Vandræði með mótor.

User avatar

Höfundur þráðar
keli
Innlegg: 9
Skráður: 04.apr 2010, 11:02
Fullt nafn: Þorkell Pétursson

Vandræði með mótor.

Postfrá keli » 22.apr 2010, 10:50

Sæl og bless. Ég er með dodge ram með 318 mótor sem að drekkur smurolíu eða sirka 1 líter á hverja 300 km, hann reykir ekki,,, er víst búið að fara í kjallarann á honum ný olíudæla 20þús km og líka ventlana, smurolíuþrýstingur er sirka 300-400 þegar hann er kaldur en fer í 180 þegar olían er heit á keyrslu, olían verður dökk, hvað er að ?? er það pakkning á milliheddi eða er hann farinn á hringjum ? ef einhver hefur hugmynd..... einn sem hefur ekki nógu mikið vit á þessu.



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Vandræði með mótor.

Postfrá Polarbear » 22.apr 2010, 23:04

pardon me, en ef bíll eyðir 1 líter af smurolíu á 300 kílómetrum án þess að reykja verulega bláu... þá er olían að sprautast út einhversstaðar. ekki gufar hún upp allavega... kælivatn í lagi? engir sjáanlegir pollar undir ef bíllinn er látinn standa í gangi? hvergi smit?

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Vandræði með mótor.

Postfrá ofursuzuki » 22.apr 2010, 23:22

Einhverstaðar heyrði ég eða las að ef bíllinn væri með hvarfakút gæti hann brennt leyfunum af olíunni þannig að þú sæir aldrei neinn smurolíureyk að ráði. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti. Þetta er dálítið mikið sem hann er að fara með og ef hann ekki lekur olíu þá getur ekki verið annað en hann brenni henni.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
keli
Innlegg: 9
Skráður: 04.apr 2010, 11:02
Fullt nafn: Þorkell Pétursson

Re: Vandræði með mótor.

Postfrá keli » 23.apr 2010, 05:21

Polarbear wrote:pardon me, en ef bíll eyðir 1 líter af smurolíu á 300 kílómetrum án þess að reykja verulega bláu... þá er olían að sprautast út einhversstaðar. ekki gufar hún upp allavega... kælivatn í lagi? engir sjáanlegir pollar undir ef bíllinn er látinn standa í gangi? hvergi smit?



J'a hann nefnilega drekkur olíu, enginn leki og ekki mengun frá honum , en hann greinilega brennir. tók reyndar ekki fram að hann er með K&N síu og kubb ásamt flækjum .


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur