Tölvuborð í jeppa


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Tölvuborð í jeppa

Postfrá Heiðar Brodda » 02.jan 2012, 20:44

sælir er að fara smíða tolvuborð stand í jeppan og langaði að fá að sjá nokkrar útfærslur á þessu er sjálfur með 4Runner '86 en ætti að geta útfært þetta eitthvað eða svoleiðis

kv Heiðar



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá hobo » 03.jan 2012, 00:29

Ég er nýbúinn að græja mér svona.
Sauð hálfa baulu öfuga ofan á rör inni í mælaborðinu fyrir ofan miðstöðvarrofana, boltaði svo grannan prófíl ofan á hana með RAM kúlu á endanum.
Beygði mér síðan álplötu fyrir borð.

Image


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Heiðar Brodda » 03.jan 2012, 19:16

já takk ekki sem ég hafði í huga en var meira að hugsa um stand sem er festur í gólfið helduru að þetta haldi í einhverjum hossum og djöfulgangi

kv Heiðar

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá LFS » 03.jan 2012, 20:07

eg útbjó þettað svona i pattanum hja mer notaði veggfestingu undan sjonvarpi get snuið henni að mer og að farþeganum svo kipp eg þessu ur og hendi i skottið i bæjarsnattinu !


Image

Image
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Freyr » 04.jan 2012, 00:21

Ég fæ yfirleitt hroll þegar ég sé tölvuborð í jeppum, hafið þið spáð í hvernig fer í árekstri?????

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá hobo » 04.jan 2012, 00:22

Þetta er alveg nóg massíft fyrir mína tölvu, 10" og 1.2 kg, hristist ekkert.


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Heiðar Brodda » 04.jan 2012, 01:49

í árekstri lendir farþeginn í vondum málum :) en jú það er örugglega mjög vont að skerast í sundur á tölvuborðinu

kv Heiðar Brodda


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá gudjonarnarr » 04.jan 2012, 01:59

ætti að vera í lagi svo lengi sem það er ekki air bag og ef farþegin er ekki í belti

heiðar.. félagi minn bjó til borð hjá sér í 90 lc og það var flatjárn sem var boltað undir sætisfestinguna svo bara álrör upp og í spjald undir tölvuna og það virkaði fínt nema það var ekkert hægt að snúa tölvunni,

ég var sjálfur með borð í 90 crúsernum mínum og þá bjó ég til eiginlega vínkil eða svona u sem var boltað undir geislaspilarann og var fest báðumegin svo ram kúlu í það og ram borð og það var að virka fínt í hossingi enn maður þurfti bara að herða vel á arminum enn var hægt að færa það til eins og ég vildi, veit ekki hvort ég ættli að losa mig við það því ég er kominn með spjaldtölvu sem er fest í framrúðuna


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Heiðar Brodda » 04.jan 2012, 02:04

það væri alveg möguleiki að kíkja á það hjá þér ferðu í 13 ferðina í snæfell um helgina eða ég næ þér á feisinu á morgun

kv Heiðar Brodda

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 04.jan 2012, 21:22

Ég er að ljúka við svona framkvæmd núna. Ég er með litla 10" asus vél sem ég ákvað að nota í þetta. Það er ekki sérlega gott að koma þessu fyrir í nýja Hilux en ég er nokkuð sáttur með niðurstöðuna.

Image
Ég setti járn sitthvoru megin við útvarpið sem síðan heldur festingunum undir plexi plötunni

Image

Image

Image
Myndin er tekin frekar neðarlega þannig að þetta lýtur út eins og skjárinn skyggi mikið á útsýnið en þegar að ég er að keyra sé ég kanski í 1/3 af skjánum...

Image
Þegar tölvan er síðan ekki í sést í gegnum plexiglerið þannig að það skyggir ekki á útvarpið... en ég get tekið þetta úr ef ég vill, það eru 4 litlar skrúfur sem helda þessu.

Svona er þetta ekki fyrir neinum loftpúða eða farþega...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Stebbi » 04.jan 2012, 21:33

Óskar - Einfari wrote:Ég er að ljúka við svona framkvæmd núna. Ég er með litla 10" asus vél sem ég ákvað að nota í þetta. Það er ekki sérlega gott að koma þessu fyrir í nýja Hilux en ég er nokkuð sáttur með niðurstöðuna.

Image
Myndin er tekin frekar neðarlega þannig að þetta lýtur út eins og skjárinn skyggi mikið á útsýnið en þegar að ég er að keyra sé ég kanski í 1/3 af skjánum...


Hvernig færðu mapsource til að virka á Ubuntu? Er hægt að keyra það upp í Wine?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá cameldýr » 04.jan 2012, 21:46

Óskar - Einfari wrote:Ég er að ljúka við svona framkvæmd núna. Ég er með litla 10" asus vél sem ég ákvað að nota í þetta. Það er ekki sérlega gott að koma þessu fyrir í nýja Hilux en ég er nokkuð sáttur með niðurstöðuna.

Hvernig festirðu tölvuna á plexiglerið?
Nissan Patrol Y60 TD2.8


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá cameldýr » 04.jan 2012, 21:58

Hvernig færðu mapsource til að virka á Ubuntu? Er hægt að keyra það upp í Wine?


Ég nota ubuntu 10.04 og wine-1.2, mapsource og nmap virkar ágætlega en það var eitthvað bras með setupið, en ég fór bara fram hjá því. Mig minnir að það hafi allt virkað með wine-1.0
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 05.jan 2012, 09:37

svopni wrote: Nett útfærsla reyndar í einfara. En er ekki óþægilegt að sjá ekkert á talstöðina og útvarpið? Og er sæmilegt sjónarhorn á skjáinn miðað við að hann er alveg þversum og frekar framarlega?

Það verður bara að koma í ljós hvernig að þetta reynist, þetta skyggir ekki svo mikið á talstöðina en þegar tölvan er í skyggir hún alveg á útvarpið.... en tölvan á líka að tengjast við útvarpið og sjá alveg um tónlistina :)

cameldýr wrote:Hvernig festirðu tölvuna á plexiglerið?

Annaðhvort mun ég gera það með frönskum rennilás eða seguldúk.... mig langar að reyna það síðarnefnda því að mér leyðist franskur rennilás....

Stebbi wrote:Hvernig færðu mapsource til að virka á Ubuntu? Er hægt að keyra það upp í Wine?

Ég setti upp Mapsource í Linux Ubuntu með því að nota Wine 1.0.1. Málið er að "unlock wizard" sem er hluti af mapsource og er notaður til að aflæsa íslandskortin virkar ekki með nýrri útgáfunni af Wine (sem er 1.2.2) en virkar fínt með 1.0.1. Ég gat síðan uppfært í Wine 1.2.2 eftir að ég var búinn að aflæsa kortinu.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 05.jan 2012, 10:24

svopni wrote:Já snilld að hafa músíkina bara í gegnum tölvuna :) En ég myndi allsekki setja segul neðaná tölvuna. Getur það ekki farið ansi illa með harðadiskinn o.f.l? Eða er það hjátrú? En hvaða festing er þetta farþegameginn? S.s fyrir hvað :)


Til þess þarf gríðarlega öflugan segul alveg upp við harðadiskinn. Svona seguldúkar (svipað og ískápa seglar) eru frekar veikir...

Festingin farþega megin er klúður og á eftir að taka hana úr.... hún var hugsuð fyrir tölvu en var ekki að gera sig...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


atlifr
Innlegg: 180
Skráður: 01.feb 2010, 09:13
Fullt nafn: Atli F Unnarsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá atlifr » 05.jan 2012, 15:10

Flottur frágangur í Einfara, langar samt að vita hvernig svona seguldúkur virkar, er nægilegur málmur í tölvunni til að festast við hann og er hann límdur á plexi plötuna

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 05.jan 2012, 17:19

atlifr wrote:Flottur frágangur í Einfara, langar samt að vita hvernig svona seguldúkur virkar, er nægilegur málmur í tölvunni til að festast við hann og er hann límdur á plexi plötuna


Það fara segulborðar á botninn á tölvunni og síðan á plexi plötuna, verður límt með teppalími eða einhverju álíka... þetta er tilraun, ég held að þetta haldi nóg þar sem að þessar 10" vélar eru skítléttar. Ef þetta dugar ekki þá ríf ég seglana bara af og set franskan...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Sævar Örn » 05.jan 2012, 18:36

Image

Image

3mm beygt og boltað á 3 stöðum við mælaborðsbita gegnum miðstöðvarstokk plexigler skrúfur felldar ofaní glerið og rær neðanná vantar á myndina +´snyrta brúnir bæði á boltunum neðaná og brúnunum á plexiglerinu


svo bara 2 rendur af frönskum rennilás og þetta haggast aldrei, vantar bara stuðning við skjáinn þegar ég fer að stökkva a bilnum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Sævar Örn » 05.jan 2012, 18:41

Loftpúði farþegamegin aftengdur, ljós í mælaborði fjarlægt en það þyðir samt sem áður að bílstjórapúðinn er að öllu jöfnu virkur þó árekstur verði.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá HaffiTopp » 05.jan 2012, 20:52

Sævar, af hverju talarðu um að fjarlægja aðvörunarljósið fyrir SRS-ið?
Kv. Haffi

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá StefánDal » 05.jan 2012, 23:04

Sennilega til að fá ekki athugunarsemd í skoðun.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Sævar Örn » 05.jan 2012, 23:15

neinei bæði það og líka bara því mér finnast ljós sem eiga ekki að vera til staðar pirrandi,,, kerfið virkar alveg þótt annar púðinn sé aftengdur, þ.e. púðinn í stýrinu, virkar ekki einsog ABS tölvan sem slær kerfinu út ef bilun kemur upp tók bara peruna úr mælahattinum

farþegapúðinn springur upp á rúðuna og breiðir rosalega mikið úr sér og fyllir vel upp í rýmið á milli sætanna og myndi eflaust fleygja tölvunni í hausinn á mér og steindrepa mig i arekstri þannig eg hugsa að það sé betra að hann sé óvirkur en hann sleppur alveg við púðann í stýrinu


mbk. sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá HaffiTopp » 05.jan 2012, 23:39

stedal wrote:Sennilega til að fá ekki athugunarsemd í skoðun.

Held nokkuð ábyggilega að maður fái bara alls enga athugasemd í skoðun þótt það séu ljós um ABS-ið eða SRS-ið í bílum. Þetta er aukabúnaður/staðalbúnaður og þarf ekkert endilega að vera í lagi.
Kv. Haffi

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Hagalín » 06.jan 2012, 01:09

HaffiTopp wrote:
stedal wrote:Sennilega til að fá ekki athugunarsemd í skoðun.

Held nokkuð ábyggilega að maður fái bara alls enga athugasemd í skoðun þótt það séu ljós um ABS-ið eða SRS-ið í bílum. Þetta er aukabúnaður/staðalbúnaður og þarf ekkert endilega að vera í lagi.
Kv. Haffi



Ef að ABS eða loftpúðaljósið logar gætir þú alveg fengið athugasemd......

Sama með ballanstangirnar. Ef þær eru til staða þurfa þær að vera í lagi. Ef þær eru alls ekki þá er ekkert sett út á þær.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tölvuborð í jeppa

Postfrá Freyr » 06.jan 2012, 01:49

Færð enga athugasemd þó svo ABS logi en bíll fær ekki skoðun ef SRS ("air bag") ljósið logar.

Freyr


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur