




Þá er komið að næsta stóra skrefi í breytingunum. Færa hásinguna aftur um 13-15 cm í viðbót (er núna um 7-8 cm aftar en orginal). Til þess þarf m.a. að færa tankinn aftar um 11 cm og endurforma frammendann á honum kringum drifkúluna.
Svona er þetta fyrir breytingar:

Atasti þverbitinn kominn úr (bitinn sem tankurinn festist í):

Verið að framlengja skúffur undir skottgólfinu aftur ásamt öðrum hlutun sem skipta máli:

Bitinn kominn aftar

Mun grunna allt með tveggja þátta epoxy en þar sem það er ekki hægt (fletir sem leggjast saman o.þ.h.) nota ég Wurth zink suðugrunn.:

Þessi stykki koma framan við tankinn. Gjarðirnar sem halda honum uppi festast í þessi stykki auk þess sem þetta skorðar tankinn af:

Tankurinn mátaður undir, á samt eftir að sjóða meira og grunna/mála allt. Þarna sést hversu mikið pláss er komið milli hásingar og tanks. Ég gæti fært hásinguna aftur um tæpa 12 cm án þess að gera neitt við tankinn. Mun samt forma hann aftan við kúluna til að búa til mneira pláss svo hásingin komist 13-15 cm aftur og sé samt adlrei svo nálægt að hún rekist í.

Mun bæta inn myndum eftir því sem verkinu miðar áfram. Þegar ég hef lokið við þetta tanka mál mun ég ráðast í fjöðrunarkerfið og hásingarfærsluna. því næst kemur boddývinnan og svo fara einhverjir aukatankar undir hann, sennilega sílsatankar sem þó verða ekki stórir heldur sennilega um 35 l. hvor.
Kv. Freyr