Var lengi búinn að ganga með það í maganum að kaupa mér Cherokee XJ og lét verða af því þegar ég seldi 44" Pattann. Keypti mér óbreyttan bíl haustið 2010 og breytti honum fyrir 39,5" veturinn 2010-2011.
Þetta er 1995 módel af Cherokee XJ, hann er með 190 hestafla 4.0 High Output bensínmótor með Aisin AW-4 fjögurra þrepa sjálfskiptingu (sama og er í LC90) og NP242 Selec-trac millikassa. Hann var hækkaður um 5 cm á fjöðrun þegar ég fékk hann, búið var að stækka olíukæli fyrir sjálfskiptinguna og það var komin AirCon loftdæla í húddið en að öðru leiti var hann orginal. Bíllinn er skráður 1550 kg óbreyttur en er eitthvað um 1750 kg eftir breytingarnar á 39,5“ Irok. Stefnan var að ná honum undir 2000 kg ferðbúinn með ökumanni og farþega en líklega er hann nær 2100 kg ferðbúinn með farangri, varahlutum, verkfærum og bensíni.


Allt rifið innan úr honum


Kom fljótlega í ljós að gólfið var orðið doldið mikið riðgað

Gat á gólfi yfir fremri fjaðrafestingum
Svo keypti ég hitt og þetta frá Ameríkuhreppi til að nota í breytinguna.

4.56 hlutföll í D30 HP (reverse) framhásinguna og í Ford 8.8 afturhásingu - smá stærðarmunur :-)

Flange yoke adaptor

Handbremsubarkar sem passa á milli Cherokee og Ford 8.8

TrueTrac (Torsen) sjálfvirkur gírlás í framhásinguna.

Legusett í bæði drif

Ford 8.8 hásing sem fer undir að aftan með diskabremsum, tregðulæsing sett í, ný bremsurör, diskar renndir ofl. Keypti mér 1/2" spacer hvoru megin þar sem hún er tommu mjórri en D30 framhásingin, dekkin rákust í fjaðraklemmur og ég vildi ekki hafa of mikinn mun á breiddinni á fram og afturköntum en hún er þónokkur fyrir.

Flangsinn á Ford 8.8. Notaði ´Flange yoke adaptor´ til að láta Cherokee Drifskaftið tala við hann, get þá notað orginal Cherokee krossa í skaftið.

Unnið í að koma nýjum hlutföllum í drif


Það er orðið erfitt að finna góðar felgur með litlu 5 gata deilingunni. Lét því breyta 13" breiðum White spoke felgum sem voru með 90mm backspace, miðjurnar voru færðar í 130mm, felgusætin völsuð upp ásamt innri brún og þær síðan sandblásnar og málaðar (ekki endanlegur litur á felgunum á þessum myndum).


Klippt vel úr og soðið í





Búið að gera við gólfið, enduðum á því að skipta út öllu gólfinu frá afturhjólskál og fram í hvalbak á milli sílsa og gírkassa. Þetta ætti að duga út líftíma bílsins :-)




Hækkaður um 10cm að aftan og hásing færð um 3-4 cm, ákvað að halda fjöðrunum að aftan. Allar bremsuslöngur úr Cherokee.




Gormasæti hækkað upp að framan um 10 cm og fært aftur á hásingu um 3 cm (hásing færð fram), hásingin styrkt með þverstöng á milli spindilarma, efri stífur hækkaðar á hásingunni um 7 cm, kúlulið á þverstífu skipt út að ofan fyrir fóðringu (eins og er að neðan) og halli lagfærður, stýrisgangur hafður óbreyttur.

Neðri stífur færðar niður um 8 cm og fram um 3 cm.


Síðan var millikassa biti síkkaður niður um nokkra centimetra til að laga hallann á afturdrifskaftinu, afturdrifskaft lengt og einfalda liðnum breytt aðeins vegna aukins halla á skafti (tekið úr honum þannig að hann gæti stnúist við meiri halla á skaftinu).

Farinn að standa í lappirnar

Doldið hár að aftan, "nýju" fjaðrirnar aðeins of sperrtar .....


Unnið í köntunum, fékk þá af öðrum bíl og voru framkantarnir aðeins skemmdir, gerðum við með trebba

Mjókkaði bæði fram- og afturkantana þar sem ég jók backspace talsvert á felgunum. Merkti nú bara fyrir þessu með "auganu" og skar úr með slípirokk, kom ágætlega út :-)

Kantar grunnaðir

Verið að máta kanta á og undirbúa að festingar. Kantarnir voru einfaldlega kíttaðir á með límkítti (enginn flangsi) og styrktir aðeins með álvinklum. Þarna vantar ennþá spacera að aftan.


Kantarnir komnir á og byrjað að vinna í frágangi


Box fyrir aukarafkerfi í húddinu. Fékk mér relay box úr Subaru Legacy á partasölu, hreinsaði innan úr því og setti þar öryggjabretti og fjögur relay. kostaði allt saman um 10 þús.kr. Rændi mér stýristraum frá parkinu og háuljósunum beint úr framljósinu.


Búið að velja rofunum stað í miðjustokknum, bara nokkuð þægilegt að tengja þetta þarna, komst í jörð á festingunum fyrir stokkinn.

Setti VHF stöðina í hólf í miðjustokknum, fínn staður en þurfti að fórna miðstöðvarblæstrinum til aftursætana sem lá í gegnum rör undir stokknum. Getur verið að ég breyti þessu aftur og reyni að koma rörinu fyrir. Rofinn vinstra megin á panelnum stýrir því hvort rofinn fyrir kastarana fái stýrirstraum frá parkinu eða háuljósunum. Ansi þægilegt að geta tengt kastarana við háu ljósin á þjóðveginum en það er jafnframt pirrandi að hafa þá stillingu á fjöllum og því gott að geta svissað yfir í parkljósa stillinguna :-)

Rofar fyrir kastara, vinnuljós og loftdælu frágengnir í miðjustokki


Græjan tilbúin á 38" Mudder og búið að breytingaskoða. Bara nokkuð sáttur við útkomuna :-)

Hér er hann kominn á 39,5" Irok, samsvarar sér bara fjandi vel þó að hann sé of lágur að framan ennþá ! Þessi dekk eru hreint út sagt frábær keyrsludekk, ekki til hopp né titringur í þessu, mjög sáttur.


Hér er búið að hækka hann um 3 cm að framan, kominn í sína endanlega mynd.


Prófílbeisli komin undir að framan, hönnunin á beislinu að framan er stolin frá Frey (http://www.jeepclub.is/spjall/index.php?topic=147.0), hann fær höfundarréttarlaun seinna í formi grillaðrar pulsu á fjöllum :-) Beislið er alveg falin á bak við stuðarann nema tekið er úr honum fyrir prófíltenginu sjálfu.

Svona er staðan í dag, Xenon kastararnir komnir á með endanlegum festingum, búið að mála stuðara og kastarafestingar að framan og setja á vinnuljós, búið að smíða undir hann prófílbeisli að aftan, vinnuljós frágengin og tengd, búið að skipta út ryðguðum sílsum, skipti um spindilkúlur vm að framan og eitthvað fleira smotterí.
Næst á dagskrá er að setja loftkerfi með kút í bílinn og fasttengja loftdælu, setja lengri progressíva gorma að framan og svo er ég að spá í að setja rofa til að handstýra sjálfskiptitölvunni. Vil geta stýrt því hvort bíllinn er í 1 eða 2 gír og líka að getað slökkt á lockup-inu svo hann sé ekki setja það á í brekkum í vetrarferðum. Þetta er tiltölulega einföld aðgerð þegar búið er að finna réttu vírana frá stýringunni fyrir sjálfskiptinguna (TCU).
Þegar ég skipti um púst þá ætla ég að fara í aðgerðir varðandi öndun að og frá vélinni en það verður líklega ekki alveg strax.