Daginn.
Ég er með tvær pælingar.
Nr 1. það er mikil bensín lykt af bílnum en bara hjá áfyllingaropinu hann er ekki að fara með óvenju mikið bensín né sýnilegur leki. Eini munurinn er að hann þarf lengra start til að fara í gang.
Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?
Nr 2. Hafið þið einhverjar hugmyndir hvar er hægt að fá miðjunar í pajero sport felgunar annars staðar en umboðið?
Kostar aðeins 10.þús stykkið þar.
bensín pæjan.
Re: bensín pæjan.
áfyllingarrörið gæti verið ónýtt.. ég lenti í þessu hjá mér og var soldin tíma að fatta vesenið.. þau eru gjörn á að riðga hratt, enda ekki nein vörn á þeim sen talandi er um orginal.
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 08.maí 2011, 11:44
- Fullt nafn: Anton Guðmundsson
Re: bensín pæjan.
Öndunarrörið farið í sundur
Re: bensín pæjan.
Takk fyrir svörin.
Er mikið mál að skipta um þessi rör eða getur einhentur einstaklingur gert þetta á einni kvöldstund?
Er mikið mál að skipta um þessi rör eða getur einhentur einstaklingur gert þetta á einni kvöldstund?
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 08.maí 2011, 11:44
- Fullt nafn: Anton Guðmundsson
Re: bensín pæjan.
það borgar sig að fá nýtt rör og ætti að vera sambyggt áfylling og öndun og mjög þægilegt að skifta um, það kostaði 17.000 kall í mussóinn veit hins vegar ekki hvað kostar í pæjuna.
kv Toni.
kv Toni.
Re: bensín pæjan.
Örugglega mikið. Best að gera þetta sjálfur mundi ég halda, í rólegheitum. Þarft væntanlega að rífa klæðninguna innan úr honum að aftan og innrabrettið úr sem er örugglega mikið maus þar sem einhverjar skrúfur fyrir kanntinn og blikkið sem er í hjólboganum eru grónar fastar eða vel fastar.
Myndi athuga í leiðinni þar sem þú verður með þetta í höndunum að taka lokið sem er í bensínstútnum frá, þetta með löminni til að flýta fyrir ádælingu bensíns. Fer gríðarlega í taugarnar á mér á mínum sportara þetta lok og algjör óþarfi að hafa það þarna. Er þetta ekki annars Pajero Sport?
Kv. Haffi
Myndi athuga í leiðinni þar sem þú verður með þetta í höndunum að taka lokið sem er í bensínstútnum frá, þetta með löminni til að flýta fyrir ádælingu bensíns. Fer gríðarlega í taugarnar á mér á mínum sportara þetta lok og algjör óþarfi að hafa það þarna. Er þetta ekki annars Pajero Sport?
Kv. Haffi
Re: bensín pæjan.
Jú Haffi þetta er sportari.
Þannig að maður þarf þá líklega fleiri hendur til að þetta taki eina kvöldstund eflaust :)
Þannig að maður þarf þá líklega fleiri hendur til að þetta taki eina kvöldstund eflaust :)
Re: bensín pæjan.
Já ég myndi allavega athuga með hvað þetta sé mikill skaði áður en þú kaupír þér nýtt rör. Kannski er nóg að gera við smá gat, kannski er þetta tanurinn sem lekur smá þannig að þú finnir bensínlykt, kannski þarf að skifta þessu öllu út. Bara ekki gera þetta í neinni flýti heldur taka þér tíma í að losa um allt sérstaklega innan í honum að aftan til að rispa sem minnst innréttinguna eða skemma ekki smellur og svoleiðis.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: bensín pæjan.
mér vitanlega þarf ekki að rífa neitt inni í bílnum þar sem rörið er ekki inna klæðningar.. það er í hjólskálinni undir plastklæðningu. það kostaði 25 þús í pæjuna hjá mér 2008.. sennilega 35 til 40 þús núna. en ég er ekki með sportara,,, gæti verið ódýrar í hann... þetta tók mig um ca, 1,5 tíma að skipta um rörið.
Re: bensín pæjan.
Jæja gerði mér ferð í Heklu og bensínrörið kostar 7.þús. Svo er það rifrildið í kringum þetta. Var bent á að opna aðeins áfyllingarlokið þannig að það smelli ekki þegar maður lokar þá minnkaði lyktin.
En er reyndar ekki að fara að gera þetta alveg strax þar sem ég er einhentur eins og er.
Keypti reyndar viftureimina og vökvastýrisreimina úr því ég fór í umboðið og aftermarketið kostaði 6.500.kr en orginal um 15.þús og munurinn er "enginn" svosem. :)
En er reyndar ekki að fara að gera þetta alveg strax þar sem ég er einhentur eins og er.
Keypti reyndar viftureimina og vökvastýrisreimina úr því ég fór í umboðið og aftermarketið kostaði 6.500.kr en orginal um 15.þús og munurinn er "enginn" svosem. :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur