Þar sem mér finnst gaman að skoða smíðaþræði frá örðum, þá datt mér í hug að einhver hefði gaman að því að skoða það sem ég er að gera.
Ég er með 2003 Hilux DC með 2.5 diesel sem ég er að smíða undir fjöðrun og setja á 38 tommu dekk.
Bíllinn verður eins lágur og hægt er, en á sama tíma með eins mikla fjöðrun og hægt er. Ekkert boddýlift, kannski svona 10-20 mm fjöðrunar lift.
Í þetta nota ég Bilstein 9100 Racing series coil-over dempara. 2.5 tommu með forða búri og ACV ventli, 17 tommu travel að aftan og 10 tommu að framan. Tacoma afturhásing, heimasmíðaðar stífur að framan og verður vindustöngunum hent. Með þessu vona ég að ég nái hátt í 500 mm fjöðrun að aftan og 300 mm að framan.
Þetta þýðir að bíllinn er orðinn 15 cm breiðari en venjulegur 38 tommu hilux og þarf því eitthvað að laga til kanta.
Það fara ARB lásar í hann framan og aftan og 4.88 hlutföll.
Vél og kössum verður haldið að mestu óbreytt til að byrja með amk fyrir utan intercooler, tölvukubb, púst eitthvað fleira jafnvel.
Hugmyndin er sem sagt að smíða nokkuð léttan bíl með eyðslugranna vél sem hefur fjöðrunarkerfi sem leyfir manni að keyra alltaf í botni. Svo verður bara að koma í ljós hvort það virkar.
Svona fékk ég hann í hendurnar. Hann lenti í framákeyrslu og félagi minn keypti hann af tryggingum og lagði.

Ég byrjaði á því að rífa allt innan úr honum:


Svo byrjaði ég með sögina:


Úrklippan prófuð:

Endaði c.a. svona, tók þó aðeins meira úr gólfinu:

Nýja boddýfestingin kominn á sinn stað.

Búið að sjóða í:

Grunnað og kíttað:

Nóg pláss fyrir 31 tommuna:

Tók pallinn af og lengi hjólskálarnar:



320 mm hásingafærsla. Kannturinn á eftir að breytast, m.a. færast upp

Tacoma aftur hásing með 8.2 drifi og loftlás:

A-stífunni tilt up:



Svo kom dót:


Máta dempara og stífu:

Demparinn verður á mörkunum að koma uppúr pallinum:

Lúðruð göt:

Verið að sjóða saman stífur

Tilbúin stífa:

Stífufestingar á hásingu:


Hálf festing uppí grind:

Prófað með demparanum:

Svo þurfti að rífa að framan:

Einhverjar pælingar:

Búið að pæla og svo lengja stífuna um 75 mm til að prófa. Mun svo smíða nýjar stífur frá grunni:

Búið að lengja efri og pússla saman til að prófa hreyfingar gaf 250 mm travel, en þá rakst efri stífan í, ætti að geta nálgast 300 mm með nýjum stífum:

Þetta er það sem komið er.