Góðan daginn fagmenn.
Hérna kemur ein dummy spurning væntanlega :) en þar sem ég veit voða lítið um bíla þá er vonandi sleppur þetta :)
En allavega þá á ég Trooper 35" og konan festi sig á bílaplaninu heima einn morguninn.....og ég pældi ekkert meira í því annað en að segja að "þú kannt ekkert að keyra" :)
Svo fór ég á bílinn á morgun og var tæpur á að komast út en hafðist og bíllinn rásði svakalega mikið í beygjum þó að ég væri búinn að setja í 4x4
Þá blikkar bara ljósið og er væntanlega eitthvað bilað.......
Er mikið mál að laga þetta eða er bara eitthvað tengi í sundur ?
Er einhver sem getur hjálpað svo að maður fari ekki bara í festur á bílaplaninu heima hjá sér og komist þá mögulega eitthvað útfyrir vegina :) :) ?
fjórhjóladrifsspurning
Re: fjórhjóladrifsspurning
Hann er ekki að tengja framdrifið og er því bara í afturhjóladrifun og rásar því svona hjá þér. Líklega er eitthvað fast í mekanikkinni. Algengast er að það sé vegna notkunarleysis. Regla sem ég heyrði einhverstaðar er að setja jeppa í fjórhjóladrifið að minnsta kosti einu sinni í mánuði og aka þeim í því í svona 10 mínútur til kortér. Væntanlega er ekki mikið mál að laga þetta, bara að finna einhverja sem eru vanir Trooper.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: fjórhjóladrifsspurning
Takk fyrir þetta svar
Fínt að vita svona þumalputtareglur ( aldrei hefði ég fattað að setja í fjórhjóladrifið 1 sinni í mánuði ) mun gera það hér eftir.
Þetta er semsagt ekkert sem er að fara að skemma jólin fyrir manni ? :s
Er einhver hérna sem tæki svona að sér ef þetta er ekki mikið mál ?
Þá má alveg senda mér skilaboð.
Fínt að vita svona þumalputtareglur ( aldrei hefði ég fattað að setja í fjórhjóladrifið 1 sinni í mánuði ) mun gera það hér eftir.
Þetta er semsagt ekkert sem er að fara að skemma jólin fyrir manni ? :s
Er einhver hérna sem tæki svona að sér ef þetta er ekki mikið mál ?
Þá má alveg senda mér skilaboð.
35" Trooper ´00
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: fjórhjóladrifsspurning
Þetta eru að öllum líkindum vírar í sundur niðri við drif grannir skrattar sem vilja brotna í sundur.Þeir liggja í rafmagnspunga sem segja til um hvort hann er í drifi eða ekki,þú tekur hlífðarpönnuna undan og þá sérðu þessa víra framan á hásingar stubbnum við hliðina á drifinu.Þú getur prófað að taka vacum slöngurnar af og þá finnurðu hvort það er sog báðumegin í einu þegar hann er í 4wd og svo líklega bara öðru megin þegar hann er í 2wd,eðlilega á bara að vera sog öðru megin í einu þannig að hann fær ekki merki um að vera kominn í 4wd og tekur alltaf 4wd af aftur ef einhver vír er í sundur.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: fjórhjóladrifsspurning
Takk fyrir þessar upplýsingar, reyni að krafla mig eitthvað út úr þessu :s :)
35" Trooper ´00
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: fjórhjóladrifsspurning
Ok ég er búinn að rembast eitthvað að kíkja á þetta, en kann frekar lítið að laga bíla :o þó svo að þetta eigi bara að vera einhver vír úr sambandi :o
Svo nú er það spurningin, vitið þið um eitthvað ódýrt verkstæði, eða er einhver hérna inni sem dundar sér í smá aukavinnu :) ?
Það er snjór og mig langar ótrúlega að prufa að keyra í honum núna, en fer lítið áfram á 2hjóladrifi :)
Svo nú er það spurningin, vitið þið um eitthvað ódýrt verkstæði, eða er einhver hérna inni sem dundar sér í smá aukavinnu :) ?
Það er snjór og mig langar ótrúlega að prufa að keyra í honum núna, en fer lítið áfram á 2hjóladrifi :)
35" Trooper ´00
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: fjórhjóladrifsspurning
Trooperarnir eru viðkæmir fyrir misjöfnum þrýstingi í dekkjum þegar þeir eru settir í drif.
Re: fjórhjóladrifsspurning
Sælir
Nú þekki ég ekki þessa bíla en ef ég man rétt þá eru engar driflokur í þeim en er einhver sambærilegur búnaður eins og t.d. í 4runner, s.s. einhver "shift on fly" (eða var það í Mússó og virkaði aldrei).
Þá er spurning hvort það séu einhver merki sem þessi búnaður sendir í stýringuna til að segjast vera í réttri stöðu.
Ég myndi byrja á að tjakka bílinn upp að framan og setja í 4x4, skríða svo undir hann og athuga hvort þú getir snúið framdrifskaftinu. Ef það er laust og framhjólin snúast eins og ekkert sé er millikassinn ekki að tengja og þá ertu búinn að einangra bilunina þar. Ef skaftið gengur bara fáeinar gráður til og frá og er greinilega fast í gír er pottþétt að millikassinn er tengdur og bilunin í framhjólabúnaðinum eða kögglinum.
Ef bilunin er í millikassanum þarf að skoða hvað það er sem á að setja bílinn í drif rafmagnsmótor, vaccum eða stöng en ef þessi búnaður er ekki orsökin er kannski ástæða að láta fagmann athuga hvað málið er.
Ef bilunin er í hásingastellinu er einhverskonar lokusýstem sem er að svíkja og ég er algerlega sammála þeim sem talaði um stirrðleika og notkunarleysi en spurningin er hvort þú komist með bílinn í upphitað húsnæði og athugir hvort frosið vatn geti verið ástæðan.
Kv Jón Garðar
Nú þekki ég ekki þessa bíla en ef ég man rétt þá eru engar driflokur í þeim en er einhver sambærilegur búnaður eins og t.d. í 4runner, s.s. einhver "shift on fly" (eða var það í Mússó og virkaði aldrei).
Þá er spurning hvort það séu einhver merki sem þessi búnaður sendir í stýringuna til að segjast vera í réttri stöðu.
Ég myndi byrja á að tjakka bílinn upp að framan og setja í 4x4, skríða svo undir hann og athuga hvort þú getir snúið framdrifskaftinu. Ef það er laust og framhjólin snúast eins og ekkert sé er millikassinn ekki að tengja og þá ertu búinn að einangra bilunina þar. Ef skaftið gengur bara fáeinar gráður til og frá og er greinilega fast í gír er pottþétt að millikassinn er tengdur og bilunin í framhjólabúnaðinum eða kögglinum.
Ef bilunin er í millikassanum þarf að skoða hvað það er sem á að setja bílinn í drif rafmagnsmótor, vaccum eða stöng en ef þessi búnaður er ekki orsökin er kannski ástæða að láta fagmann athuga hvað málið er.
Ef bilunin er í hásingastellinu er einhverskonar lokusýstem sem er að svíkja og ég er algerlega sammála þeim sem talaði um stirrðleika og notkunarleysi en spurningin er hvort þú komist með bílinn í upphitað húsnæði og athugir hvort frosið vatn geti verið ástæðan.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 02.feb 2010, 18:20
- Fullt nafn: Árni Bragason
Re: fjórhjóladrifsspurning
þú getur líka prufað að tala við Ragnar hann getur oft reddað svona smá ræði
sími 8920892
sími 8920892
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is
sími 8953840
smidur@islandia.is
Re: fjórhjóladrifsspurning
Byrjaðu á því að kíkja Í notendahandbókinni í Troopernum þínum áður en þú ferð með hann í viðgerð. Þar er lítill kafli sem fjallar um hvað skal gera ef hann vill ekki í drif. Ég lenti í þessu á mínum Trooper þegar ég átti svoleiðis tæki og leysti notendahandbókin mín ágætlega úr þessu, það var ekkert að, þetta kerfi er greinilega bara pínu skapstyggt og dyntótt .... :)
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: fjórhjóladrifsspurning
Og allt í lagi að benda á að við hliðina á drifkúlunni á rörinu er skiptigaffallinn sem aftengir annan öxulinn hanner í lokuðu húsi sem þarf að setja gírolíu á annars getur allt draslið stirðnað/riðgað fast þetta hús tekur ekki nema ca.2-300 ml.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 100
- Skráður: 20.jún 2010, 11:47
- Fullt nafn: Bjarni Pálmason
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: fjórhjóladrifsspurning
ok ég þarf greinilega að kíkja í einhvern af jeppahittingunum, veit greinilega ekkert :)
35" Trooper ´00
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur