Fórum á 7 bílum á Vatnajökul í Apríl 2010. Fórum á föstudegi og fórum upp í Jökulheima. Gekk ferðin þangað vel en rólega þar sem mikil bleyta var og ekkert skyggni sökum þoku. Á laugardeginum var ferðinni haldið upp í Grímsfjall. farið var af stað um 10 um morguninn haldið yfir Tungná og gekk það vel þrátt fyrir smá spottavinnu. Ferðin á jöklinum gekk þokkalega fyrstu 30km og var ágætt skyggni. En síðasta fjórðunginn fór færið að þyngjast og skyggnið að versna til muna og komum við upp í Grímsfjall um 22 um kvöldið í frekar súru veðri sem átti eftir að versna til muna. Á sunnudeginum ætluðum við að halda heim á leið en veðrið var snar geðveikt og var tekin ákvörðun um að halda kyrru fyrir og bíða af sér veðrið. Um kl 8 á mánudags morgninum var komið mjög gott veður og sá maður langar leiðir af Grímsfjallinu. Heimferðin gekk vel þrátt fyrir eina affelgun og þungt færi fyrstu 10km. Vorum komin heim á Akranes á miðnætti á mánudeginum.
Frábær ferð í góðum hóp. Takk fyrir okkur.
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.
Hér að leggja af stað frá Jökulheimum á laugardeginum

Tveir skít sæmilegir......

Smá Spilvinna.....

Komnir á jökulinn


Komnir upp að skála á Grímsfjalli.

Vel hrímaður....

Þrír flottir

Pattinn með Hvannadalshnjúk í baksýn.

Affelgun á innri og ytri......

Þarna vorum við á leið niður. Pompaði undan einum og við tókum engan séns á því og græjuðum okkur
upp í belti og tryggðum okkur og svoleiðis....

Komnir niður að Jökulheimum á mánudeginum.....
