Í marsmánuði árið 2007 setti leiðangur 19 Þjóðverja nýtt hæðarheimsmet vélknúins farartækis á tveimur Jeep bifreiðum, er þeir óku upp hlíðar Ojos del Salado fjalls í Chile í 6.646 metra yfir sjávarmáli.
Það met stóð þó ekki lengi því þann 21. næsta mánaðar bættu tveir innfæddir metið svo um munaði og stendur það nú í 6.688 metrum. Þetta voru þeir Bravo Gonzalo Guarello og Eduardo Canales Moya, en sá fyrrnefndi er í senn ökumaður og eigandi bílsins sem notaður var til verksins, Suzuki Samurai, árgerð 1986.
Jeppaspjallið náði tali af honum og forvitnaðist um afrekið og aðdraganda þess:
Hversu lengi hefurðu verið viðriðinn jeppamennsku?
Síðan á seinni hluta áttunda áratugarins, þegar ég eignaðist fyrstu súkkuna mína. Sá sem ég á núna er númer tvö.
Afhverju Suzuki?
Einfaldlega af því að það var fyrsti jeppinn minn, eini hagkvæmi kosturinn fyrir námsmann og mikið framboð af þeim hér suðurfrá.
Seinna áttaði ég mig á því að þetta eru mjög duglegir bílar, svo eru aukahlutir í þá yfirleitt ódýrir.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að reyna við hæðarmetið?
Síðan ég var krakki hef ég fylgst með fólki reyna við metið á Ojos del Salado og þegar fyrsta Guinnes heimsmetið var sett, á Volkswagen, var ég einmitt í þeirri stöðu að geta gert þetta, hafði nægan tíma, reynslu, réttan jeppa og eitthvað að pening til að þetta gæti orðið að veruleika. Það var spurning um að hrökkva eða stökkva, því eflaust kæmist ég ekki í sömu stöðu seinna meir.
Þjóðarstoltið veitti mér einnig innblástur, ég vildi halda metinu innanlands.
Hver var undirbúningurinn og hversu langan tíma tók hann?
Ég tók mér 6 mánuði, stilla bílinn fyrir 5000m.y.s. og að gista í 4500m.y.s. í nær 30 skipti til að venjast hæðinni og minnka líkur á háfjallaveiki.
Þurfti að afla leyfis frá yfirvöldum?
Já, frá yfirvöldum héraðsins og það var í raun erfiðasti hlutinn, mér tókst næstum að klúðra því! Ótrúlegt!
Hvaða vandamálum mættir þú þegar á hólminn var komið?
Í hverri tilraun eru einhver ljón á veginum.
Í fyrstu tilraun var það veðrið. Það er eins og happdrætti, því það eru engar nothæfar veðurspár fyrir þessa hæð og þegar við mættum á svæðið þann 1. janúar var allt hvítt, næstum metersdjúpur snjór í grunnbúðum. Þá urðum við frá að hverfa því þetta er vonlaust nema jörðin sé auð.
Í annarri tilraun: Vélavandræði. Í bílnum er keflablásari og pústgreinin bræddi forðabúr stýrisins og þar með kviknaði eldur í vélarsalnum.
Í þriðju og síðustu tilraun var það bara háfjallaveikin sem hrjáði okkur.
Hve langan tíma tók lokatilraunin?
Í okkar tilviki tók þetta frekar fljótt af, þrír dagar í 4500 metra hæð og fimm klukkustundir í „klifur“. Það einfaldaði málin að hafa aðlagast hæðinni að hluta til áður.
Hvaða tækni beittir þú á snjónum? Var hleypt úr dekkjum?
Snjórinn var auðveldur, klakabreiðurnar voru erfiðari. Þá var hleypt úr dekkjum og tvisvar þurfti að nota læsingar.
Hvernig var staðið að fjármögnun? Höfðuð þið kostunaraðila?
Upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir einni tilraun og því fór það svo að kostunaraðilar borguðu þriðjung, en ég og vinir mínir tvo þriðju kostnaðarins.
Afhverju ekki hærra? Hvað myndi þurfa til að bæta metið?
Við komumst upp að bjargi sem er undirstaða eins af þremur tindum fjallsins, þangað upp er auðveldasta leiðin.
Var það flókið ferli að fá metið staðfest af Guinness?
Nei, mjög langt ferli en ekki erfitt. Stóra hindrunin var eins og áður segir, leyfi yfirvalda til utanvegaaksturs.
Hvaða breytingar voru gerðar á Súkkunni? Hversu margir tóku þátt í því?
Ég stunda grjótskrið (e. Rock crawling), svo jeppinn var þegar með Toyota hásingum, læsingum, lægri hlutföllum og skriðgír, samtals 130:1. Fyrir utan það, bætti ég við Eaton keflablásara til að vinna bug á þunna loftinu.
Ég gerði þetta allt saman sjálfur.
Hvernig höndluðuð þið súrefnisskortinn?
Eins og áður segir, bíllinn með keflablásara og ég með 30 nóttum í 4500 metra hæð á þriggja mánaða tímabili.
Myndir þú notast við sömu uppsetningu bílsins ef reyna ætti aftur? Reyndist eitthvað vera óþarfi? Hvað með dekkjastærð?
Já, ég held ég myndi engu breyta. Ekkert reyndist vera óþarfi, dekk, stærri en 35“, ættu að duga.
Styður fjölskyldan jeppadelluna?
Já, enda þekkja þau mig ekki öðruvísi.
Hefurðu einhver markmið að stefna að í framtíðinni, undir stýri?
Í raun ekki, þá bara sem áhorfandi. Stefni á Baja 1000, the King of the Hammers og Torfæruna!!!
Myndirðu vilja heimsækja Ísland einhvern tímann?
Að sjálfsögðu! Ég starfa núna í Rotterdam og ef ég verð enn hér í maí, reyni ég að koma og sjá Torfærukeppni.
Við þökkum Bravo Gonzalo kærlega fyrir spjallið og sendum bestu kveðjur til Rotterdam og Chile.
Hæðarheimsmet á jeppa.
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Hæðarheimsmet á jeppa.
Þessi maður er snillingur ef hann stæði fyrir mér þá myndi ég hleyja mig!

Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-
Re: Hæðarheimsmet á jeppa.
Snilld, takk fyrir þetta. kv Ofsi
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Hæðarheimsmet á jeppa.
Auðvitað var Súkka notuð í þetta, hvað annað. :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Hæðarheimsmet á jeppa.
Þessar súkkur standa alltaf fyrir sínu, átti í mörg ár 1985 model af lengri bílnum og þetta var algjör snilld :) Þó ég sé í amerísku deildinni núna þá yljar hugsun um gömlu súkkuna manni um hjartarætur :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Hæðarheimsmet á jeppa.
Það er ekkert vafamál hvernig bifreið verður fyrir valinu ef setja skal heimsmet.
En hafa menn áhuga og nennu í að lesa svona greinar? Viljið þið sjá meira af þessu? Hafa einhverjir áhuga á að leggja til skrif?
Hér á jeppaspjallinu er allt opið og ekkert útilokað.
Kv.
Gísli
En hafa menn áhuga og nennu í að lesa svona greinar? Viljið þið sjá meira af þessu? Hafa einhverjir áhuga á að leggja til skrif?
Hér á jeppaspjallinu er allt opið og ekkert útilokað.
Kv.
Gísli
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur