Er með tvær spurningar varðandi Isuzu Trooper sem ég var að vona að þið gætuð svarað.
Er mikill munur á eyðslu á sjálfskiptum og beinskiptum Trooper? nú er ég að spá í 35" bíl
og svo líka hvort að það komi læsingar í þeim að aftan orginalt?
Trooper
Re: Trooper
Sæll ég var á 35'' trooper, dísel 2000 árg, sjálfsskiptum. Hann var ekki með læsingu á afturdrifi. Eyðslan á honum í langkeyrslu sem ég notaði hann mest í var frá 11-13 l/100. Það breytti ekki miklu þó ég hengdi aftaní hann kerrur. (nema þá helst ef ég var að drífa mig). Innan Rvk. eyddi hann um 15 l/100.
Ég sé mikið eftir því að hafa selt hann, skemmtilegri og betri ferðabíl hef ég ekki átt, og allar draugasögur um að þetta væri síbilandi stóðust ekki, átti hann frá 140þús upp í 220þús og engar óvæntar bilanir litu dagsins ljós á þeim tíma.
Kv. Hjalti
Ég sé mikið eftir því að hafa selt hann, skemmtilegri og betri ferðabíl hef ég ekki átt, og allar draugasögur um að þetta væri síbilandi stóðust ekki, átti hann frá 140þús upp í 220þús og engar óvæntar bilanir litu dagsins ljós á þeim tíma.
Kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Trooper
Hef aðeins reynslu af beinskiptum og á 35" hann var að eyða 11-13 lítrum og eina læsingin sem er í boði er diskalás að aftan sem í mínum bíl virkaði ekki neitt.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Trooper
Sælir
Ég er búinn að eiga bæði sjálfskiptann og beinskiptann. En sá sjálfskipti var 35" breyttur 2000 árgerð. Það er sama sagan hjá mér, hann var að nota um 12-13L innanbæjar, ég mældi hann minnst 11,2 í langkeyrslu en þá var ég með mjög lítinn tjaldvagn aftaní hjá mér. Ég var svo ánægður með þann bíl að ég seldi hann :D og fékk mér að sjálfsögðu annan Trooper en það er beinskiptur 1999 bíll sem ég er að breyta á 44".
kv
Rabbi
Ég er búinn að eiga bæði sjálfskiptann og beinskiptann. En sá sjálfskipti var 35" breyttur 2000 árgerð. Það er sama sagan hjá mér, hann var að nota um 12-13L innanbæjar, ég mældi hann minnst 11,2 í langkeyrslu en þá var ég með mjög lítinn tjaldvagn aftaní hjá mér. Ég var svo ánægður með þann bíl að ég seldi hann :D og fékk mér að sjálfsögðu annan Trooper en það er beinskiptur 1999 bíll sem ég er að breyta á 44".
kv
Rabbi
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Trooper
loftlæsing fæst bæði að framan og aftan
setti svoleiðis í minn gamla
setti svoleiðis í minn gamla
Re: Trooper
Hafið þið hugmynd um það hvað loftlæsingar kosta ? með ísetningu?
-
- Innlegg: 211
- Skráður: 15.apr 2010, 17:09
- Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Akranes
Re: Trooper
sælir
ég er með 38" breyttann sjálfskiptann og hann er að eyða 13,2L/100 í blönduðum þegar ég mældi fyrir 2 vikum.
er einungis hægt að fá diskalæsingar í afturdirfið? er engin önnur læsing sem virkar betur?
ég er með 38" breyttann sjálfskiptann og hann er að eyða 13,2L/100 í blönduðum þegar ég mældi fyrir 2 vikum.
er einungis hægt að fá diskalæsingar í afturdirfið? er engin önnur læsing sem virkar betur?
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Trooper
jk2 wrote:Hafið þið hugmynd um það hvað loftlæsingar kosta ? með ísetningu?
Ekki hugmynd keypti þetta í Benna á sínum tíma á góðu verði hann gæti átt ennþá uppí hillu einhverjar læsingar.
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Trooper
Ef köggullinn er eitthvað öðruvísi í sjalfsk. þá getur þú bara hent honum úr og sett köggul úr beinsk. í hásinguna. Ég veit um mann sem gæti selt þér svoleiðis.
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
- Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Trooper
Sæll eg var að kaupa 2000 árg um daginn ekinn 210 þús sjálfskiptann Eg er ekki búinn að mæla eyðslu er á fyrstu áfyllinguni af olíu og er búinn að keyra 110 km innanbæjar og nálinn á olíumælirinn er varla kominn í 3/4 á mælir.
en mig finnst eins og eg sé með bráðsmitandi sjúkdóm þegar eg segist eiga Trooper.
Menn fussa og sveija , þú ert með ónýta vél, ofl.ofl.
K.v
S.L
en mig finnst eins og eg sé með bráðsmitandi sjúkdóm þegar eg segist eiga Trooper.
Menn fussa og sveija , þú ert með ónýta vél, ofl.ofl.
K.v
S.L
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Re: Trooper
Sælir
Ég setti í minn ARB lás að aftan en hann fékk ég nýjan upp í Bílabúð Benna og borgaði 50þús fyrir. Það eru núna tæp 2 ár síðan og þá áttu þeir 6 lása eftir. En þar sem bílinn var skráður snemma 1999 þá passaði þessi lás í, en eftir 99 þá átti víst drifið að hafa breyst eitthvað (helda að rílufjöldinn hafi breyst) en það drif sem var í hjá mér var 23 rílu.
kv
Rabbi
Ég setti í minn ARB lás að aftan en hann fékk ég nýjan upp í Bílabúð Benna og borgaði 50þús fyrir. Það eru núna tæp 2 ár síðan og þá áttu þeir 6 lása eftir. En þar sem bílinn var skráður snemma 1999 þá passaði þessi lás í, en eftir 99 þá átti víst drifið að hafa breyst eitthvað (helda að rílufjöldinn hafi breyst) en það drif sem var í hjá mér var 23 rílu.
kv
Rabbi
Re: Trooper
Sigurjón velkominn í hópinn :D þetta er nkl það sem maður heyrir reglulega. En svo gerir maður ekkert nema að keyra og keyra og ekkert gerist. Ég sjálfur er búinn að keyra Trooperinn minn sem ég á núna yfir 70þús km og hef aðeins skipt um olíu og síur, þarf reyndar að skipta um tímareim fljótlega. Sá bíll er núna á búkkum inn í skúr á leiðinni á 44".
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Trooper
rabbimj wrote:Sælir
Ég setti í minn ARB lás að aftan en hann fékk ég nýjan upp í Bílabúð Benna og borgaði 50þús fyrir. Það eru núna tæp 2 ár síðan og þá áttu þeir 6 lása eftir. En þar sem bílinn var skráður snemma 1999 þá passaði þessi lás í, en eftir 99 þá átti víst drifið að hafa breyst eitthvað (helda að rílufjöldinn hafi breyst) en það drif sem var í hjá mér var 23 rílu.
kv
Rabbi
Ég er nokkuð viss að öxlarnir séu þeir sömu í yngri og eldri þe. 99 og upp, eitthvað var talað um þetta í v6 bílnum en mig minnir ekki í dísil 3.0. Ég er búinn að sjá þá þá nokkra öxlana, (kaninn talar um þennan mun(hvort það sé v6 eða ekki það er spurning.)), en einni munurinn sem ég sá var öðruvísi útlítandi diskalæsing í yngri bílnum.
En maður getur nú alltaf bætt við sig óþarfa þekkingu:
Hættur að eiga trooper þó að þeir séu tvímælalaust bestu kaupinn fyrir peninginn í dag, hræódýrir, flott boddý til þess að gera eitthvað meira við.
http://community.webshots.com/album/170456537FwUIFW
Fróðleikur hvernig á að stilla inn 12 bolta isuzu hásingu
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Trooper
Afsakið auðvitað er til í þetta loftlásar en ég meinti að bara er boðið uppá diskalás orginal og mér skilst að loftlásinn passi ekki í þann köggul ss. menn verða að redda sér ólæstu drifi til að koma loftlás í .
Heilagur Henry rúlar öllu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur