keðjur á úrhleyptu 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Polarbear » 24.jan 2012, 21:54

góðan deig

hefur einhver hérna prófað að setja keðjur á 38-44" dekk? þá er ég að tala um í miklum snjó og erfiðu færi, ekki endilega bara glæra hálku á jökli eða eitthvað...

hef í dáldin tíma verið að spá í að útbúa mér keðjusett á mín dekk til prufu en hef ekki hugmynd um hvaða áhrif það gæti haft að keyra á úrhleyptu með þær á... ætli séu meiri líkur á að maður skemmi dekkin eða eitthvað?

hvernig leggjast svona pælingar í menn? hefur einhver prófað þetta?




Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Einar Kr » 24.jan 2012, 21:58

Miðað við hvað keðjurnar éta upp dekkin á traktórnum þó að það sé harðpumpað og vel strekkt....þá hef ég ekki mikla trú á að þær fari vel með úrhleypt jeppadekk.....en afhverju keðjur? Er ekki nóg að vera vel negldur?


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Heiðar Brodda » 25.jan 2012, 12:34

minnir að björgunarsveitirnar séu búnir að búa til léttar keðjur á 46'' bílana sá þetta á einhverjum þræði og það var mynd með reyni að muna þetta :)


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá juddi » 25.jan 2012, 12:50

Man eftir einum sem hefur gert þetta það er Gunnar Pámi á Höfn
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Polarbear » 25.jan 2012, 13:35

ég er að ímynda mér að keðjurnar geti virkað pínulítið eins og skóflur á skófludekki jafnvel eða eitthvað... veit ekki alveg... bara fékk þessa hugmynd og vildi vita hvort einhver væri búinn að finna upp hjólið á undan mér og komast að því að þetta væri vonlaust eða ekki.

það er allavega alveg klárt að keðjur grípa betur í klaka en naglar þar sem þær standa hreinlega lengra "út" frá dekkinu og ég var t.d. að ímynda mér að þær virkuðu betur í færi þar sem munstrið á dekkjunum vill fyllast og hreinsa sig illa eða eitthvað.

ég veit svosem ekkert hvað ég er að leysa með þessari pælingu, mig bara langaði að prufa :)

allar sögur frá fyrstu hendi og jafnvel myndir eða vídeó eru vel þegin.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 25.jan 2012, 14:25

Það fæst ótrúlegt grip með keðjum svona eins og eru undir traktorum og það er ótrúlegt hvað fjórhjóladrifnir traktorar með splittað fra/aftan grafa sig áfram á þessu.... hvernig þetta myndi virka undir snjójeppa veit ég ekki....

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.3024274014861.2153918.1503065930&type=3
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá dabbigj » 25.jan 2012, 15:20

Það er allt annað líf að vera á keðjum á ís og alveg himin og haf þar á milli.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá sukkaturbo » 25.jan 2012, 16:04

Sæll lýst vel á þetta er búinn að leggja drög að því að keðja Valpinn á einn öxul líklega þann aftasta. Heyrði og las um menn sem kepptu á 38" Patrol erlendis með keðjur veit ekki hver það var en minnir að það hafi verið grár patrol með háþekju en þetta er svo langt síðan að kanski misminnir mig kveðja guðni


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Kalli » 25.jan 2012, 21:39

http://hvellur.com/kedjur/jeppar.html

Image
Nortrac léttar, 5 mm keðjur sem sitja einkar vel. Prófaðar af Björgunarsveitum með góðum árangri. ÞAÐ ER EKKI ALLTAF NÓG AÐ HLEYPA LOFTI ÚR.......

Eru ma notaðar á stærstu vörubílum. Styrkur þeirra ótvíræður: Sigurður Jónasson mælir með Nortrac -

kv. Kalli

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Polarbear » 25.jan 2012, 22:26

takk fyrir þetta kalli, maður heyrir í Hvell á morgun, sjá hvað þeir rukka fyrir dýrðina :) mig langar að prófa þetta.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá sukkaturbo » 26.jan 2012, 07:14

Sammál verðum að prufa þetta á 38 dekkin og minni kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Startarinn » 26.jan 2012, 11:04

En haldast keðjurnar á dekkjunum ef maður hleypir úr?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá Polarbear » 27.jan 2012, 20:40

það er nú nákvæmlega það sem enginn getur svarað.... hef heyrt í mönnum sem segja "dekkið klæðir sig úr keðjuni, þú verður að vera á harðpumpuðu með keðjur" og þegar ég spyr hvort þeir hafi prófað þetta sjálfir þá er svarið undantekningarlaust nei, þeir hafi bara heyrt þetta.

:) svo nú held ég að það sé komið að því að maður bara prófi þetta sjálfur, fá þetta á hreint. varðandi keðjurnar, þá kostar parið 100.000 kall í hvellur.com og þá á eftir að breyta þeim fyrir 38"(með "pari" er átt við keðjusett fyrir 2 dekk) .... má það vel vera gott verð, en ég held ég smíði mér samt parið sjálfur eða jafnvel heilt sett.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: keðjur á úrhleyptu 38"

Postfrá dabbigj » 28.jan 2012, 03:10

Polarbear wrote:það er nú nákvæmlega það sem enginn getur svarað.... hef heyrt í mönnum sem segja "dekkið klæðir sig úr keðjuni, þú verður að vera á harðpumpuðu með keðjur" og þegar ég spyr hvort þeir hafi prófað þetta sjálfir þá er svarið undantekningarlaust nei, þeir hafi bara heyrt þetta.

:) svo nú held ég að það sé komið að því að maður bara prófi þetta sjálfur, fá þetta á hreint. varðandi keðjurnar, þá kostar parið 100.000 kall í hvellur.com og þá á eftir að breyta þeim fyrir 38"(með "pari" er átt við keðjusett fyrir 2 dekk) .... má það vel vera gott verð, en ég held ég smíði mér samt parið sjálfur eða jafnvel heilt sett.



Held að öflug teygja/gormur fari langleiðina með að halda keðjunni á dekkinu ef það er lítill þrýstingur í því.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur