Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Erum að setja rafmagnsviftu á 1kzt , diesel 4runner vél. Planið er að hitanemi sendi signal í relay sem kveikir á viftunni þegar þörf krefur, hitanemanum yrði komið fyrir í elementinu í kassanum. Það þarf að kaupa hitanema fyrir x gráður þannig að við hvaða hitastig á hún að fara í gang? 70-80-90 ° ? Það þarf nú varla að taka fram að þessar vélar eru mjög viðkvæmar fyrir hita.
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Hvar ætlar þú að koma fyrir nemanum? fyrir eða eftir vatnskassa?
Mundi ekki vilja hafa hita eftir vatnskassa á svona bíl mikið yfir 70°c - helst töluvert lægra svo það sé borð fyrir báru þegar mikið álag kemur á vélina.
Viftan drepur samt á sér þegar hreifing kemst á loftið og þegar það er ekki álag á vélinni - þegar neminn er eftir vatnskassa.
Svo er spurning um að hafa neman ofan á og hafa hann milli 70-80°c.
Þá fer viftan í gang og eitthvað álag kemur á vélina og er í gangi og tryggir því næga kælingu alltaf og nóg af köldu vatni - sem er kannski í lagi þegar þið eruð með svona bíl eins og þið sem er nánast eingöngu notaður á fjöllum.
Ef þetta væri aftur á móti fólksbíll sem væri bara verið að keyra í léttum akstri, þá mundi þetta lúta öðrum lögmálum - s.s. í lagi að hafa vélina heitari með þeim kostum sem því fylgja.
Kv. Atli E.
Mundi ekki vilja hafa hita eftir vatnskassa á svona bíl mikið yfir 70°c - helst töluvert lægra svo það sé borð fyrir báru þegar mikið álag kemur á vélina.
Viftan drepur samt á sér þegar hreifing kemst á loftið og þegar það er ekki álag á vélinni - þegar neminn er eftir vatnskassa.
Svo er spurning um að hafa neman ofan á og hafa hann milli 70-80°c.
Þá fer viftan í gang og eitthvað álag kemur á vélina og er í gangi og tryggir því næga kælingu alltaf og nóg af köldu vatni - sem er kannski í lagi þegar þið eruð með svona bíl eins og þið sem er nánast eingöngu notaður á fjöllum.
Ef þetta væri aftur á móti fólksbíll sem væri bara verið að keyra í léttum akstri, þá mundi þetta lúta öðrum lögmálum - s.s. í lagi að hafa vélina heitari með þeim kostum sem því fylgja.
Kv. Atli E.
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Afhverju ekki bara að hafa hana alltaf í gangi? Þar að segja að hún kveikji á sér um leið og vélin er komin í gang. Tekur mjög takmarkað rafmagn og er láng öruggast.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Hafði hugsað mér að setja hann uppi þar sem vatnið kemur inn í kassan, var einmitt að pæla í 70 gráðum, en vildi fá álit frá fleirum upp á að vera ekki að ofkæla.
Held að það veiti ekki af því að byrja kæla vatnið fyrr en seinna því hitinn er fljótur að rjúka upp í þungu færi.
Held að það veiti ekki af því að byrja kæla vatnið fyrr en seinna því hitinn er fljótur að rjúka upp í þungu færi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
-Hjalti- wrote:Afhverju ekki bara að hafa hana alltaf í gangi? Þar að segja að hún kveikji á sér um leið og vélin er komin í gang. Tekur mjög takmarkað rafmagn og er láng öruggast.
Hugsa að það sé of mikið þar sem þetta er frekar stór vifta, 6cm mjórri en kassinn, og mér var sagt að nota 30a relay/öryggi á hana. Væri kannski sniðugt að tengja rofa í þetta líka þannig að ef maður lendir í extreme aðstæðum væri hægt að láta hana ganga stanslaust.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Hvar fæ ég nú vifturofan sem mig vantar? Stilling er með 80-87 gráður og 90-95 gráður.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
80-87 gráður held ég að ætti að duga.
Ef viftan ræður ekki við að halda hitanum í skefjum með því að kæla þegar hitinn fer yfir 80 gráður þá er hún einfaldlega ekki nógu öflug.
Ef viftan ræður ekki við að halda hitanum í skefjum með því að kæla þegar hitinn fer yfir 80 gráður þá er hún einfaldlega ekki nógu öflug.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Kiddi wrote:80-87 gráður held ég að ætti að duga.
Ef viftan ræður ekki við að halda hitanum í skefjum með því að kæla þegar hitinn fer yfir 80 gráður þá er hún einfaldlega ekki nógu öflug.
Það kemst allavega ekki stærri vifta þarna í húddið, 1cm milli viftu og trissuhjóls :þ En ef maður fer að pæla þá er þetta hitastigið þar sem vatnið kemur inn í kassan, þannig að eftir að renna niður og framhjá viftunni ætti vatnið nú að vera orðið mun kaldara þegar það fer síðan aftur inn í vél.
Þannig að þessi lægri rofi ætti nú alveg að ganga.
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Sælir
Vatnslás opnar nú ekki fyrr en í ca 92 gráðum. Það er þá væntanlega hitastigið sem kemur inn í kassann að ofan. Þannig að rofinn sem er gefinn upp 80-87 gráður ætti nú allveg að duga, en ef vatnslásinn er 92 gráður þá verður það til þess að viftan verður alltaf í gangi mundi ég halda. Svo er annað að frostlögur sýður nú ekki fyrr en eftir 105 gráðurnar!
Nú oftar en ekki er vatnskassinn bara hreynlega ekki nógu stór þegar búið er að auka álag á öllum hlutum með breytingum?
Kv Bjarki
Vatnslás opnar nú ekki fyrr en í ca 92 gráðum. Það er þá væntanlega hitastigið sem kemur inn í kassann að ofan. Þannig að rofinn sem er gefinn upp 80-87 gráður ætti nú allveg að duga, en ef vatnslásinn er 92 gráður þá verður það til þess að viftan verður alltaf í gangi mundi ég halda. Svo er annað að frostlögur sýður nú ekki fyrr en eftir 105 gráðurnar!
Nú oftar en ekki er vatnskassinn bara hreynlega ekki nógu stór þegar búið er að auka álag á öllum hlutum með breytingum?
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Svona fyrir forvitnissakir, hvaða vatnskassa notuðuð þið við 1kz vélina?
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Var að setja rofa í bílinn minn skrúfaði hann í vatnssláshúsið (pajero) tengir í 85 gráðum og slekkur í 80. keypti í neman í stillingu. ég myndi ekki hafa hana beintengda hún tekur mikið rafmagn og bíllin lengur að hitna...
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Arnþór wrote:Var að setja rofa í bílinn minn skrúfaði hann í vatnssláshúsið (pajero) tengir í 85 gráðum og slekkur í 80. keypti í neman í stillingu. ég myndi ekki hafa hana beintengda hún tekur mikið rafmagn og bíllin lengur að hitna...
Vélar ættu ekki að vera lengur að hitna með viftu sem snýst á fullu, vatnslásinn er lokaður þegar vatnið er að ná upp hita og ekkert flæði er í gegn um vatnskassann.
Hinsvegar gætu rafmagnsviftur notað eitthvað rafmagn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
StefánDal wrote:Svona fyrir forvitnissakir, hvaða vatnskassa notuðuð þið við 1kz vélina?
Nýr toyota kassi, orginal fyrir þessa vél.
Í stuttu máli þá var þetta þannig hjá okkur að þegar við fáum líffæragjafann er skermurinn utan um viftuna í hakki, fljótlega eftir að við förum að keyra hiluxinn þá er heddið ónýtt, líklega ónýtt áður en við settum vélina í. Eftir 1000km og smá torfærur eftir vélarupptekt og nýtt hedd þá fer heddpakkning, enda sama skermalausa siliconviftan að reyna kæla.
Þess vegna ætlum við að vera með pottþétta kælingu og setja auka vatnshitamæli til að fylgjast nú með öllu draslinu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Cruser wrote:Sælir
Vatnslás opnar nú ekki fyrr en í ca 92 gráðum. Það er þá væntanlega hitastigið sem kemur inn í kassann að ofan. Þannig að rofinn sem er gefinn upp 80-87 gráður ætti nú allveg að duga, en ef vatnslásinn er 92 gráður þá verður það til þess að viftan verður alltaf í gangi mundi ég halda. Svo er annað að frostlögur sýður nú ekki fyrr en eftir 105 gráðurnar!
Nú oftar en ekki er vatnskassinn bara hreynlega ekki nógu stór þegar búið er að auka álag á öllum hlutum með breytingum?
Kv Bjarki
Ég reif vatnslásinn úr til að útiloka hann á sínum tíma, mig minnir að hann hafi byrjað að opnast við 80 eða 85° ?
Re: Við hvaða hitastig á rafmagnsvifta að fara í gang?
Ég keypti rofa hjá Summitracing sem ég get stillt eftir þörfum (snúningstakki) og get þar að auki sett vifturnar í gang eftir þörfum og get líka slökkt alveg á þeim (sem gæti komið sér vel í jeppa sem þarf að fara yfir á).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur