Sælir spjallverjar
International harvester framleiddu einu sinni mikla trukka sem hétu Travelall. Þeir voru framleiddir eitthvað fram á áttunda áratuginn. Svakalega reffilegir.
Það var einn til í minni heimasveit. Sá var í eigu björgunarsveitarinnar Ok og var notaður sem sjúkrabíll. Ekki ósvipaður þessum, en mig minnir þó að hann hafi verið eitthvað hækkaður.
Getur einhver frætt mig um hvort svona eðaltrukkar eru til hér á landi.
kv, Daði
IH Travelall
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 158
- Skráður: 05.feb 2010, 08:50
- Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
- Bíltegund: Chevrolet K30
Re: IH Travelall
Takk fyrir þetta.
Ég man nú ekkert eftir þessum gömlu nöllum sem þarna eru sýndir, þó greinilega hafi nokkrir þannig bílar verið til hér.
Hvað með þessa yngri týpu eins og er á myndunum hér fyrir ofan. Veit einhver um svoleiðis bíl?
Ég man nú ekkert eftir þessum gömlu nöllum sem þarna eru sýndir, þó greinilega hafi nokkrir þannig bílar verið til hér.
Hvað með þessa yngri týpu eins og er á myndunum hér fyrir ofan. Veit einhver um svoleiðis bíl?
Re: IH Travelall
Það var eitthvað til af þessum bílum. man eftir svona bíl á Botni í mjóafirði við Ísafjarðardjúp og eftir bíl í döpru standi í Garðinum. Tölvert meira virðist samt hafa verið af eldri bílunum.
-
- Innlegg: 87
- Skráður: 08.des 2010, 12:52
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Re: IH Travelall
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=32032 hérna er einn á f4x4 vefnum. ég átti einn svona og sakna hans en , var með 3,3 diesel án túrbínu og var heldur latur ,hefði viljað grúska einn svona til heilsu. ég á því miður enga mynd sjálfur en þessi hvíti er verulega flottur.
kv Kalli
e.þ. hann heitir TRAVELER (FERÐALANGUR)
kv Kalli
e.þ. hann heitir TRAVELER (FERÐALANGUR)
-
- Innlegg: 87
- Skráður: 08.des 2010, 12:52
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Re: IH Travelall
Ja hérna :) hef bara ekki áttað mig á því að þetta væri ekki sami bíllinn. en alltaf að læra.
kv Kalli
kv Kalli
Re: IH Travelall
http://www.facebook.com/photo.php?fbid= ... =1&theater
er þetta sem þú ert að meina? eru nokkrar myndir þarna
er þetta sem þú ert að meina? eru nokkrar myndir þarna
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur