Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
Ég er að vandræðast með kælivatns forðabúr í jeppanum hjá mér, ég er ekki með svoleiðis enn en ég á eitt ættað úr Range Rover og á tappanum stendur að hann haldi þrýsting í 15 psi en svo á vatnskassaloki á vatnskassa úr Hyundai er tappinn sagður halda 5 punda þrýsting. Ættli mér sé óhætt að að nota RRC forðabúrið??
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
sé þrýstingstappi á vatnskassanum og grönn slanga úr hálsinum til tengingar í forðabúr á sú slanga að ná niðrí botn á brúsa sem að öðru leiti heldur engum þrýstingi og getur gubbað af sér aukavatni/lofti ef hann þarf. (sjá mynd af svona kerfi hér: http://tundrastop.com/store/index.php?main_page=popup_image&pID=126)
vatnskassinn ælir þá aukavatni í forðabúrið ef hann þarf og dregur svo til sín vökva aftur ef hann þarf. þannig á þetta kerfi að virka.
á mörgum bílum er hinsvegar ekki svona þrýstingstappi á vatnskassanum og þá er þetta sambyggt í þennslukútinn. (sjá hér: http://www.partsgeek.com/mparts/expansion_tank/jeep.html) þá er yfirleitt smá loft fyrir neðan tappann sem stjórnar þrýstinginum.
það er ekkert gott að blanda þessum kerfum saman. halltu þig við annað -eða- hitt.... og ég myndi mæla með að nota kerfið sem fylgdi vélinni sem þú ert með.
kveðja,
Lalli grúskari.
vatnskassinn ælir þá aukavatni í forðabúrið ef hann þarf og dregur svo til sín vökva aftur ef hann þarf. þannig á þetta kerfi að virka.
á mörgum bílum er hinsvegar ekki svona þrýstingstappi á vatnskassanum og þá er þetta sambyggt í þennslukútinn. (sjá hér: http://www.partsgeek.com/mparts/expansion_tank/jeep.html) þá er yfirleitt smá loft fyrir neðan tappann sem stjórnar þrýstinginum.
það er ekkert gott að blanda þessum kerfum saman. halltu þig við annað -eða- hitt.... og ég myndi mæla með að nota kerfið sem fylgdi vélinni sem þú ert með.
kveðja,
Lalli grúskari.
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
Hafðu það í huga að sumar vélar eru viðkvæmari fyrir röngum þrýstingi en aðrar 6,5 GM mótorinn tildæmis er mjög viðkvæmur og getur gamall tappi á vatnskassanum einn og sér séð til þess að vélin gangi á vitlausum hita og stúti heddpakkningum og jafnvel heddum svo vertu með réttan tappa gerðan fyrir þann þrýsting sem framleiðandi vélarinnar gefur upp.
K.v Þorri.
K.v Þorri.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Re: Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
Sæll Polarbear og takk fyrir svarið. Mig langar að byrja á að spyrja út í myndina á fyrri linknum, þar sést venjulegur vatnskassatappi í toyotu og á öðru eyranu á tappanum stendur 1.3. á sambærilegum tappa hjá mér stendur á sama stað 0.9, getur þetta verið fyrir hvaða þrýsting tappinn heldur í börum?
Og málið er að ég er með þessa vél í Range Rover og ég ættla mér og er að nota vatnsskassann úr reinsanum enda er hann 4 raða og mjög stór miðað við original kassann, en hann er talsvert neðarlega hjá mér en þó eru stútarnir í flútti á kassanum og heddinu en ég er bara hræddur um að ef það fer að leka einhversstaðar að þá bitni það strax á heddinu.

Eins og sést vonandi hér þá sést að það má ekki mikið vatn fara til að í óefni er komið og þessvegna er ég að gæla við að hækka kassann um 2-3 cm eða eins og hægt er og setja svo forðabúr úr Range rover sem er sambærilegt við það sem er á neðri linknum hjá þér og þá væri til taks smá vatnsforði og auk þess á ég einhversstaðar til tappa á hann með hæðamæli sem er tengt við gaumljós í mælaborðinu og þá ætti ég að geta séð inní bíl ef það fer að vanta á.
En tappinn á Range Rover forðabúrinu er gefinn upp fyrir að halda 15 PSi og ég er bara að vandræðast með hvort ég geti notað hann.
Og já ég veit að þetta er allt meid in sveitin enda bý ég í sveit :)
Og málið er að ég er með þessa vél í Range Rover og ég ættla mér og er að nota vatnsskassann úr reinsanum enda er hann 4 raða og mjög stór miðað við original kassann, en hann er talsvert neðarlega hjá mér en þó eru stútarnir í flútti á kassanum og heddinu en ég er bara hræddur um að ef það fer að leka einhversstaðar að þá bitni það strax á heddinu.

Eins og sést vonandi hér þá sést að það má ekki mikið vatn fara til að í óefni er komið og þessvegna er ég að gæla við að hækka kassann um 2-3 cm eða eins og hægt er og setja svo forðabúr úr Range rover sem er sambærilegt við það sem er á neðri linknum hjá þér og þá væri til taks smá vatnsforði og auk þess á ég einhversstaðar til tappa á hann með hæðamæli sem er tengt við gaumljós í mælaborðinu og þá ætti ég að geta séð inní bíl ef það fer að vanta á.
En tappinn á Range Rover forðabúrinu er gefinn upp fyrir að halda 15 PSi og ég er bara að vandræðast með hvort ég geti notað hann.
Og já ég veit að þetta er allt meid in sveitin enda bý ég í sveit :)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Forðabúr og þrýstingur á kælikerfi 4d56.
Meiri þrýstingur þýðir að kælivatnið hefur hærra suðumark en svo er það spurningin hvort pakkningarnar og fleira þoli hærri hita?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir