mótorum og hún kostar. Sumir ætla að sytta sér leið og fá sér ódýrari olíu sem er þykkari og hefur það komið fyrir að þeir fara alls ekki í gang með ódýrari (þykkari) olíu.

Margir vita þetta og passa sig á þessu, hvernig er þetta hjá þér?
http://www.jeppafelgur.is/


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá s.f » 27.jan 2012, 11:05

Farðu gætilega þegar þú losar gömlu kertin, þau vilja snúast í sundur og þá þarf að taka heddið af til að komast hinumeigin
í kertið. Þetta hefur fylgt þessum bílum svolítið en þetta ætti að takast ef þú ert nóu þolimóður. Það er ágætt að láta wd 40 eða álíka efni liggja á yfir nótt.


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá Gerti » 27.jan 2012, 12:18

Sælir.

Það er Mobil 1 Havoline Formula 3 5w-30
( havolin synthetic )
Sem á að vera mjög góð.
Hvað þarf að gera til þess að ná upp olíu þrýsting ?
Ætla að fara að reyna að laga þetta sem fyrst glóðarkerti og þrýsting vandamál ef þess þarf. Er þetta mikil aðgerð ? Mér skilst að kertin eru ekki föst.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá jeepcj7 » 27.jan 2012, 12:21

Langódýrustu kertin þegar ég skipti voru í Framtak/Blossa fyrir Trooperinn en já hann þarf alltaf að ná upp smurþrýsing til að fara í gang sem eru nokkrir aukahringir í starti.
Ég notaði að mig minnir hálf/synthetíska 10/30 olíu sem var ekkert svo dýr og skipti á ca.7000 km. fresti.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Gerti
Innlegg: 12
Skráður: 27.jan 2012, 10:15
Fullt nafn: Eggert Bjarnason

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá Gerti » 27.jan 2012, 13:19

Sælir.

Þakk fyrir þessar upplýsingar.
Búinn að kaupa Glóðarkerti frábær þjónusta hjá Blossa og mun ódýrara enn á öðrum stöðum.
Hvað get ég gert til þess að ná upp olíu þrýsting ?
Ég vill alltaf hafa allt 100 % i lagi.
Svo er ein spurning meira. Þegar ég kveiki á bilnum kemur stundum mikil lykt i bilinn sem sagt eins og pust lykt. Það er nýlegt pust sem var sett undir 2011.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá HaffiTopp » 27.jan 2012, 15:27

Gerti wrote:Sælir.

Það er Mobil 1 Havoline Formula 3 5w-30
( havolin synthetic )
Sem á að vera mjög góð.
Hvað þarf að gera til þess að ná upp olíu þrýsting ?
Ætla að fara að reyna að laga þetta sem fyrst glóðarkerti og þrýsting vandamál ef þess þarf. Er þetta mikil aðgerð ? Mér skilst að kertin eru ekki föst.


Mobil 1 og Havoline er sitthvor olían. En það eru til ódýrari olíur með sama seigustuðul en þessar tvær dýru (en góðu) tegundir. Bara spurning að leyta ef maður nennir því :)
Gæti verið að 5W40 full synthetisk smurolía sé nógu "þunn" og góð fyrir þessa vél, allavega ætti hún að vera ódýrari en full synthetisk 5W30 olía, en samt með sömu kaldsstartsþykktina miðað við kalda vélina/olíuna.
Kv. Haffi


Agnar
Innlegg: 18
Skráður: 10.apr 2010, 09:18
Fullt nafn: Agnar Smári Agnarsson

Re: Bestu Glóðarkerti í Trooper. SOS

Postfrá Agnar » 27.jan 2012, 20:48

Er búinn að skipta 2 sinnum um glóðakerti hjá mér í Trooper og endaði á að kaupa núna síðast í umboðinu því þessi ódýri kerti endast ekki neitt


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur