Þetta gerir manni kleift að tengja inná öryggi án þess að þurfa að splæsa vírinn, fínt ef maður er að víra eitthvað nýtt rafmagnsdót í bílinn og skortir hugrekkið til að fara að klippa á víra.
Já ég fann einhverjar tvær týpur af þessu í N1, en það sem þeir áttu passaði ekki við öryggja týpuna í bílnum hjá mér. Mér minnist að verðið á þessu hafi verið eitthvað í kringum 1000 kallinn fyrir minni öryggin og í kringum 1500 fyrir stærri.