4.2 motor i patrol


Höfundur þráðar
hjalti18
Innlegg: 307
Skráður: 13.feb 2011, 20:41
Fullt nafn: hjalti bergsteinn bjarkason

4.2 motor i patrol

Postfrá hjalti18 » 20.nóv 2011, 19:57

góða kvöldið mér langar til að forvitnast um hvar er best að finna 4.2 lita disel motor í nissan patrol y61 bilinn árg 2001 því mer langar mikið til að skifta um motor i bilnum minum væri mjog glaður að fá svör



User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Hagalín » 20.nóv 2011, 20:00

Kiddi Bergs á Selfossi hefur verið að skaffa þessar vélar.
Ég hafði nú bara samband við hann núna í síðustu viku með þetta erindi og
átti hann ekki vél á lager.
Ef hann flytur inn vél í dag kostar hún 800þ-1mills.......

Annars veit ég ekki um aðra sem eiga þessar vélar....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
hjalti18
Innlegg: 307
Skráður: 13.feb 2011, 20:41
Fullt nafn: hjalti bergsteinn bjarkason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá hjalti18 » 20.nóv 2011, 20:01

okey takk fyrir þetta en ef einhverir vita einhvað meira um að gera að komenta þá


SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá SigmarP » 20.nóv 2011, 20:22

2.8 tdi 135hp @ 4400rpm and 301nm @ 2000rpm (y60)
3.0 tdi 158hp @ 3600rpm and 363 nm @ 1800rpm (y61)
4.2 tdi 145hp @ 4000rpm and 330 nm @ 200rpm (y60)

Hvað í ósköpunum sjá menn við þessa 4.2 vél sem réttlætir það að eða miljón í að kaupa notaða svoleiðis vél hingað heim. Þá á eftir að koma henni fyrir.

ekki reyna að halda því framm að það sé endingin og áræðaleikinn því þá eru menn greinilega ekki búnir að kynna sér þessar vélar nægilega mikið!


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 20.nóv 2011, 21:17

ætli 4,2 endist ekki betur en 2,8 og 3,0 l mótorarnir sem eru ónýtir frá upphafi


SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá SigmarP » 20.nóv 2011, 21:28

Tjaaa spurðu kidda bergs hversu marga 4.2 hann hafi sett í jeppan sinn? Þessi mótor er sko engin draumur en það er ekki minn hausverkur. Menn meiga alveg eyða sínum miljónum í það sem þeir vilja...


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 20.nóv 2011, 23:20

hver er kiddi bergs

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá -Hjalti- » 20.nóv 2011, 23:31

Patrol guru.
er með patrol verkstæði , parta og varahlutaþjónustu..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá jeepson » 21.nóv 2011, 00:12

2,8 mótorinn virðist vera stór vanmetin. Þetta ekki eins slæmir mótorar og menn vilja láta þetta vera. Mér var sagt af fyrrverandi patrol eiganda að hann vissi um einhverja bændur fyrir austan fjall sem ættu patrola með svona vélum og þær væru keyrðar 4-500þús og ekkert búið að gera neitt voða mikið fyrir þær annað en skipta um vatnskassa á 150þús km fresti og vatnsdælur. Hann sagði mér einnig að það sem að margir væru jafnvel að klikka á væri það að það fer kanski hedd hjá manni. Maður setur splunku nýtt hedd á en kíkir jafnvel ekkert á vatnskassa eða vatnsdælu og skilur svo ekkert í að nýja heddið er bara farið eftir vikuna. Það borgar sig að fylgjast með þessu. Það er nú bara þannig að engin vél er fullkomin..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 21.nóv 2011, 01:01

enn þekkir þú sjálvur enhvern sem á patrol með 2,8 mótor sem er keirður 4-500þ km og bara búið að skifta um vasdælu og vaskassa

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Brjótur » 21.nóv 2011, 07:49

S.F kynntu þér betur málið hjá kidda, tel að það sé röð mistaka sem á sér stað þar, ég er með mikið ekna 4.2 sem ég skifti út en ég hefði betur skoðað inn í hana áður en ég keypti aðra og gerði upp, því vélin sem var í er óslitinn, og varðandi þessar tölur um tog og hestöfl þá skal ég koma út og sýna ykkur muninn í verki, ekki á pappír :)

P.s. er þetta ekki hestöfl án túrbínu í 4.2?


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 21.nóv 2011, 08:06

ég var nú ekki að tala um aflið ég þekki ekki þessa 4.2 vél, ég var að meina upp á endingu það kostar líka peninga að vera með heddið í höndonum á 1-2 ára fresti þá hlítur að ver skára að vera með mótor sem endist 2-3 og jafnvel 4 sinnum lengur enn þessi 2,8 og 3,0l vél sem kemur í þessum bílum hingað. það eru nokrir svona bílar hér og það er búið að fara í þá alla nema björgunar sveitar bílin sem er keirður 15-20þ þessir menn sem eiga þá eiga líka aðra bíla sem eru að endast betur það getur ekki verið að mystökin gerist bara hjá þeim þegar þeir eru að hugsa um patrolin

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 11:49

Sívinsælt umræðuefni Patrol vélarnar .... annars er ég sammála honum Gísla, 2.8 lítra vélin á ekki alveg skilið að vera kölluð drasl, reyndar er þetta nokkuð þrautseig vél (miðað við stærð) sem þjáist bara helst af því að með henni fylgir of lélegt kælikerfi orginal sem höndlar ekki alveg að verið sé að þjösnast á henni á risa dekkjum í öllum landsbyggðarhornum linnulaust. Ég þekki reyndar einn bónda í Hrútafirðinum sem keyrði sinn ´91 Patrol 550 þús.km áður en hann setti aðra vél í hann en hann var búinn að fara í gegnum tvö hedd.

Allar háþrýstar vélar með álheddum eru viðkvæmar fyrir hita og það á líka við um aðra jeppavélar en í Patrol. Það eru líklega ekkert margir sem vita af því að heddin á LC90 ´97-´98 árgerð hrundu eins og flugur á sínum tíma og ég veit um ein 4-5 dæmi um svoleiðis bíla sem þurftu á heddskiptum að halda (óbreyttir).

Ef menn eru með heddin í höndunum á 1-2 ára fresti þá er nú eitthvað meira að en að það standi Patrol á húddinu. Þetta á að endast amk 150-200 þús.km ef hugsað er almennilega um þetta.

Það vita allir að 3.0 Patrol mótorarnir hrundu eins og flugur enda um viðurkenndan galla að ræða og bættur að fullu af framleiðanda í 5 ár. Sýnist nú samt að Nissan hafi komist í veg fyrir þetta eftir 2003.

Ef menn ætla sér að setja eitthvað annað en orginal ofan í Patrol þá er best að halda sig sem næst heimaslóðunum og fara bara í 4.2. Það þarf sterk bein til að eiga og reka Patrol með einhverjum aðskotalíffærum úr öðrum tegundum. Best að menn framkvæmi svoleiðis verknað sjálfir í sínum skúr því líkur eru á því að þetta sé aldrei til friðs :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Bóndinn » 21.nóv 2011, 12:10

AgnarBen wrote:
Ef menn ætla sér að setja eitthvað annað en orginal ofan í Patrol þá er best að halda sig sem næst heimaslóðunum og fara bara í 4.2. Það þarf sterk bein til að eiga og reka Patrol með einhverjum aðskotalíffærum úr öðrum tegundum. Best að menn framkvæmi svoleiðis verknað sjálfir í sínum skúr því líkur eru á því að þetta sé aldrei til friðs :)


Sælir

Það væri gott að fá rökstuðning á þessu commenti hjá þér.
Afhverju geta menn ekki sett aðrar vélar en nissan í þessa bíla?
Af hverju þarf "sterkari bein" fyrir aðrar tegundir?
Af hverju er erfiðara að reka þessa bíla með öðrum mótorum en nissan?

Kv Geiri

P.s afþvíbara er ekki svar!
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 21.nóv 2011, 12:26

ég er búinn að heira um þessar 3,0l vélar í 90cruser líka enn þó að það sé léleg vél í crusernum gerir það ekki patrol motorin að vanmetnum mótor

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 12:53

s.f wrote:ég er búinn að heira um þessar 3,0l vélar í 90cruser líka enn þó að það sé léleg vél í crusernum gerir það ekki patrol motorin að vanmetnum mótor


það er alveg rétt enda var ég ekki að halda því fram, þetta er bara mín skoðun og reynsla á 2.8 lítra vélinni, búinn að eiga þrjá breytta y60 Patrol-a.
Síðast breytt af AgnarBen þann 21.nóv 2011, 13:03, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 13:02

Bóndinn wrote:
AgnarBen wrote:
Ef menn ætla sér að setja eitthvað annað en orginal ofan í Patrol þá er best að halda sig sem næst heimaslóðunum og fara bara í 4.2. Það þarf sterk bein til að eiga og reka Patrol með einhverjum aðskotalíffærum úr öðrum tegundum. Best að menn framkvæmi svoleiðis verknað sjálfir í sínum skúr því líkur eru á því að þetta sé aldrei til friðs :)


Sælir

Það væri gott að fá rökstuðning á þessu commenti hjá þér.
Afhverju geta menn ekki sett aðrar vélar en nissan í þessa bíla?
Af hverju þarf "sterkari bein" fyrir aðrar tegundir?
Af hverju er erfiðara að reka þessa bíla með öðrum mótorum en nissan?

Kv Geiri

P.s afþvíbara er ekki svar!


Ég hef aldrei sagt að það sé ekki hægt að gera það, fjarri því. Þetta var nú meira sett fram í glensi en svona að öllu gamni slepptu þá finnst mér bara ekkert vit í því almennt að framkvæma þetta nema að gera það inn í skúr hjá sjálfum sér (eins og þú ert að gera), bæði til þess að halda kostnaðinum niðri og að þekkja inn á setup-ið. Manni hefur fundist vera bölvað bras á þeim GM6.5 lítra vélum og einnig eitthvað á 4.2 lítra vélinni líka frá Nissan sem settar hafa verið í kringum mig í gegnum tíðina en það hefur sjálfsagt allt sínar skýringar. Bara mín skoðun en sem betur þá er ég ekki eins og fólk er flest :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Startarinn » 21.nóv 2011, 13:26

Eru leiðindin sem fylgja tegundaskiptum í húddinu ekki oftast slæmur frágangur á rafmagninu?

Ég hef oft séð slæman frágang á rafmagnsbúnaði sem menn hafa komið fyrir sjálfir, nú er ég alls ekki að segja að menn geti ekki gert hlutina almennilega, en oftar en ekki skortir þekkingu á rafmagnsfrágangi til að þetta geti gengið hnökralaust.

Þeir sem ég hef spjallað við sem hafa skipt um vélar hjá sér hafa alltaf sagt að rafmagnsfrágangurinn hafi verið mun meiri höfuðverkur en smíðin við að koma vélinni ofaní
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá -Hjalti- » 21.nóv 2011, 16:04

Ætla nú að efast stórlega að það sé eitthvað minna vesen að tengja 4.2 við 3.0 bíl heldur en eitthvað frá öðrum frammleiðanda. Nema jú að til sé eitthvað tilbúið swap kit.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Brjótur » 21.nóv 2011, 17:04

Ekki er ég að bera blak af þessari 3.0 hækju, hún er ágæt í óbreyttum bílum en EKKI breyttum, allavega ekki stærra en 38 tommu, gamla 4,2 er með stálheddi sem ég tel stóóóran kost og það er bara dásamlegt hvað hún togar á lágsnúningi. En varðandi að láta 4.2 passa í 3.0 Patrol þá er það mikil einföldun, hellingur af rafmagni sem ekki þarf að tengja og hafa áhyggjur af, reyndar nóg að tengja startarann og ádreparann og setja svo í gang, en ég mæli með að menn hafi þá beinskifta þar sem að það er ekki ódýrt og einfalt að fá skiftinguna til að tala við þessa vél, ég byrjaði á sjálfskiftingunni en hætti með hana og setti kassann sem ég fékk með dótinu við og er bara ánægður. Maður í næsta skúr við mig er hinsvegar búinn að eyða miklum tíma og áreiðanlega miklum peningum í að láta leysa þessi mál með einhverri aukatölvu og blablabla sem ég ekki skil, en núna er ég að skoða það að hafa 2 túrbínur og trúlega prufa ég það áður en ég fer í Cummins:)

kveðja Helgi

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 17:22

Hjalti_gto wrote:Ætla nú að efast stórlega að það sé eitthvað minna vesen að tengja 4.2 við 3.0 bíl heldur en eitthvað frá öðrum frammleiðanda. Nema jú að til sé eitthvað tilbúið swap kit.


4.2 Nissan passar beint framan á gírkassann og skiptinguna í 3.0 Patrolnum án nokkurra breytinga.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá -Hjalti- » 21.nóv 2011, 17:25

Umræðan var komin út í frágang á rafmagni
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 17:34

Hjalti_gto wrote:Umræðan var komin út í frágang á rafmagni


já ok, skil þig. Samt ágætt að halda þessu til haga fyrir þá sem eru að pæla í þessu .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá AgnarBen » 21.nóv 2011, 17:43

hjalti18 wrote:góða kvöldið mér langar til að forvitnast um hvar er best að finna 4.2 lita disel motor í nissan patrol y61 bilinn árg 2001 því mer langar mikið til að skifta um motor i bilnum minum væri mjog glaður að fá svör


Það eru til nokkur dæmi um menn sem hafa flutt inn sjálfir mótora frá Ebay, td einn sem ég þekki sem keypti slatta keyrðan 4.2 mótor frá UK í gegnum Ebay án túrbínu og annar sem ég þekki keypti Patrol með 4.2 í UK og flutti hann inn með norrænu. Það voru heilmiklir fimleikar í kringum þetta hjá þeim en það hafðist. þetta var nokkuð fyrir kreppu. Maður hefur síðan heyrt utan á sér um fleiri tilfelli þar sem menn fluttu mótor inn sjálfir frá UK.

Annar sem ég ræddi við frá Selfossi hafði flutt inn mótor í sinn bíl beint frá Japan en það var nýr mótor, minnir mig orginal turbo, hann fór aftur á orginal hlutföllinn 4.62 og var á 42" Irok, bíllin var beinsk hjá honum og hann lét mjög vel af þessari vél. Spurning hvort hann hafi verið í einhverju samkurli með Kidda Bergs á Selfossi, veit það ekki fyrir víst.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá jeepson » 21.nóv 2011, 21:47

s.f wrote:enn þekkir þú sjálvur enhvern sem á patrol með 2,8 mótor sem er keirður 4-500þ km og bara búið að skifta um vasdælu og vaskassa


Ég .ekki ekki neinn nei. En þekki tvo sem þekkja til manna sem eiga svona bíla og eru eknir þetta mikið. Það er ekkert vandamál að fá hvaða rellu sem er til að endast vel og lengi. Spurningin er bara hvernig hugsar maður um þetta. Svo er annað líka. Þetta eru ekki spyrnu bílar. Ef maður vill fara hratt þá er lataf hægt að kaupa kvartmílutæki sem hefur nóg tog og hross. Ég er allavega þannig að mér liggur ekkert á að vera fyrstur á staðin þó svo að það geta eflaust verið gaman. Ég vil bara komast á leiðar enda og njóta þess að skoða mig um í leiðinni. En talandi um 4,2 þá er pattinn minn fyrrverandi 4,2 bíll. Ég er búinn að prufa bílinn sem að er með þeirri vél núna og mér fanst hann ekkert virka neitt betur á lágum snúning heldur en minn bíll með sinni hand ónýtu 2,8 vél. Enda finn ég ekki fyrir þessu ægilega kraftleysi sem að menn eru altaf að tala um. Og Það væri nú gaman að vita hvort að menn séu þá miða þetta kraftleysi við bíl á 38" með orginal hlutföllum? Ég er með 5.42 og hann sparkar bara nokkuð vle áfram. En engin kvartmílu græja samt :) en hann kemst alveg uppí 90 og rúmlega það og vinnur þokkalega vel upp brekkurnar heima :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 21.nóv 2011, 23:38

jeepson wrote:
s.f wrote:enn þekkir þú sjálvur enhvern sem á patrol með 2,8 mótor sem er keirður 4-500þ km og bara búið að skifta um vasdælu og vaskassa


Ég .ekki ekki neinn nei. En þekki tvo sem þekkja til manna sem eiga svona bíla og eru eknir þetta mikið. Það er ekkert vandamál að fá hvaða rellu sem er til að endast vel og lengi. Spurningin er bara hvernig hugsar maður um þetta. Svo er annað líka. Þetta eru ekki spyrnu bílar. Ef maður vill fara hratt þá er lataf hægt að kaupa kvartmílutæki sem hefur nóg tog og hross. Ég er allavega þannig að mér liggur ekkert á að vera fyrstur á staðin þó svo að það geta eflaust verið gaman. Ég vil bara komast á leiðar enda og njóta þess að skoða mig um í leiðinni. En talandi um 4,2 þá er pattinn minn fyrrverandi 4,2 bíll. Ég er búinn að prufa bílinn sem að er með þeirri vél núna og mér fanst hann ekkert virka neitt betur á lágum snúning heldur en minn bíll með sinni hand ónýtu 2,8 vél. Enda finn ég ekki fyrir þessu ægilega kraftleysi sem að menn eru altaf að tala um. Og Það væri nú gaman að vita hvort að menn séu þá miða þetta kraftleysi við bíl á 38" með orginal hlutföllum? Ég er með 5.42 og hann sparkar bara nokkuð vle áfram. En engin kvartmílu græja samt :) en hann kemst alveg uppí 90 og rúmlega það og vinnur þokkalega vel upp brekkurnar heima :)


enn hvað ert þú búin að keira patan hjá þér mikið síðan þú fégst hann


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Kölski » 22.nóv 2011, 00:41

Hvernig var það Bóndi settir þú ekki ssk frá patrolinum aftan á cummins vélina.???


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá steinarxe » 22.nóv 2011, 01:11

Ánþess að ég ætli að fara að lofsyngja þessar meingölluðu rellur þá getur hver sem er hringt í lögreglustöðina á Blönduósi. Þar sverja menn fyrir það að ekki sé búið að opna mótor eða hedd hjá þeim en það er y60 bíll með 2,8 og á að vera kominn yfir 700 þús.Veit ekki hvort þeir eiga hann lengur en það er ekki langur timi síðan ég sá hann,kannski 2ár. En þótt að hægt sé að finna eitt og eitt dæmi um að þessar vélar snúist í ásættanlegan tíma vandræðalaust þá er það frekar undantekningin sem sannar regluna frekar en hitt, í grunninn er þetta bara misheppnaður mótor og bara hlægilegt að þeir hafi skipt út 3.3 mótornum fyrir þessa kvelju. Þar erum við að tala um alvöru grjótkvörn sem gengur á litlum loðnum kanínum og ungbarna grátri til blands eins og díselvélar eiga að vera. Nissan myndi hvergi gera sér stærri greiða en að rusla út þessum 3.0l gagnsleysingja og setja þann mótor ofaní einn af síðustu almennilegu jeppunum sem eru framleiddir enn í dag.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Startarinn » 22.nóv 2011, 11:38

steinarxe wrote: Þar erum við að tala um alvöru grjótkvörn sem gengur á litlum loðnum kanínum og ungbarna grátri til blands eins og díselvélar eiga að vera.


Bwahahaha
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá -Hjalti- » 22.nóv 2011, 11:51

Enn og aftur flæðir viska meðlima út í andrúmsloftið..

ImageImageImage
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá jeepson » 22.nóv 2011, 16:17

s.f wrote:
jeepson wrote:
s.f wrote:enn þekkir þú sjálvur enhvern sem á patrol með 2,8 mótor sem er keirður 4-500þ km og bara búið að skifta um vasdælu og vaskassa


Ég .ekki ekki neinn nei. En þekki tvo sem þekkja til manna sem eiga svona bíla og eru eknir þetta mikið. Það er ekkert vandamál að fá hvaða rellu sem er til að endast vel og lengi. Spurningin er bara hvernig hugsar maður um þetta. Svo er annað líka. Þetta eru ekki spyrnu bílar. Ef maður vill fara hratt þá er lataf hægt að kaupa kvartmílutæki sem hefur nóg tog og hross. Ég er allavega þannig að mér liggur ekkert á að vera fyrstur á staðin þó svo að það geta eflaust verið gaman. Ég vil bara komast á leiðar enda og njóta þess að skoða mig um í leiðinni. En talandi um 4,2 þá er pattinn minn fyrrverandi 4,2 bíll. Ég er búinn að prufa bílinn sem að er með þeirri vél núna og mér fanst hann ekkert virka neitt betur á lágum snúning heldur en minn bíll með sinni hand ónýtu 2,8 vél. Enda finn ég ekki fyrir þessu ægilega kraftleysi sem að menn eru altaf að tala um. Og Það væri nú gaman að vita hvort að menn séu þá miða þetta kraftleysi við bíl á 38" með orginal hlutföllum? Ég er með 5.42 og hann sparkar bara nokkuð vle áfram. En engin kvartmílu græja samt :) en hann kemst alveg uppí 90 og rúmlega það og vinnur þokkalega vel upp brekkurnar heima :)


enn hvað ert þú búin að keira patan hjá þér mikið síðan þú fégst hann


Ég er nú ekki búinn að keyra hann mikið. Hann er í um 212þús núna ef ég man rétt. Það er reyndar búið að fara í vélina á honum en það var víst ekki gert að því að alt var ónýtt. Heldur var það bara gert til vonar og varar. Það var reyndar ekkert gert í sambandi við hedd nema að skipta um pakningu ef ég mar rétt. Ég verð bara ða spyrja fyrrverandi eiganda betur útí þetta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá steinarxe » 22.nóv 2011, 16:25

Hehe,já það var einmitt það. Mátt endilega koma með smá skýringu á því hvað er svona heimskulegt og leiðinlegt:)

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Forsetinn » 22.nóv 2011, 16:27

jeepson wrote:
Ég er nú ekki búinn að keyra hann mikið. Hann er í um 212þús núna ef ég man rétt. Það er reyndar búið að fara í vélina á honum en það var víst ekki gert að því að alt var ónýtt. Heldur var það bara gert til vonar og varar. Það var reyndar ekkert gert í sambandi við hedd nema að skipta um pakningu ef ég mar rétt. Ég verð bara ða spyrja fyrrverandi eiganda betur útí þetta.


:-)
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá StefánDal » 22.nóv 2011, 17:15

jeepson wrote:
Ég er nú ekki búinn að keyra hann mikið. Hann er í um 212þús núna ef ég man rétt. Það er reyndar búið að fara í vélina á honum en það var víst ekki gert að því að alt var ónýtt. Heldur var það bara gert til vonar og varar. Það var reyndar ekkert gert í sambandi við hedd nema að skipta um pakningu ef ég mar rétt. Ég verð bara ða spyrja fyrrverandi eiganda betur útí þetta.


Mér finnst þú þá hafa lítið til málanna að leggja því að Patrolinn þinn var keyrður 207.000 þegar þú keyptir hann.
Ekki nema þá af því að þú heyrðir einu sinni Patrol eiganda segja eitthvað sem þú selur ekki dýrara en þú keyptir það en frændi þinn hann Einar er búinn að eiga þrjá Patrola....;)

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Bóndinn » 22.nóv 2011, 19:19

AgnarBen wrote:
Ég hef aldrei sagt að það sé ekki hægt að gera það, fjarri því. Þetta var nú meira sett fram í glensi en svona að öllu gamni slepptu þá finnst mér bara ekkert vit í því almennt að framkvæma þetta nema að gera það inn í skúr hjá sjálfum sér (eins og þú ert að gera), bæði til þess að halda kostnaðinum niðri og að þekkja inn á setup-ið. Manni hefur fundist vera bölvað bras á þeim GM6.5 lítra vélum og einnig eitthvað á 4.2 lítra vélinni líka frá Nissan sem settar hafa verið í kringum mig í gegnum tíðina en það hefur sjálfsagt allt sínar skýringar. Bara mín skoðun en sem betur þá er ég ekki eins og fólk er flest :)


Sæll
Ég er bara orðinn leiður á þessu tali í sumum að hitt og þettað er ekki hægt!! að ég varð að stuða þig smá! ætlaði ekki að vera með leiðindi.

kV Geiri
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Startarinn » 22.nóv 2011, 19:53

Það er nú flest allt hægt, það kostar bara meira, hvort sem það er í tíma eða peningum.

Svo eru menn líka óþreytandi í að benda á óhagræðið í hlutum sem þeir hafa enga trú á, hvort sem þeir hafa eitthvað fyrir sér í því eða ekki.

En sem betur fer erum við allir örlítið brjálaðir, annars væri enginn af okkur að dunda sér í skúrnum við misgáfulegu verkefnin okkar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá jeepson » 22.nóv 2011, 21:26

stedal wrote:
jeepson wrote:
Ég er nú ekki búinn að keyra hann mikið. Hann er í um 212þús núna ef ég man rétt. Það er reyndar búið að fara í vélina á honum en það var víst ekki gert að því að alt var ónýtt. Heldur var það bara gert til vonar og varar. Það var reyndar ekkert gert í sambandi við hedd nema að skipta um pakningu ef ég mar rétt. Ég verð bara ða spyrja fyrrverandi eiganda betur útí þetta.


Mér finnst þú þá hafa lítið til málanna að leggja því að Patrolinn þinn var keyrður 207.000 þegar þú keyptir hann.
Ekki nema þá af því að þú heyrðir einu sinni Patrol eiganda segja eitthvað sem þú selur ekki dýrara en þú keyptir það en frændi þinn hann Einar er búinn að eiga þrjá Patrola....;)


What ertu á einhverjum lyfjum eða? Ég tók það skýrt fram að ég hafði heyrt þetta frá kunningja mínum sem veit um menn sem hafa átt eða eiga bíla með þessum vélum og það hefur ekki verið þetta heðbundna vesen á þeim. Þó svo að flestir séu í vandamálum með vélarnar þá þýðir það ekki að allir séu með sama vesen.. ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá jeepson » 22.nóv 2011, 22:55

svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)


Ég er als ekkert að ákveða fyrir aðra að 2,8 sé einhver ofur vél. Vona allavega að menn hafi ekki verið að túlka það þannig. En hún er klárlega vanmetin. Ég er bara að segja það sem að ég hef heyrt og hlýt að hafa fullan rétt til þess EN hinsvegar hef ég oft sagt að ég hafi ekki orðið var við þetta voðalega kraftleysi sem að menn eru altaf að tala um. Ég er heldur ekkert að halda því fram að vélin í bílnum vinni á við einhverja 8cyl rellu. Ég er bara nokkuð sáttuð við aflið í vélinni minni miðað við stærðina á henni. Þó svo að manni langi altaf í meira afl :p Ég er reyndar með 5.42 hlutföll sem hjálpa nú mikið uppá alfið. Húnn vinnur allavega mun léttara en hún myndi gera með orginal hlutföllunum. Ég hef líka oft pælt í því hvort að menn miði þetta kraftleysi við t.d 38" bíl á orginal hlutföllunum. Eða eru menn að miða þetta við lægri hlutföll? Það væri gaman að fá svar við því :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Þorsteinn » 23.nóv 2011, 00:14

Kölski wrote:Hvernig var það Bóndi settir þú ekki ssk frá patrolinum aftan á cummins vélina.???


hann er með dodge skiptinguna, milligír úr dodge kassanum og svo patrol kassa aftan á því.


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Árni Braga » 23.nóv 2011, 06:53

Það er nú bara gaman að sjá hvað það er margir snillingar sem skrifa hér og allir vita allt.
en er það ekki málið að við erum allir sáttir við það sem við höfum í húddinu.
Ég sjálfur var að fara af 500hp Ford 46" niður í 44" Patrol með 2.8 .
það er svolítill munur þar á en er hel sáttur við minn patrol með 2.8
hann er að vísu með 5;42 hlutföll og ló ló gír og allt sem góður jeppi
þarf að hafa. þetta er Björgunarsveita bíll frá Blöndósi.
Eflaust er allar þessar vélar 2.8 3.0 3.3 og 4.2 mis góðar til síns brúks
en ég held að þær þurfi allar gott klapp til að þær endist vél og menn
verða bara að passa sig á að misbjóða þeim ekkert.
þetta er bara mín skoðun á þessu . but keep going
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur