Nesjavallaleið núna


Höfundur þráðar
Pajero1
Innlegg: 98
Skráður: 28.feb 2011, 18:42
Fullt nafn: Halldór Sveinsson

Nesjavallaleið núna

Postfrá Pajero1 » 26.des 2011, 18:51

Allt á kafi og mikið af jeppum. Var að heyra af hvítum y60 patrol á 44-46" í sjálfheldu í miklum hliðar halla og um 200m fall niður. Þetta er síðasta brekkan vestan megin við nesjavallavirkjun. Þetta verður eflaust mikið bras.
spurning hvort að hjálpsamir jeppamenn með öfluga jeppa með spil taki stuttan rúnt og kiki þarna uppeftir eftir matin..



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá hobo » 26.des 2011, 19:52

Ég hef mikinn áhuga á að taka mér bíltúr þó ég sé hvorki á öflugum bíl né með spil.
Hver vill vera memm??
Er einhver hittingur í gangi??

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá -Hjalti- » 26.des 2011, 20:01

Við ætlum á tvem bílum frá mosó. Joinaðu okkur Hörður
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá hobo » 26.des 2011, 20:02

Bjallaðu í mig hjalti 8626087


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá kjartanbj » 26.des 2011, 20:40

Dauði og djöfull.. hvað mig langar með... en það gengur víst ekki með jeppan svona eins og hann er :S
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá andrig » 26.des 2011, 21:00

er hugsanlega til í að kíkja, getið bjallað á mig: 661-1310
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


arni_86
Innlegg: 94
Skráður: 03.feb 2010, 22:39
Fullt nafn: Árni Einarsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá arni_86 » 26.des 2011, 21:31

gangi ykkur vel kappar!

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá dazy crazy » 26.des 2011, 22:03

fyrir alla muni fara varlega og tryggja sjálfa sig ef þetta er hál brekka, gangi ykkur vel


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá beygla » 26.des 2011, 22:29

fór þarna eitthvað áleiðis á jóladag fanst nú ekki mikill snjór


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Árni Braga » 26.des 2011, 22:53

Er einhver búin að heyra í strákunum hvernig gengur?
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Stebbi » 26.des 2011, 22:56

Ef að þetta er síðasti spölurinn fyrir dælukofan sem er efstur þá gæti þetta verið spennandi björgunaraðgerðir, þarna er hressilegur hliðarhalli þegar að skefur vel.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Árni Braga » 26.des 2011, 23:00

Ef það vantar aðstoð þá má hringja í mig er með nokkuð góðan patrol á 44" með lo lo og spili.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Izan » 27.des 2011, 01:35

Sælir.

Smellti einhver af mynd?

Kv Jón Garðar

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá -Hjalti- » 27.des 2011, 03:18

Pattin var svo mannlaus við gatnamótin að Hafravatni, Komum að brekkuni og sáum hvar ökumaðurinn hafði tekið "jumpið" niður fyrir ofan grindverkið alveg þverhnýpt 100metra.
En eftir það var ákveðið að fara yfir mosfellsheiði sem endaði með að bíllinn var skilin eftir með brotið afturdrif.

Það skorti svo sannarlega ekki snjóin þarna

Image
Síðast breytt af -Hjalti- þann 27.des 2011, 04:38, breytt 3 sinnum samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá kjartanbj » 27.des 2011, 04:28

alltaf sama gamanið

er ekki kominn tími á eitthvað sterkara undir runnerin hjá þér hjalti :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá hobo » 27.des 2011, 09:44

Þarna erum við á leið uppeftir.
Image

Image

Image

Hér sést hvar hann hefur látið gossa niður.
200 metra fall eru góðar ýkjur og 100m líka, en bratt er það!
Image

Image

Hér erum við lagðir af stað yfir á mosfellsheiði
Image

Hjalti í kröggum á kafi í snjó, náði þó að komast úr þessu..
Image

Image

Þarna brotnaði drifið, nokkra km frá Nesjavallaleið, middle of nowere..
Image

Þurfti ég því að flytja 3 aukafarþega einbíla aftur á nesjavallaleið í blindbyl. Fór úr 2 pundum í 0,5-1 pund og það gerði ótrúlega hluti.
Ókum í fyrsta í lága til baka og náði hann að setjast á afturhásinguna þegar við vorum alveg að komast á Nesjavallaleið, bara við hliðina á hitaveiturörinu. Mokuðum hann lausann og uppá veg við komumst.
Image

Lagði af stað 20:30, kominn heim 03:30.
Það er semsagt hægt að komast í nóg af snjó án þess að fara langt :)


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Cruser » 27.des 2011, 11:00

Þarf ekki svo að fara að sækja þann með brotna afturdrifið?
Væri nú allt í lagi að fá að fara með ef ég mætti.
Kv Bjarki 698-3468
Kv
Bjarki


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Izan » 27.des 2011, 11:44

Sælir.

Það má aldrei láta góða sögu gjalda sannleikans.

Prýðismyndir en helvíti er kominn mikill snjór á þetta svæði! Undanfarin 5 ár hefur maður varla séð sunnlenskann jeppamann í öðru en krapa eða á auðu, (maður ætti kannski ekki að steyta sig um of).

Kv Jón Garðar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá AgnarBen » 28.des 2011, 00:05

Skutumst á tveimur bílum (44" Patrol og 39,5" XJ) yfir Mosfellsheiði frá Nessjavallaveginum í dag, nóg af snjó og nokkuð þungt færi, á löngum köflum þurfti maður að skríða áfram á lolo hraða til að ná að fljóta ofan á skelinni, undir var bara sykurdrulla sem þjappaðist illa. Vorum komnir í 2 pund í 300 metra hæð. Það er líka hægt að jeppast heilmikið í kringum Nesjavallaveginn, fín snjóalög þar.

Það er svo sannarlega nóg af snjó í bakgarðinum fyrir þá sem nenna að hreyfa sig :)

Image
Komnir út fyrir veg

Image
Hafliði og Halldór á Patrol

Image
Kúludráttur

Image
Engar festur en ef farið var of hratt þá spólaði maður bara í förunum

Image
..... og svo ein af Cherokee í lokin
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá hobo » 28.des 2011, 17:06

Gaman að skoða myndir, þið hafið fengið aðeins betra veður en við fengum.
Fín undirskriftarmynd hjá þér Agnar, en segðu mér, er eigandinn að spræna fyrir framan bílinn? :)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá AgnarBen » 28.des 2011, 17:44

hobo wrote:Gaman að skoða myndir, þið hafið fengið aðeins betra veður en við fengum.
Fín undirskriftarmynd hjá þér Agnar, en segðu mér, er eigandinn að spræna fyrir framan bílinn? :)


ha ha, það hlaut að koma að því að einhver kveikti á þessu .... eigandinn er reyndar á bak við myndavélina, þetta er kóarinn :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Turboboy » 28.des 2011, 20:15

greinilegt að það er nóg um snjó í kringum höfuðborgina ! Hér fyrir austan í vík hef ég ekki séð svona mikinn snjó síðan 2002. það er bókstaflega allt á kafi !
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Nesjavallaleið núna

Postfrá Tómas Þröstur » 29.des 2011, 08:42

Var á þessum slóðum á annan í jólum - aðeins sunnar. Gengum í lítillæti okkar á skíðum í skálann í Engidal vestan Hengils. Þar voru þrjár kindur sem húktu við í vari við skálann. Hringdum og létum vita til lögreglu. Ætli þær séu fundnar - geri ráð fyrir að bændur leiti að þeim - auðvelt að finna þær ef farið væri á snjósleðum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur