Patrol erfiður í gang í frostinu.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 21.des 2010, 18:02

Sælir spjallverjar. Það vil þannig til að pattinn minn er erfiður í gang núna í frostinu. Ég ætlaði varla að koma honum í gang áðan eftir vinnu. Hann sýnir glóða ljósið í mælaborðinu og það logar eins lengi og það ætti að gera. En bíllinn fer hreinlega ekki í gang nema að starta honum jafnvel í 10 sec í einu. Hvernig eru glóðakerti mæld? og er eitthvað sem að ég ætti að kíkja á áður en maður jafnvel fer að rífa kertin úr bílnum?


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Sævar Örn » 21.des 2010, 18:30

ekkert óeðlilegt að það þurfi að skipta um kertin ef þau eru gömul
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá birgthor » 21.des 2010, 19:30

Ef mig misminnir ekki þá tekurðu glóðakertið úr og setur 12v inná það og sérð hvort það glói/hitni.
Mér finnst það sennilegasta skýringin.

Þú getur prófað að setja bílinn inn yfir nótt og ná í sig il ef hann dettur þá í gang þá er þetta enn og frekar að bíllinn er ekki að nota forhitunina.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 21.des 2010, 19:38

hann er fínn í gang ef það er 0 gráður eða hlýrra.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Stjóni » 21.des 2010, 20:08

Ef þú hefur aðgang að Ampertöng þá minnir mig að kertin eigi að taka 70A samtals. Það veit kannski eitthver með meiri vissu. Ég lenti eitt sinn í því að það var kominn eitthver húð á tengiguna við kertin eða kertin sjálf. Þá var nóg að pússa tengiskinnuna (eða hvað maður kallar það) með sandpappír og skrapa af kertunum með skrúfjárni.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Izan » 21.des 2010, 20:48

Sæll

Patrol fer tæplega í gang í 15°hita nema glóðarkertajúnitið virkar þannig að ég hefði ekki stórar áhuggjur af því. Er ekki bara kominn tími á hráolíusíu?

Annars þurfti pattinn minn oft 2 umganga af glóðarhitun til að fara í gang í miklum kulda og ég var ekkert feiminn við að gefa honum bút af þriðju en hann þurfti aldrei nema 2-3 sek til að taka við sér.

Hvernig gengur hann eftir að hann tosast í gang, tekur hann allt í einu við sér og gengur eins og klukka eða höktir hann og prumpar í góða stund á eftir?

Ég lenti einu sinni í því að patrolvélin var treg í gang og þannig vildi til að það var um hávetur. Ég kenndi kertunum um ófarirnar og pantaði ný með hraði. Þegar hin kertin lágu á borðinu viðnámsmældi ég þau og fékk sömu niðurstöðu á öllum kertum, einhver fáein óm svo að þau gátu varla verið léleg. Þá leitaði ég örlítið betur og fann smá rifu á olíulögn þannig að hann náði sér í loft inn á olíuverkið og var ekki hrifinn af því.

Ég er ekki að segja að kertin séu í lagi heldur að sýna þér aðeins í aðrar áttir.

Kertin er hægt að viðnámsmæla með avo mæli. Athugaðu að 3 kerti eru venjuleg og taka - frá heddinu en hin 3 eru fljótandi og það er svolítið samansafn af plastskinnum og dóti sem þarf að passa að verði á réttum stað. Þau kerti þarf að mæla frá skrúfnibbanum ofaná kertinu og í hinn pólinn sem er rétt fyrir neðan einangraður bæði frá hinum og restinni af kertinu. Ef þér lýst ekki á mælingarnar er hægt að hleypa á kertin með hleðslutæki en hættu um leið og þú sérð kertið roðna. Þá veistu að það er pottétt í lagi.

Kertin eru bara uppbyggð svipað og ljósapera, það er viðnámsþráður í kertinu og það getur í raun bara bilað með því að hætta að leiða og hætta þal að hitna.

Patrol er svolítið viðkvæmur fyrir lélegum geymum. Þó að hann starti bærilega getur hann samt verið tregur í gang vegna rafmagnsleysis. Minn var mun erfiðari í gang heitur en kaldur en eftir að ég setti nýja geyma í hann hefur það ekki verið vandamál.

Kv Jón Garðar

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Startarinn » 21.des 2010, 21:07

Örugglega fáránleg spurning, EN, gefuru bílnum inn þegar þú startar?
Ég átti Laurel einu sinni með RD28 mótornum, það voru orðin slöpp eitt eða tvö kerti í honum og hann fór aldrei í gang í frosti nema á smá gjöf, og gekk ekki á nema 4-5 með tilheyrandi reykjarmekki og gangtruflunum, svo var hann orðinn nokkuð góður eftir kannski rúma mínútu.
En ef kertin voru ótengd, skipti engu máli hvað var heitt úti, hann tók ekkert við sér án forhitunar.

Ef það er heitara en 0°C úti, fer hann þá strax í gang á öllum eða tekur smá tíma að koma jafn gangur í hann?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 21.des 2010, 21:25

Ég er farinn að standa gjöfina í botni já þegar ég starta. Því að um leið og hann tekur við sér þá þarf að halda honum aðeins á gjöfinni. En gangurinn er bara leiðinlegur fyrstu 5-10 sec eftir að hann fer í gang. svo gengur hann fínt. Það var sett ný hráolíu sía í hann í sumar en ég ætla að skipta um hana ef að alt reynist vera í lagi með kertin og allar tengingar. En þegar það er 0 eða heitara þá gengur hann pínu truntu gang. kansi í 5 sec Ég ætla að skoða allar slöngur í leiðinni og ganga úr skugga um að olíulagnir séu ú góðu lagi.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá geirsi23 » 21.des 2010, 22:56

prófaðu að pumpa aðeins með pumpunni ofan á síunni áður en þú startar honum næst, ef hann ríkur í gang er eitthvað með hráolíuna að gera annars myndi ég kíkja á kertin, ég á til fín kerti fyrir þig á sanngjarnan pening;) 848-8606

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 22.des 2010, 06:30

Ok. Ég prufa að pumpa hann á eftir þegar ég fer út :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

khs
Innlegg: 151
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá khs » 22.des 2010, 10:34

Ég lenti í nákvæmlega sama vandamáli þegar fór að kólna. Ný glóðarkerti.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá StefánDal » 22.des 2010, 11:13

Er ekki tvískipt hitun á Patrol? Eða þrjú sem halda áfram eftir að hann fer í gang. Gæti verið að ef þetta sé í tveimur kerfum að annað sé að klikka?
Annars myndi ég bara byrja á því að skipta og hita hann svo tvisvar til þrisvar í svona gaddi. Hvernig eru gæðin á hráolíunni þarna fyrir vestan. Minn gamli Hilux var frekar vandlátur á olíu í svona kulda og vildi alls ekki sjá steinolíu td.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 22.des 2010, 12:03

Ég veit svosem ekkert um gæðin á hrá olíuni. En það skaðar ekkert að blanda hana út með steinolíu. Ég ætla byrja á því á eftir að skipta um hráolíu síuna. pabba fynst endilega eins og hún sé full af vaxi. Ný sía kostaði 1400 kall. Svo ætla ég að setja olíuna inn á rör stút sem að hitar olíuna upp með vatninu (Kælivökvanum) á bílnum. Þá ætti vaxið síður að setjast í síuna. Ef hann skánar ekkert þá er bara að fara yfir öll tengi og þá skipta um kertin ef ekkert annað gerist. Ég prufaði að hand pumpa inná síuna í morgun til að fá auka þrýsting. hitaði svo og startaði. en fór ekki í gang. hitaði aftur og startaði aftur pínu lengur og þá fór hann í gang. En ég þurfti að halda honum á gjöfinni í svona 10 sec og eftir það gekk hann eins og klukka.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 22.des 2010, 18:18

jæja búið að skipta um síuna. Þá er bara að vona að hann skáni í fyrramálið. annars hringdi ég í IH. Það eru víst til mismunandi kerti í þessa bíla. Fer eftir árgerð. Þar sem að bíllinn minn er skráður með 4,2TDI en er 2,8TDI þá var mér vísað fram og tilbaka á menn þarna hjá IH en í ljós kom fyrir rest að ég gæti þurft að fá tölvuna sem stýrir glóðakertunum úr bílnum sem að vélin mín kemur úr. Fyrrverandi eigandi er búinn að rífa nokkra patta þannig að hann á vonandi tölvuna. Bíllinn minn er 94 en vélin er 96. Þarn er nú sennilega skýringin því að ljósið í mælaborðinu á víst að blikka ef að kertin eða rafmagnið í kertin er ekki eins og það á að vera. En ljósið blikkar ekkert hjá mér. Þetta er farið að hljóma eins og versta klisja og ég sjálfsagt ekki að orða þetta nógu skýrt. En þið fattið þetta vonandi :) En hinsvegar vil ég þakka ykkur fyrir góð og skjót svör. :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá birgthor » 23.des 2010, 01:34

Komdu með report í fyrramálið...
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 23.des 2010, 11:50

ÞAð lagaðist ekkert við að skipta um síuna. Enda bjóst ég ekki við því. Þá er bara næst á dagskrá að skipta um tölvuna fyrir glóðakertin og vona að alt reddist þá. Nú ef ekki þá er það bara ný kerti. 45þús TAKK FYRIR!!
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Árni Braga » 23.des 2010, 12:12

Hvað er það fyrir gamlan góðan Patta
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 23.des 2010, 13:52

Hehe segi það nú. En ég bjóst nú samt við að þetta væri ódýrara heldur en í benz. Ég borgaði 12 eða 13 þús þegar ég keypti ný glóðakerti í benzann sem að ég átti. Fanst það ekki mikið fyrir 6 stykki.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 129
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá TF3HTH » 23.des 2010, 14:07

Hér sýnist mér vera sett með sex til sölu á 50 pund:

http://cgi.ebay.com.au/NISSAN-PATROL-2- ... 4641wt_905

Vissara samt að hafa samband við seljandann og fá staðfestingu.

-haffi

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Sævar Örn » 23.des 2010, 16:34

skil ekki þá áráttu í mönnum að hunsa að skipta út glóðarkertum svo lengi sem "þau virðast virka"


Ég hef allt of oft lent í að sjá fólk koma með bílana sína glamrandi ónýta inn á verkstæði hjá okkur þá er oddurinn neðan á kertinu brotnaður af og búinn að lemja allt og merja innan í vélinni bara goodbye roses ;)

Auk þess minnka líkurnar á að kertið læsist fast í heddinu ef skipt er reglulega, ég get ekki útskýrt verðið á glóðarkertunum

Í Trooper keyptum við um daginn 4 kerti og þau kostuðu samtals um 50 þúsund en svo aftur voru keypt kerti í ford ranger dísel 2004 og þau voru samtals á 13000 isk 4stk

bæði aftermarket


mér hafa sagt alvitrir menn að glóðkerti í nissan patrol megi hvergi kaupa nema frá umboðinu......... akkurat úfaf tvívirka glóðunarkerfinu sem er í patról
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 23.des 2010, 17:30

ÞEssvegna ætla ég að kaupa þau frá umboðinu til að vera viss um að fá rétt. En Fyrst ætla ég að skipta um tölvuna sem stýrir þessu. Ef ekkert virkar þá er bara að skoða betur allar leiðslur og öll tengi. Ef alt er með feldur þar. Þá kaupi ég kertin. En ekki fyrr alt annað er komið á hreint.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Kalli » 28.nóv 2011, 17:49

og var það tölvan eða glóðarkertin ?

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 04.des 2011, 18:44

Kalli wrote:og var það tölvan eða glóðarkertin ?


Sæll. Ég var búinn að mæla þetta og pæla fram og tilbaka. Það lítur út fyrir að það sé farið kerti eða fleiri. En ég er kominn með 6 kerti og bíð bara eftir að komast heim til að geta hent þeim í prufað þetta :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 03.jan 2012, 22:51

Jæja. 2 af 6 kertum virkuðu af þeim sem að ég fékk. ég á eftir að skoða kertin í bílnum. Og auðvitað búinn að gera nýjann þráð um þetta sem var algjör óþarfi. En vitið þið hvort að kertin í 4,2 bílnum eru 12V??? málið er ða kerfið hleypir 12V inná kertin hjá mér. En kertin sem að ég fékk eru ekki nema 6,5V Þannig að það er spurning um hvort að það sé eitthvað sniðugt að setja þau í bílinn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá vidart » 03.jan 2012, 23:06

ég fékk nýjan alternator í minn Patta og hann var miklu sprækari í gang.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 03.jan 2012, 23:07

hehe altinatorinn er sprækur sem lækur og það eru 2 hressir geymar í húddinu. enda get ég startað ansi lengi ef að útí það er farið :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá StefánDal » 03.jan 2012, 23:16

Það fara alltaf 12v inn á kertin. Bara í stutta stund samt sem áður.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá Izan » 03.jan 2012, 23:31

Sæll

Ertu ennþá að baksa við kaldræsingar???, jahérna, og býrð fyrir vestan.

Það getur alveg passað að það standi 6,5V á kertunum´ég man ekki hvað stóð á mínum þegar ég var að baksa við þetta. Mín auma þekking segir mér það að þessi búnaður þurfi allur að passa saman s.s. kertin og stýringin.

Ef ég man rétt ertu með 2.8 mótor í fyrrum 4,2 bíl sem þýðir í mínum huga að þú sért með glóðarkertastýringu úr 4,2 og kerti úr 2,8. Er þetta ekki nokkurnveginn rétt hjá mér?

Í 6,2 chevy er hægt að fá 6, 9 og 11V kerti, 6V eru hraðhitunarkerti, 9 meðal og 11V afskaplega sein og ætluð 24V kerfi. Ég er svosum ekki klár á þessu sýstemi en eitthvað er það sem ræður hitunartímanum og það er nokkuð víst að það eru 2 óskyldir hlutir og mér dettur helst í hug hitastig eða straumtaka og hámarkstími. Hitastigið á mótornum gæti sagt græjunni að helminga tímann þegar mótorinn er ákveðið heitur (mælt á kælivatni) en það sem mér finnst líklegra er að straumtakan ráði miklu. Það þýðir að ef eitt kerti fer getur hinunin orðið rugluð eða gengið eingöngu á hámarkstímanum og þá dettur mér í hug að ef þú ert ekki með kerti sem tilheyra stýringunni er straumtakan ekki innan þess marka sem stýringin vill miða við. Það er nefninlega þannig með tölvustýringar að almenna reglan er sú að þær hugsa ekki heldur gera það sem þær eru beðnar um að gera. Tölvustýringin gerir áreiðanlega ráðstafanir mv ákveðin gildi og ef kertin taka eitthvað allt annað getur allt flippað.

Þú talar um að 2 af 6 kertum séu ónýt en þá spyr ég hvort það sé ekki alveg öruggt að þú áttir þig á hvernig kertin eru uppbyggð s.s. að það sé mögulega 3 þeirra fljótandi s.s. leiða ekki út í stell.

Ég myndi gramsa aðeins í þessu áður en þú kaupir mikið af dýru drasli.

Kv Jón Garðar

P.s. og að sjálfsögðu segirðu okkur hver niðurstaðan verður.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 03.jan 2012, 23:41

sko ég prufaði fyrst þau 3 kerti sem eru ekki semsagt tvöföld. 2 af þeim 3 virkuðu. Og svo setti ég mælirinn minná þau og hann pípti og lét vita að alt væri í lagi. En það gerðist ekki á 3 kertinu. Svo tók ég þessi tvöföldu sem að semsagt báðar greinarnar tengjsat inná og ekkert gerðist þar. ekkert píp kom þegar ég mældi viðnámið heldur. En ég er að lesa mig til um þetta á norska nissan spjallinu. (gott að kunna reiðbrennandi norsku núna) :) Og ég get ekki betur séð en að kerfið eigi að hleypa 12V inná öll kertin og svo 6V inná seinni 3 kertin þegar bíllinn er kominn í gang. og þau eiga svo að detta út þegar vatnshitinn nær 60° en ég er nú bara að pæla í hvort að maður eigi ekki að kaupa þetta kerfi. http://www.dieselglowplug.com/nissan-pa ... -2004.html Einn í noregi sem að keypti þetta og er alveg voða ánægður.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá -Hjalti- » 04.jan 2012, 04:43

Losaðu þig við þetta meingallaða orginal stjórnkerfi fyrir glóðakertin. Þetta getur ekki verið annað en til vandræða!

Ég er búin að ganga í gegnum svipað vesen og þú með glóðakerti.

Okey allir 2.8 pattar senda 12v inn á greinina sama hvaða árgerð það er.

Eldri bílarnir eru með 6.5v glóðakerti (sem endast ekkert og eru bölvað rusl)

Seinna koma svo 11.5v glóðakerti sem eru mun betri og steikjast ekki auðveldlega.

Ég er með 6stk græn 11.5v kerti tengd við takka og þau þola það vel að strumur sé á þeim í allt að 20sec meðan 6.5v kertin brunnu strax yfir við lítið meira en 6-7 sec.
Hef ekki lent í neinu start veseni eftir að ég gekk svona frá kerfinu.

semsagt 6stk græn ‎(Einföld) 11.5v glóðakerti haldið inni með startrofa (Tengdan inná orgina glóðakerta releyið) í 5sec fyrir start og svo 10sec eftir start.
Og stjórnbúnaðurin ekki flókin.. bara að geta talið uppá fimmtán :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 04.jan 2012, 11:30

Hjalti_gto wrote:Losaðu þig við þetta meingallaða orginal stjórnkerfi fyrir glóðakertin. Þetta getur ekki verið annað en til vandræða!

Ég er búin að ganga í gegnum svipað vesen og þú með glóðakerti.

Okey allir 2.8 pattar senda 12v inn á greinina sama hvaða árgerð það er.

Eldri bílarnir eru með 6.5v glóðakerti (sem endast ekkert og eru bölvað rusl)

Seinna koma svo 11.5v glóðakerti sem eru mun betri og steikjast ekki auðveldlega.

Ég er með 6stk græn 11.5v kerti tengd við takka og þau þola það vel að strumur sé á þeim í allt að 20sec meðan 6.5v kertin brunnu strax yfir við lítið meira en 6-7 sec.
Hef ekki lent í neinu start veseni eftir að ég gekk svona frá kerfinu.

semsagt 6stk græn ‎(Einföld) 11.5v glóðakerti haldið inni með startrofa (Tengdan inná orgina glóðakerta releyið) í 5sec fyrir start og svo 10sec eftir start.
Og stjórnbúnaðurin ekki flókin.. bara að geta talið uppá fimmtán :)


Hvar fékstu þessi kerti Hjalti?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá cameldýr » 04.jan 2012, 14:47

Ef þú ert með y60 með rafkerfi út td4.2 sem búið er að skipta um vél og setja í td2.8, þá þyrfti að skipta um þrjú öftustu kertin og setja samskonar kerti og þrjú fremstu og sleppa neðri brautinni.

Eða (ódýrara) ef þú átt réttu aftari kertin, tengja hitarann í efri brautina og þá neðri sem á að tengjast í relay sem skiptir milli forhitara og eftirhitara beint í jörð (blokkina).

Ég hef ekki spáð í spennuna en held að hún hljóti að vera 12v á öllum annars ættu þessi þrjú öftustu að hitna allt of fljótt og mikið.

Þú átt að geta viðnámsmælt öll kertin með því að taka efri brautina af og mæla af toppnum og í blokk á þeim fremri og af toppnum og í neðri brautina á þeim aftari.

Ég reikna með að þú fáir straum að kertunum því ef hann er eins og minn þá dettur honum bara ekki í hug að fara í gang án þess að vera hitaður.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 04.jan 2012, 15:15

Öll 6 kertin eru 6.5V En ég ætla að prufa fyrst að vera með 6 eins og sjá hvernig það gengur. Ef það verður eitthvað vesen. Þá fer ég sömu leið og Hjalti og set 11V kerti í bílinn og takka á draslið :) En eftirhitunin verður ekkert notuð, sama hvort að ég hef þetta sjálfvirkt eða handvirkt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


kaffinn
Innlegg: 18
Skráður: 18.des 2011, 09:28
Fullt nafn: hafþór sævar bjarnason

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá kaffinn » 04.jan 2012, 15:36

gísli geimdu hann bara inní bílskúr þá ríkur hann í gang ;D
nissan patrol 38" 91mld

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 04.jan 2012, 15:40

kaffinn wrote:gísli geimdu hann bara inní bílskúr þá ríkur hann í gang ;D


Já það væri alveg möguleiki ef að hann væri talsvert minni og kæmist inní skúrinn :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá arnarlogi15 » 06.jan 2012, 00:30

Sælir

Ég lendi í svipuðu vandamáli með, það er að segja hann var mjög erfiður í gang í frosti og gékk mjög ílla strax eftir að hann fór í gang.

Það sem málið var að við skiptum í vél í honum (tókum úr honum 92 vél og settum 98 í staðinn) og eftir það þá var hann mjög lélgur í gang. Við skiptum um kertin og hráolíusíu og tjekkuðum á slöngum og öllu en allt þetta virtist í lagi.
Síðan ákvaðum við að mæla ventlabilið og þá kom í ljós að báðir ventlar stóðu opnir á 1 cylender þannig að hann þjappaði ekki og var þar að leiðandi mjög lélegur í gang.
Við settum heddið af 92 vélinni á 98 blokkina og þá datt hann í gang.

Helduru að þú gætir verið að glíma við þetta vandamál?

Kveðja Arnar Logi

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 08.jan 2012, 19:21

Nei það held ég örugglega ekki. Hann er drullu fínn í gang þegar sumarið er. En ef að ekkert lagast við glóðakerta skiptin þá kíki ég á ventlana. En hann mok vinnur og gengur fínt þegar hann er heitur. Hann er með smá gang truflanir fyrstu mínútuna þegar hann er kaldur svo er það búið. En það eru bara gang truflanir í hægagangi. Það hrjáir hann ekkert þegar maður er að keyra hann kaldann.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá arnarlogi15 » 09.jan 2012, 23:23

Hann var líka góður í gang hjá mér og sumrin og vann vel í frostinu.
Þetta var bara rétt eftir að hann fór í gang í miklum kulda, það gat tekið einhverjar 10-15 mínútur að koma honum í gang í miklu frosti, ef ekki lengur.

En ég er orðinn mjög spenntur að vita hvað það er að, vonandi að þetta komist í lag sem fyrst. Það er ömurlegt að hafa þetta svona.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 09.jan 2012, 23:33

arnarlogi15 wrote:Hann var líka góður í gang hjá mér og sumrin og vann vel í frostinu.
Þetta var bara rétt eftir að hann fór í gang í miklum kulda, það gat tekið einhverjar 10-15 mínútur að koma honum í gang í miklu frosti, ef ekki lengur.

En ég er orðinn mjög spenntur að vita hvað það er að, vonandi að þetta komist í lag sem fyrst. Það er ömurlegt að hafa þetta svona.


Minn er nú ekki alveg svona slæmur í frostinu. ég starta honum bara nokkuð vel og þá fer hann í gang. Ég kemst vonandi í þetta sem fyrst veðrið er að hindra mig eins er. Nenni ekki að gera þetta úti í skíta veðri.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol erfiður í gang í frostinu.

Postfrá jeepson » 17.jún 2012, 12:33

Fyrir þá sem að gætu lent í þessu vandamáli. Þá var málið leyst að hætti Hjalta hérna á spjallinu. Ég fékk glóðarkerti úr Y61 bíl sem að eru 11V og tengdi þetta inná takka. Ég klipti ekkert úr sambandi þannig að það er hægt að breyta þessu aftur yfir í orginalið. Ég kem með myndir af þessu við tækfæri.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur