Í yfir ár hefur check engine ljósið öðru hvoru dúkkað upp hjá mér í 99 árg. af Trooper. Ljósið kemur ekki oft en þegar það kemur þá er ég að bæta við olíu t.d. á keyrslu upp brekkur eða eitthvað slíkt. Þegar ljósið birtist er eins og vélin svelti af annað hvort olíu eða lofti og verður hún aflminni. Með því að sleppa olíugjöfinni í örstutta stund hverfur ljósið og aflið kemur að nýju.
Fór með bílinn á IH verkstæði um daginn og fengu þeir hann til sín í þrígang án þess að finna út úr þessu, án árangurs. Skiptum um skynjara og eitthvað fleira.
Er einhver sem kannst við sambærilegt vandamál og kann ráð til lagfæringa?
Kv.
Birkir
Check engine ljós í Trooper
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Check engine ljós í Trooper
Hann gæti verið að fá of mikinn þrýsting á túrbínu og detta í 'limp mode' í smá stund, eða að þrýstiskynjarinn á soggreinini er orðin eitthvað ruglaður og haldi að túrbínan sé að gera of mikið. Ef þú ert með boost mælir þá geturðu séð hvort að þrýstingurinn á honum sé óeðlilega hár.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 30
- Skráður: 28.mar 2010, 20:01
- Fullt nafn: Guðmundur Birkir Agnarsson
Re: Check engine ljós í Trooper
Takk fyrir þessa ábendingu Stebbi. Ef þetta væri raunin kæmi þá ljósið ekki alltaf þegar tekið er á því?
IH skipti um skynjara í soggreininni í tvígang skilst mér til að vera vissir. En það dugði ekki til.
Mér finnst bíllinn reynda misjafnlega aflmikill og hef því velt fyrir mér hvort túrbínan sé ekki alltaf að skila sínu. Getur það verið eitthvað breytilegt hvað hún blæs?
IH skipti um skynjara í soggreininni í tvígang skilst mér til að vera vissir. En það dugði ekki til.
Mér finnst bíllinn reynda misjafnlega aflmikill og hef því velt fyrir mér hvort túrbínan sé ekki alltaf að skila sínu. Getur það verið eitthvað breytilegt hvað hún blæs?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur