Ég fór inn á vef 4x4 og sá auglýsta nýliðaferð og er ekki alveg að skilja þetta.
miðað við hverjir geta skráð sig þá eru það einhverjir sem eru lengra komnir en ég allavega :)
og samt fer ég í ferðir á mínum jeppa sem stenst ekki nýliða kröfur í jeppaferðir samkvæmt þeim kröfum sem settar eru fram þarna.
Einhvernvegin hélt ég að nýliðar væru þeir sem væru að byrja á óbreittum eða lítið breittum bílum , og nýliða ferðir væru ætlaðar til að kenna mönnum
að umgangast náttúruna og jeppan , læra að snúa við ef útlitið er slæmt, aðstoða hver annan í ógöngum , og eiga skemtilega
ferð með mönnum sem eru á svipuðu róli.
Allavega missti ég áhugan á að ganga í 4x4 , fyrir mér er þetta gaman og ég held ég ferðist áfram með þeim sem hafa gaman að ferðast .
þegar ég fór í mínar fyrstu ferðir á jeppum voru dekkin 16" grófmunstruð landrover dekk og ég lærði að nota skóflu, fara varlega , meta aðstæður og
Snúa við í tíma , og hjálpast að . Með hægðini hefst það :)
Kanski er ég bara fúll að jeppinn uppfyllir ekki kröfur um nýliða jeppa hver veit.
Nú er mér öllum lokið.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Nú er mér öllum lokið.
Það er nú bara talað um að bíllinn beri sig í snjó.
Ég fékk grænt ljós í fyrra á 33" súkku en svo varð ekkert úr ferðinni vegna snjóleysis.
Það gefur augaleið að óbreyttur bíll á ekkert erindi utanvega í snjó á hálendinu.
Ég sé allavega ekkert athugavert við þessar kröfur þeirra með dekkjastærð og búnað bílanna.
Ég fékk grænt ljós í fyrra á 33" súkku en svo varð ekkert úr ferðinni vegna snjóleysis.
Það gefur augaleið að óbreyttur bíll á ekkert erindi utanvega í snjó á hálendinu.
Ég sé allavega ekkert athugavert við þessar kröfur þeirra með dekkjastærð og búnað bílanna.
Re: Nú er mér öllum lokið.
Er ekki nog fyrir þig að hafa litlunefndarferðir nánast mánaðarlega þar sem nýliðar á lítið breyttum bílum hafa forgang?
leyfðu nú nýliðum ad meira breyttum bílum að fá forgang í einni ferð í vetur..
leyfðu nú nýliðum ad meira breyttum bílum að fá forgang í einni ferð í vetur..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Nú er mér öllum lokið.
Hefur þetta farið frammhjá þér?
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... 2f57e16977
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... 2f57e16977
Litlunefndarferð 12. nóvember næstkomandi
Ákveðið hefur verið að í næstu ferð Litlunefndar verði farið Kaldadal upp að Jaka og gægst aðeins upp á Langjökull. Ferðinni verður svo slitið í Húsafelli. Opnað verður fyrir skráningu í ferðina sunnudaginn 6. nóvember og verður það nánar auglýst á heimasíðunni.
Spánefnd Litlunefndar spáir skemmtilegri ferð með hæfilegum skammti að snjó og hvetjum við alla byrjendur í jeppamennsku og aðra áhugasama til að skrá sig.
Sjáumst hress, Litlanefndin
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Nú er mér öllum lokið.
Ok ég viðurkenni að ég gerði mistök og taldi Nýliðaferðina vera Litlunefndarferð , ég hef lesið um ferðir hjá litlunefndini, séð myndir úr ferðum og litist vel á
kanski ég skelli mér með þar. :)
En eins og einn sagði að menn eigi ekkert erindi á fjöll að vetri til á óbreittum bílum þá held ég að vestfirðingar séu ekki samála , enda væru þeir þá bara heima hjá sér , nema þeir ættu breitta jeppa :) .
Það er samt altaf gaman að skiptast á skoðunum og Gott að viðurkenna þegar maður hefur rangt fyrir sér , ég óska nýliðunum góðrar ferðar og skemtunar .
Og reyni að komast í ferð með litludeildinni við fyrsta tækifæri.
kanski ég skelli mér með þar. :)
En eins og einn sagði að menn eigi ekkert erindi á fjöll að vetri til á óbreittum bílum þá held ég að vestfirðingar séu ekki samála , enda væru þeir þá bara heima hjá sér , nema þeir ættu breitta jeppa :) .
Það er samt altaf gaman að skiptast á skoðunum og Gott að viðurkenna þegar maður hefur rangt fyrir sér , ég óska nýliðunum góðrar ferðar og skemtunar .
Og reyni að komast í ferð með litludeildinni við fyrsta tækifæri.
Jeep live - im living it!
Re: Nú er mér öllum lokið.
Þú getur verið nyliði á mikið breyttum jeppa.
þetta snýst ekki alltaf um dekkjastærð.
þetta snýst ekki alltaf um dekkjastærð.
Patrol 4.2 44"
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 01.feb 2010, 01:11
- Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Nú er mér öllum lokið.
Sæll. Þetta er rétt sem hér hefur komið fram, nýliðaferðir og litladeildin er ekki endilega sami hluturinn. Endilega að ganga í 4x4, þarna fer fram gott starf sem nauðsinlegt er að styðja. Óbreittir bílar eiga lítið erindi á fjöll í snjó, það er töluvert annað mál að fara yfir heiðar sem ruddar eru regglulega þó þær séru ófærar, eins og kemur fyrir á Vestfjörðum, eða ætla sér að fara Kjöl eða Sprengisand að vetri til. En rétt er það að í upphafi fóru menn um flestar trissur á lítið eða óbreittum bílum og mokuðu og ruddu sér leið, ferðamennskan er bara orðin önnur í dag. En fyrir lítið eða óbreitta bíla er Litladeildin bara snild, þó ég hafi ekki sjálfur reynslu af þeim nema í gegn um síðuna hjá þeim þá sýnist mér að þar fari fram frábært starf. Og þar byrja menn gjarnan, fara í ferð á lítið breittum bíl en fá bakteríuna og versla sér meira breittan bíl og fara í meira krefjandi ferðir, nú eða komast að því að þetta sé bara alls ekki fyrir þá og hætta, altént, þá verða menn að byrja einhversstaðar og Litladeildin er góður staður að byrja á, þó sumir kaupi sér mikið breitta bíla og fari í nýliðaferðir hjá 4x4, þar sem er verið að leita að snjó og örlítið krefjandi aðstæðum. En þetta er allt val, endilega samt að ganga í 4x4, baráttan fyrir að halda hálendinu opnu er á fullu þar sem og í öðrum félögum, ef vinstri grænir fá að ráða verður þessu öllu lokað nema fyrir göngufólki, og líklega þá á undanþágu!
Bestu kveðjur, Stefán
Bestu kveðjur, Stefán
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Nú er mér öllum lokið.
ktor wrote:En eins og einn sagði að menn eigi ekkert erindi á fjöll að vetri til á óbreittum bílum þá held ég að vestfirðingar séu ekki samála , enda væru þeir þá bara heima hjá sér , nema þeir ættu breitta jeppa :)
Þarna stangast hlutir á þar sem ég er vestfirðingur í húð og hár. Bjó þar mín fyrstu 20 ár og voru breyttir jeppar ekki algeng sjón. Einn og einn átti þannig bíl en það voru vélsleðar sem voru notaðir þegar allt fór á kaf og ekkert mokað í marga daga.
Nú er tíðin önnur og svoleiðið ófærð heyrir sögunni til.
Svo er það nú líka svo að vegir á heiðum er ekki það sama og hálendið.
Re: Nú er mér öllum lokið.
Þegar talað er um að menn hafi farið allra sinna ferða á óbreyttum eða lítið breyttum jeppum hér á árum áður þá er það í sjálfu sér rétt. Það var nú samt þannig að hálendið opnaðist ekki fyrir almennum vetrarferðum fyrr en með tilkomu stóru dekkjana. Að vísu voru ótrúlegir hlutir sem menn fóru á gömlu willisunum en þá gáfu menn sér góðan tíma og svo voru þeir verulega mikið léttari og betur hannaðir til að takast á við þetta heldur en óbreyttir jeppar í dag. Hreint ekki sami hluturinn. Svo fóru menn svosem ýmislegt á 35 tommum og jafnvel 33 tommum áður en 38 tomma varð allsráðandi en þá gáfu menn sér góðan tíma, undirbjuggu bílana af kostgæfni og bara allt önnur klukka í gangi heldur en í ferðalögum í dag. Og enn og aftur, Hiluxar þess tíma voru léttari. Og kannski færið betra, snjór og frost en ekki endalaus krapi.
Kv - Skúli
Kv - Skúli
Re: Nú er mér öllum lokið.
Sælir.
Það er rétt að kröfurnar séu þónokkrar og ágætt að þessi misskilningur hefur verið leiðréttur hér að ofan. Þessi ferð er meira hugsuð fyrir þá sem hafa ferðast með litlunefnd eða öðrum hópum og eru á meira breyttum bílum og langar að komast í krefjandi vetrarferðir en eru kannske ekki alvanir svona ferðalögum.
Mig langar til að skjóta því að, að allir eru að sjálfsögðu velkomnir með, standist þeir skilyrðin.
Ég held að ein af eftirminnilegustu ferðum sem ég hafi farið hafi verið nýliðaferð með Ferðaklúbbnum 4x4 inní Setur.
Það er rétt að kröfurnar séu þónokkrar og ágætt að þessi misskilningur hefur verið leiðréttur hér að ofan. Þessi ferð er meira hugsuð fyrir þá sem hafa ferðast með litlunefnd eða öðrum hópum og eru á meira breyttum bílum og langar að komast í krefjandi vetrarferðir en eru kannske ekki alvanir svona ferðalögum.
Mig langar til að skjóta því að, að allir eru að sjálfsögðu velkomnir með, standist þeir skilyrðin.
Ég held að ein af eftirminnilegustu ferðum sem ég hafi farið hafi verið nýliðaferð með Ferðaklúbbnum 4x4 inní Setur.
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Nú er mér öllum lokið.
núna þá er maður búinn að vera með ''jeppadelluna'' i nokkur ár þó hún hafi aðeins
fengið að víkja fyrir öðru og maður aðalega látið sig dreyma um breyttari bíla
heldur en sukku og þá 33" og niður úr, í þessum mánuði stóðst mér tilboð
sem ég gat einfaldlega ekki neitað ! og núna i dag keyri ég um á jeep cherokiee 2.5 td 38"
breyttur en er á 35" aðeins þarf að græja bilinn til að hann sé tilbúinn á fjöll og þannig
mér liði öruggast i honum.
ég ætla klárlega að skella mér í litlunefndina því ég er nýliði og vantar fróðleik og bara hvernig
maður á að umgangast þessar aðstæður sem geta skapast þannig ég og aðrir séum
örugg, og svo auðvita til að læra á búnað og annað :) þetta starf sem á sér stað innan 4x4
er ómetanlegt allavega að minnihálfu, þýðir litið að þvælast uppá fjöllum ef þú veist ekki
hvað þú ert að gera og við hverju þú átt að búast.
svo endilega að skrá sig og vera með :) eitthverstaðar verður maður að byrja
fengið að víkja fyrir öðru og maður aðalega látið sig dreyma um breyttari bíla
heldur en sukku og þá 33" og niður úr, í þessum mánuði stóðst mér tilboð
sem ég gat einfaldlega ekki neitað ! og núna i dag keyri ég um á jeep cherokiee 2.5 td 38"
breyttur en er á 35" aðeins þarf að græja bilinn til að hann sé tilbúinn á fjöll og þannig
mér liði öruggast i honum.
ég ætla klárlega að skella mér í litlunefndina því ég er nýliði og vantar fróðleik og bara hvernig
maður á að umgangast þessar aðstæður sem geta skapast þannig ég og aðrir séum
örugg, og svo auðvita til að læra á búnað og annað :) þetta starf sem á sér stað innan 4x4
er ómetanlegt allavega að minnihálfu, þýðir litið að þvælast uppá fjöllum ef þú veist ekki
hvað þú ert að gera og við hverju þú átt að búast.
svo endilega að skrá sig og vera með :) eitthverstaðar verður maður að byrja
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Nú er mér öllum lokið.
sæll líst vel á þig svona byrjar þetta svona jeep á 38'' er að gera flotta hluti og mjög góður á 35'' á sumrin og í svona minni ferðir,svo er bara að vera ekki feiminn við að spurja hvort sem það er hér eða í ferðunum kv Heiðar
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Nú er mér öllum lokið.
þarf að læra inná jeepinn áður en maður fer að gera jólarósir á honum :P
varla hægt að bera sukku og jeep samann..
eins er mikil lesning hérna á spjallinu og rosalega góður fróðleikur ef maður nennir að lesa nó
enda alveg þrusu gott spjall :)
varla hægt að bera sukku og jeep samann..
eins er mikil lesning hérna á spjallinu og rosalega góður fróðleikur ef maður nennir að lesa nó
enda alveg þrusu gott spjall :)
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur