Eldgos - Útsýnisstaðir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Eldgos - Útsýnisstaðir
Sælir félagar
Mig eins og svo mörgun öðrum langar að berja gosið á fimmvörðuhálsi augum og í stað þess að rífast um lokanirnar sem voru gerðar í upphafi langar mig að við höldum samantekt hérna á góðum jeppaleiðum, gönguleiðu, sleða leiðum eða bara hvað sem er. Nú er búið að loka vegum að mikklu leyta vegna aurbleytu og þessvegna ljóst að möguleikar á að nálgast gosið á vélknúnum ökutækju eru hverfandi.
Uppfært 29 Mars KL 17:15 - Hef ekki fengið neinar fréttir af aðstæðum en skv. fjölmiðlum er ekkert ferðaveður
Fljótsdalur - leiðin inn í fljótsdal er opin en leiðirnar í Tindfjöll og Emstruleið eru lokaðar vegna aurbleytu. Eitthvað er lokunin á Emstruleið umdeild, en lokuð engu að síður. Skv. upplýsingum frá vegfarenda er vegurinn inn að einhyrningi þurr en eftir það er aurbleyta. Vegurinn er engu að síður lokaður.
Þórsmörk - Er lokuð sem hættusvæði. Einhverjir hafa fengið að fara inneftir með leyfi almannavarnar/lögreglur, aðalega vísindamenn. Einhverjir hafa farið yfir Markarfljót í þórsmörk og gengið þaðan á Valahnúk. Markafljót er varasamt og hafa bílar verið að festa sig þar.
Hamragarðaheiði - Lokuð vegna aurbleytu
Skógar - Gönguleiðin á fimmvörðuháls. Ganga að gosstöðvunum tekur 4-6 tíma og eru c.a. 16km að gosinu og er hækkunin um 1000m. Gönguleiðin er mjög krefjandi núna og krefst góðs útbúnaðar.[/b] Menn verða að vera í góðu formi. Lítið/ekkert vatn er að finna á fimmvörðuhálsi þannig að göngufólk þarf að hafa nóg vatn með sér. Vindáttir hafa snúið þannig að göngufólk hefur verið að lenda í öskufalli Vegurinn er lokaður vegna aurbleytu með keðju. Fréttir eru af því að menn hafi klipt keðjurnar þannig að vegurinn er nú vaktaður, honum hefur einnig verið lokað með því að leggja vinnuvél fyrir slóðan
Mýrdalsjökull frá sólheimasandi - Var sjálfur á ferð þarna 27 Mars, leiðin upp frá sólheimasandi og að jöklinum er opin og fær öllum jeppum. Það eru góð för á jöklinum en færið utan þeirra getur verið mjög þungt. Best er að taka begju til hægri c.a. 3-400m áður en komið er að skálanum og þá finnst "hraðbrautin" þar. Leiðin sem liggur beint upp með skálanum er m.a. mikið notuð af sleðaleigunni á staðnum og eru það vinsæl tilmæli til jeppamanna að halda sig frá þeirri braut þar sem djúp jeppaför geta verið varasöm fyrir vélsleða. Ferðin frá jökuljaðrinum tók c.a. 2 tíma. Eitthvað var byrjað að skafa á jöklinum og allt eins von á að færi breytist. Færið er erfitt fyrir fjórhjól og krosshjól sem mér skilst að séu farin að sjást þarna líka. Rétt er að benda á að mýrdalsjökull getur verið sprunginn og varasamur. Iðulega er farið eftir þektum öruggum leiðum og ættu menn, Þótt að það sé mikil umferð og augljós leið þarna núna verða menn að nota skynsemina og fara ekki illa búnir. Farið er í rúmlega 1400m hæð á mýrdalsjökli og þar getur veður breyst á svipstundu. Hef ekki fregnir af því hvernig færi er þarna í dag.
Aðrar leiðir - Fjallabak, lokað vegna aurbleytu
Endilega komið með ábendingar svo ég geti uppfært þetta, eins ef einhverjir vita um aðrar leiðir.
Kv.
Óskar Andri
895-9029
oae@simnet.is
Mig eins og svo mörgun öðrum langar að berja gosið á fimmvörðuhálsi augum og í stað þess að rífast um lokanirnar sem voru gerðar í upphafi langar mig að við höldum samantekt hérna á góðum jeppaleiðum, gönguleiðu, sleða leiðum eða bara hvað sem er. Nú er búið að loka vegum að mikklu leyta vegna aurbleytu og þessvegna ljóst að möguleikar á að nálgast gosið á vélknúnum ökutækju eru hverfandi.
Uppfært 29 Mars KL 17:15 - Hef ekki fengið neinar fréttir af aðstæðum en skv. fjölmiðlum er ekkert ferðaveður
Fljótsdalur - leiðin inn í fljótsdal er opin en leiðirnar í Tindfjöll og Emstruleið eru lokaðar vegna aurbleytu. Eitthvað er lokunin á Emstruleið umdeild, en lokuð engu að síður. Skv. upplýsingum frá vegfarenda er vegurinn inn að einhyrningi þurr en eftir það er aurbleyta. Vegurinn er engu að síður lokaður.
Þórsmörk - Er lokuð sem hættusvæði. Einhverjir hafa fengið að fara inneftir með leyfi almannavarnar/lögreglur, aðalega vísindamenn. Einhverjir hafa farið yfir Markarfljót í þórsmörk og gengið þaðan á Valahnúk. Markafljót er varasamt og hafa bílar verið að festa sig þar.
Hamragarðaheiði - Lokuð vegna aurbleytu
Skógar - Gönguleiðin á fimmvörðuháls. Ganga að gosstöðvunum tekur 4-6 tíma og eru c.a. 16km að gosinu og er hækkunin um 1000m. Gönguleiðin er mjög krefjandi núna og krefst góðs útbúnaðar.[/b] Menn verða að vera í góðu formi. Lítið/ekkert vatn er að finna á fimmvörðuhálsi þannig að göngufólk þarf að hafa nóg vatn með sér. Vindáttir hafa snúið þannig að göngufólk hefur verið að lenda í öskufalli Vegurinn er lokaður vegna aurbleytu með keðju. Fréttir eru af því að menn hafi klipt keðjurnar þannig að vegurinn er nú vaktaður, honum hefur einnig verið lokað með því að leggja vinnuvél fyrir slóðan
Mýrdalsjökull frá sólheimasandi - Var sjálfur á ferð þarna 27 Mars, leiðin upp frá sólheimasandi og að jöklinum er opin og fær öllum jeppum. Það eru góð för á jöklinum en færið utan þeirra getur verið mjög þungt. Best er að taka begju til hægri c.a. 3-400m áður en komið er að skálanum og þá finnst "hraðbrautin" þar. Leiðin sem liggur beint upp með skálanum er m.a. mikið notuð af sleðaleigunni á staðnum og eru það vinsæl tilmæli til jeppamanna að halda sig frá þeirri braut þar sem djúp jeppaför geta verið varasöm fyrir vélsleða. Ferðin frá jökuljaðrinum tók c.a. 2 tíma. Eitthvað var byrjað að skafa á jöklinum og allt eins von á að færi breytist. Færið er erfitt fyrir fjórhjól og krosshjól sem mér skilst að séu farin að sjást þarna líka. Rétt er að benda á að mýrdalsjökull getur verið sprunginn og varasamur. Iðulega er farið eftir þektum öruggum leiðum og ættu menn, Þótt að það sé mikil umferð og augljós leið þarna núna verða menn að nota skynsemina og fara ekki illa búnir. Farið er í rúmlega 1400m hæð á mýrdalsjökli og þar getur veður breyst á svipstundu. Hef ekki fregnir af því hvernig færi er þarna í dag.
Aðrar leiðir - Fjallabak, lokað vegna aurbleytu
Endilega komið með ábendingar svo ég geti uppfært þetta, eins ef einhverjir vita um aðrar leiðir.
Kv.
Óskar Andri
895-9029
oae@simnet.is
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 29.mar 2010, 17:10, breytt 18 sinnum samtals.
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Óskar - Einfari wrote:Sælir félagar
Þórsmörk - Heirði orðróm í dag um að leiðin inn í þórsmörk væri opin? getur einhver staðfest.
Hamragarðaheiði - Lítið vitað um vegin að Eyjafjallajökli hvað þá aðstæður á jöklinum sjálfum. Vegna snjóleysis í vetur er þetta mjög varasöm leið. Hamragarðaheiði telst sem hættusvæði?
Þórsmörk er lokuð allri umferð annari en þeirri sem Almannavarnir leyfa. Eitthvað hefur verið um að vísindamenn fái að fara innúr en þá skráðir inn og út af svæðinu.
Hamragarðaheiði er lokuð samkvæmt fréttum í dag. Það er hvort sem er ekkert vit að fara upp þar því þá er fólk röngu megin við Eyjafjallajökul sem er lokaður allri umferð.
Mæli með gönguferðinni fyrir þá sem það geta, getur verið krefjandi en launin að sama skapi ómetanleg.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Landsbjörg hefur þetta að segja um málið:
http://landsbjorg.is/Article.aspx?catID ... wDate=true
Bendi síðan á viðvörun sem Ómar Ragnarsson setti inn á blog sitt: http://omarragnarsson.blog.is
http://landsbjorg.is/Article.aspx?catID ... wDate=true
Bendi síðan á viðvörun sem Ómar Ragnarsson setti inn á blog sitt: http://omarragnarsson.blog.is
AÐVÖRUN!
Þar sem hraunið bræðir fönnina svo að úr verður mikill gufusvelgur er STÓRHÆTTULEGT AÐ KOMA OF NÁLÆGT.
Þetta sáu menn í dag þegar mikil gufsprenging varð þar og grjót þeyttist yfir svæði sem fólk stóð á rétt áður.
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Fór af Einhyrnin í gær 24.mars. Fínt færi, enginn aurbleytta, en eftir Einhyrning mikill aubleyta, í guðana bænum fólk ekki fara lengra, flott útsýni frá Einhyrningi.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Úr öðrum þræði:
Freyr wrote:Hef Þessar uppl um færið:
Í gær fóru jeppar upp frá Sólheimasandi um kvöldmatarleytið og um miðja nótt voru þeir ennþá langt frá gosinu inn á miðjum jökli.
Síðustu eða þarsíðustu nótt (ekki viss) fór vanur maður á 44" Landrover frá Sólheimasandi og snéri við stuttu eftir að hann kom upp á hásléttuna á jöklinum því færið upp var mjög þungt og lagaðist ekki eftir því sem ofar dró.
Tveir 38" bílar áttu mjög erfitt með að komast upp og snéru svo við útaf einherju bilana veseni.
Ég hef þetta ekki frá fyrstu hendi heldur er þetta gegnum einhverja milliliði en kemur úr 3 mismunandi áttum. Hinsvegar ber öllum saman um að færið sé erfitt því snjórinn þjappast illa.
Freyr
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Ég fór upp sólheimajökull og gærkveldi og gat ég ekki séð neinar merkingar um að hann væri lokaður enda er vegurinn bara mjög góður þarna upp. Svo var þetta fína færi upp á jökli.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Frábært að heyra Magnús, komust þið/þú alveg að gosinu?
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
jájá við komust eins nálagt því og mögulega er í boði. þetta var alveg einstök upplifun að vera í návígi við þessi náttuöfl maður þarf bara að gera sér ferð upp í björtu núna fyrst maður er búinn að sá þetta í myrkri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Fólk sem ætlar austur skal hafa í huga að það er mikil umferð og getur skapast örtröð á þröngum vegum. Ég hvet fólk til að sýna gott fordæmi, halda sig við vegi og passa að valda ekki skemmdum.
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Eru einhverjar nýjar upplýsingar um færið á jöklinum? Er hægt að fara þarna um á 33" Trooper?
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
er hægt að fara á 33'' nissan upp að gosstöðum í góðu veðri.
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara einbíla þarna á minna en 38" (eða 35" á léttum bíl).
En í samfloti við stærri bíla eiga 35" og mögulega 33" bílar alveg erindi þarna upp, bara ekki fara út fyrir förin.
En í samfloti við stærri bíla eiga 35" og mögulega 33" bílar alveg erindi þarna upp, bara ekki fara út fyrir förin.
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Það er nákvæmlega ekkert mál að fara þarna á 33 tommu bílum EF þú fylgir vel troðnum förum og heldur þig í þeim, en svo er annað mál ef það byrjar að skafa eins og í morgun þá skefur fljótt í förin og færðin spillist, þannig að þetta er svona 50-50 að gera þetta.
En notabene það skóf ekki mikið í morgun.
kveðja Helgi
En notabene það skóf ekki mikið í morgun.
kveðja Helgi
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
verður ekki kolófært þarna uppeftir ef veðurspár ganga eftir næstu helgi ???
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Hafa menn eitthvað farið á jökulinn í vetur? er fært, eða er allt í sprungum og torfærum..? Var búið að aflétta ferðabanninu á jöklinum?
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Síðast þegar ég athugaði var þetta enn lokað skv almannavarnavefnum, og ekkert update frá síðustu lokun.
En hvernig var með slóðann upp frá Skógum, var hann opinn í sumar?
En hvernig var með slóðann upp frá Skógum, var hann opinn í sumar?
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Það er opið fyrir umferð núna ;)
http://www.visir.is/article/2010873250219
http://www.visir.is/article/2010873250219
Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn án gosvirkni í Eyjafjallajökli og vísindamenn fullyrða að nýr atburður í jöklinum hefði greinilegan fyrirvara, hefur verið ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á óvissustig samkvæmt tilkynningu frá almannavardeild ríkislögreglustjóra.
Eldgosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl s.l. og voru síðustu merki um eldgos í byrjun júní. Vegna þekktrar sögu eldfjallsins um löng hlé á umbrotum var ekki talið óhætt að aflétta viðbúnaði strax.
Frá því snemma í sumar hefur þó smám saman verið dregið úr viðbúnaði þó að mörg verkefni hafi verið unnin áfram. Má þar nefna aukna vöktun, viðbrögð vegna aurflóða og mat á tjóni.
Óvissustig er lægsta almannavarnastigið og með því að hafa það í gildi er verið að tryggja að áfram verið vöktun og eftirlit með þeim þáttum sem snúa að framvindu í eldfjallinu sem og þeim atriðum sem snúa að afleiðingum gossins svo sem aurflóðum og öskufoki, sem enn eiga sér stað.
Á sama tíma eru felldar úr gildi þær takmarkanir sem gilt hafa um umferð gangandi fólks sem og vélknúinna ökutækja á Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir þetta er bent á, að jökullin er mjög hættulegur yfirferðar, þar sem hann er mjög sprunginn og þakinn mikilli ösku.
Enn er hætta við eldstöðvarnar bæði á Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi vegna eitraðra gastegunda, sem streyma frá þeim. Einnig sýna mælingar að ennþá er gríðarlegur hiti í hrauninu og næst eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur nýlega mælst 800 gráðu hiti á 10 sm dýpi.
Þessi ákvörðun á ekki að hafa áhrif á þau mál sem nú eru í vinnslu og snúa að tjónabótum og öðrum málum tengdum afleiðingum eldgossins.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
það er greinilega ekki mikil fréttahlustun hjá sumum það er búiða tala um þetta á nokkrum fjölmiðlum undanfarið, og ég er hræddur um að það sé ekki búið að snjóa nóg þarna til að þetta sé öryggis vegna fært, ég fór þarna upp að jökli seint í Ágúst og þá sáust stórar sprungur en það var alveg ófært á jökli vegna gríðarlegrar misbráðnunar á ísnum, þ.e. eins og hundruð toppar á píramídum sé að rísa upp úr ísnum og voro þeir ca 2-2,5 metrar á hæð og ekki nokkur leið að komast á milli eða framhjá þeim
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Re: Eldgos - Útsýnisstaðir
Hér fær maður allar fréttir sem sem vert er að lesa ;)
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir