jæja þá er komið að svolitlum pistli um það hvað er búið að gera fyrir þennan upp á síðkastið, en þar sem það bara snjóar meira þá þýðir ekkert annað en að rusla þessum bíl af.

en allavegna svona stendur hann, búið að mála hann að aftan eftir úrskurð og ryðbætur og einnig búið að fjarlægja af honum allar rendur.

léleg mynd en er búinn að smíða upp sílsana í bílnum báðu megin voru ekki fallegir en lét bara beygja fyrir mig efni og sauð nýja í og svo málað.

mjög léleg mynd kantarnir líta út fyrir að vera bleikir, en allavegna þeir vorur sprautaðir á sama tíma og afturendinn á bílnum og býða þess bara að vera settir á.

bílinn kominn saman að innan eftir að ég reif hann til að skera úr að framan.

sést hérna hvar ég skar úr og barði til og lokaði svo aftur.

búið að setja upphækkunarklossa í bílinn að framan.

byrjaður að smíða nýjar stífufestingar.

búið að sjóða þær undir og stífa þær í allar áttir svo þær ættu nú ekki að fara neitt.

hérna sést hvernig var búið að síkka hann niður að framan.

verið að smíða upphækkanir fyrir gormasætið, og var það smíðað svona til að koma upp á móti 10cm hásingarfærslu.

allt stífað niður svo þetta fari ekkert.

og verið að setja stífurnar í og sjá hvernig þetta lítur út.
þá er næsta stig að fá meira efni og búa til nýjar demparafestingar að aftan og fær skástífuna og þá fer að verða hægt að setja dekkin undir hann.