Hvaða skálar á hálendinu eru góðir?
Er farinn að hugsa um ferðir á komandi vetri og vildi kanna hvaða skálar væru boðlegir fyrir fjölskylduna.
Þetta snýst þá aðallega um að þeir séu huggulegir, þokkalega þéttir og með góða kyndingu. :)
kv HB
p.s Það þarf ekki að nefna Setrið, hann hlýtur að vera með þeim betri.
Fjölskylduvænir fjallaskálar
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Sæll
Á misjöfnu þrífast börnin bezt.
Flestir fjallaskálar í dag eru þrifalegir og fullkomlega boðlegir börnum en kúnstin er kannski frekar að finna ferðafélaga sem uppfylla sömu skilyrði. Ekki þannig að þeir séu óþrifalegir eða neitt slíkt en það er svolítil lenska að jeppamenn samankomnir í fjallaskála fái sér í tánna. Það þegar fjallaskálar breytast um stundarsakir í skemmtistað finnst mér börn eigi lítið erindi í samkomuna.
Eins er hægt að diskútera býsna lengi hvort börn, sérstaklega þau yngstu, ættu að vera í jeppa í vetrarferðum. Foreldrar þurfa allavega að hugsa sig vel um t.d. áður en ekið er í kringum vötn þar sem t.d. bíllinn getur farið í gegnum ís og sokkið býsna djúpt, mér sýnist vönustu jeppamenn vera að lenda í þessu og það þýðir að það getur gerst hjá þér líka. Það er alltílagi að velta fyrir sér hinum ýmsu aðstæðum sem hindra för og hvernig fólk ætlar að búa um börn í bílnum.
Þetta er náttúrulega svartsýnisraus og að þessu sögðu væri ég ófeiminn að bjóða börnunum mínum í jeppaferð í léttari kantinum með góðu fólki en í erfiðari ferðir þar sem von er á óvæntum erfiðleikum finnst mér þau ekki eiga erindi.
Kv Jón Garðar
Á misjöfnu þrífast börnin bezt.
Flestir fjallaskálar í dag eru þrifalegir og fullkomlega boðlegir börnum en kúnstin er kannski frekar að finna ferðafélaga sem uppfylla sömu skilyrði. Ekki þannig að þeir séu óþrifalegir eða neitt slíkt en það er svolítil lenska að jeppamenn samankomnir í fjallaskála fái sér í tánna. Það þegar fjallaskálar breytast um stundarsakir í skemmtistað finnst mér börn eigi lítið erindi í samkomuna.
Eins er hægt að diskútera býsna lengi hvort börn, sérstaklega þau yngstu, ættu að vera í jeppa í vetrarferðum. Foreldrar þurfa allavega að hugsa sig vel um t.d. áður en ekið er í kringum vötn þar sem t.d. bíllinn getur farið í gegnum ís og sokkið býsna djúpt, mér sýnist vönustu jeppamenn vera að lenda í þessu og það þýðir að það getur gerst hjá þér líka. Það er alltílagi að velta fyrir sér hinum ýmsu aðstæðum sem hindra för og hvernig fólk ætlar að búa um börn í bílnum.
Þetta er náttúrulega svartsýnisraus og að þessu sögðu væri ég ófeiminn að bjóða börnunum mínum í jeppaferð í léttari kantinum með góðu fólki en í erfiðari ferðir þar sem von er á óvæntum erfiðleikum finnst mér þau ekki eiga erindi.
Kv Jón Garðar
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Ég er nú bara að forvitnast með hvaða skála menn hafa góða reynslu af, en ekki hvernig skal búa um eða ala upp börnin.
Kofar Útivistar eru góðir er það ekki, Dalakofinn og Strútur?
Kofar Útivistar eru góðir er það ekki, Dalakofinn og Strútur?
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Svo eru þessir klassísku mjög fínir, Hveravellir (gamli skálinn), Jökulheimar (littli skálinn), Landamannalaugar og Grímsvötn, gisti allavega margoft í þessum skálum sem krakki. Svo mætti lengi telja upp ágætis skála, en varðandi hita þá eru þeir skálar sem eru hitaðir með jarðvarma alltaf heitir, sem er ótvíræður kostur.
Held það sé alger undanteking að menn séu að gista í einhverjum hreysum á hálendinu..
Held það sé alger undanteking að menn séu að gista í einhverjum hreysum á hálendinu..
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
hobo wrote:Ég er nú bara að forvitnast með hvaða skála menn hafa góða reynslu af, en ekki hvernig skal búa um eða ala upp börnin.
Kofar Útivistar eru góðir er það ekki, Dalakofinn og Strútur?
Veit ekki hvernig staðan er á Dalakofa núna en ég gisti þar fyrir nær akkúrat ári síðan og það var glatað. Það var mjög lítil kynding á staðnum, tveir gashitarar og ein gashella (mjög stór reyndar). Allir gaskútarnir á staðnum voru tómir nema tveir svo við gátum bara notað gashelluna og einn hitara. Síðan var aðal vandinn myndi ég segja að allur skálinn var eitt opið rými, bæði gömlu húsin og tengibyggingin svo það var mikið rými til að kynda. Notuðum dýnur til að loka alveg öðrum gamla skálanum frá tengibyggingunni og notuðum dýnur til að loka af efri hlutann af hinum gamla skálanum frá tengibuggingunni. Fluttum síðan bæði helluna og hitarann inn í gamla skálan sem við sváfum í og þar slefaði hitastigið rétt yfir frostmark um 1 leytið áður en við fórum að sofa eftir að hafa kynnt í 3-4 tíma. Ég held að skálinn hljóti að vera illa einangraður m.v. hvað þetta gekk illa.
Þetta kom s.s. ekki að sök þar sem við vorum með góða svefnpoka en þegar við fórum á fætur fjórum tímum seinna upp úr kl 5 var um -10°C inní í skálanum. Þegar við vorum þarna sagði ég einmitt við vin minn að ef ég hefði verið með strákinn minn (sem var 2 mán á þessum tíma) þá hefði ég farið burt. Eftir ferðina sagði ég Útivist frá þessu og fékk á tilfinninguna að þeim gæti ekki verið meira sama.
En yfir í góða hornið ;-) Ég er mjög ánægður með eftirfarandi skála, eru auðvitað mun fleiri góðir en þessir koma upp í hugann í bili:
-Setrið
-Sylgja
-Skálinn í Dyngjufjalladal
-Skálinn í Botnum, eða Botni, ekki alveg viss með nafnið, er milli Dyngjufjalladals og Mývatns.
-Laugafell
Kv. Freyr
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Sælir.
Fyrirgefðu mér, það var hreint ekki meiningin að móðga einn eða neinn en ég stend við svarið við þessari spurningu þinni. Ef þú ferð í vetrarferð með ungabarn þarftu að hugsa út í það hvernig þú kemur til með að búa um það í heilsdags eða lengri vist í kyrrstæðum vélarvana bíl, þetta er bara hlutur sem getur komið upp gæskur.
Þú veist þá líka að felst ungabörn á Íslandi alast upp við 2-4 klukkustunda svefn úti í kerru eða vagni allan ársins hring þannig að ef einhver í slíkri ferð er vanur því að sofa í kulda þá eru það börnin.
Ég skal í framhaldinu láta þig í friði með þetta.
Kv Jón Garðar
Fyrirgefðu mér, það var hreint ekki meiningin að móðga einn eða neinn en ég stend við svarið við þessari spurningu þinni. Ef þú ferð í vetrarferð með ungabarn þarftu að hugsa út í það hvernig þú kemur til með að búa um það í heilsdags eða lengri vist í kyrrstæðum vélarvana bíl, þetta er bara hlutur sem getur komið upp gæskur.
Þú veist þá líka að felst ungabörn á Íslandi alast upp við 2-4 klukkustunda svefn úti í kerru eða vagni allan ársins hring þannig að ef einhver í slíkri ferð er vanur því að sofa í kulda þá eru það börnin.
Ég skal í framhaldinu láta þig í friði með þetta.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Varla eru menn að tala um að taka hvítvoðunga á fjöll?
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Mæli með skálanum við Sultarfit sem að suðurlandsdeild F4x4 rekur.
hann er nýlega uppgerður og með öllum helstu þægindum, mjög vistlegur skáli.
Kv.
Einar
hann er nýlega uppgerður og með öllum helstu þægindum, mjög vistlegur skáli.
Kv.
Einar
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Er ekki líka ferðaskálar FÍ líka vetrarskálar eða????
-
- Innlegg: 111
- Skráður: 10.apr 2010, 09:56
- Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Myrkholt: https://www.facebook.com/group.php?gid=131248095645
veit ekki annað en að Loftur og Vilborg í Myrkholti sjái einnig um útleigu á Gíslaskála, Árbúðum og Fremstaveri. ( skálar á Kili )
veit ekki annað en að Loftur og Vilborg í Myrkholti sjái einnig um útleigu á Gíslaskála, Árbúðum og Fremstaveri. ( skálar á Kili )
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Sleðaskálinn í Laugarfelli er í uppáhaldi hjá mér, maður þarf reyndar að fá lykil á akureyri og það er víst ekki í boði fyrir hvern sem er, en þetta er minn uppáhalds fjallastaður og þó 30 stiga frost sé úti þá er stutt í laugina
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Fjandinn ég hélt að nafni minn eða einhver ætlaði að auglýsa fyrir mig bókina mína Fjallaskálar á Íslandi sem kom út í fyrra, ég verð þá bara að gera það sjálfur. Þar er fjallað um að mig minnir 400 skála, en skálar á landinu eru um 500 ef allt er talið með. Þetta er því heill hellingur og þú færð vafalaust valkvíða, hvar skal gista. Þið getið auðvita keypt bókina hjá mér á verkstæðinu að Vagnhöfða 7. Þar er ég með minnstu bókabúð í heimi :-)
Ég er nú ekki sammála félaga Jóni Garðari að þessu sinni, þó hann sé klárlega einn flottasti penninn á jeppaspjallinu að öðrum ólöstuðum. Ég ól dóttir mína upp á fjöllum og fyrir 10 ára aldur var hún búin að fara á flest jökla og yfir öll þekktustu vöð. Ég fullyrði það að hún lærði mikið af þessu og varð þetta til þess að henni gekk afburðar vel í landafræði í skóla og skilningi á umhverfismálum. Hún lærði einnig mikið í almennri jeppamennsku. Nú nýtur hún góðs af þessu bæði hvað varðar viðhald og skilning á einkabílnum. Einnig hvernig hún á að bera sig að í slæmri færð úti á landi. Hún lærði líka heilmikið um mismun á læsingum, hvað ARB loft, tregðu og no spinn var, hlutföllum og lógírum, sem allir vita að kemur sér fjandi vel í stelpu partíum :-)
Ég er nú ekki sammála félaga Jóni Garðari að þessu sinni, þó hann sé klárlega einn flottasti penninn á jeppaspjallinu að öðrum ólöstuðum. Ég ól dóttir mína upp á fjöllum og fyrir 10 ára aldur var hún búin að fara á flest jökla og yfir öll þekktustu vöð. Ég fullyrði það að hún lærði mikið af þessu og varð þetta til þess að henni gekk afburðar vel í landafræði í skóla og skilningi á umhverfismálum. Hún lærði einnig mikið í almennri jeppamennsku. Nú nýtur hún góðs af þessu bæði hvað varðar viðhald og skilning á einkabílnum. Einnig hvernig hún á að bera sig að í slæmri færð úti á landi. Hún lærði líka heilmikið um mismun á læsingum, hvað ARB loft, tregðu og no spinn var, hlutföllum og lógírum, sem allir vita að kemur sér fjandi vel í stelpu partíum :-)
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Bestu skálarnir sem ég hef gist í eru eftirfarandi.
Setrið.
Gæsavötn.
Gíslaskáli.
Grímsvötn.
Hveravellir.
Laugafell.
Áfangafell.
Kv.GJ
Setrið.
Gæsavötn.
Gíslaskáli.
Grímsvötn.
Hveravellir.
Laugafell.
Áfangafell.
Kv.GJ
Síðast breytt af G,J. þann 17.okt 2011, 07:37, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Hjörturinn wrote:Varla eru menn að tala um að taka hvítvoðunga á fjöll?
Nei ekki í mínu tilfelli, 2ja og 7 ára guttar sem kalla ekki allt ömmu sína.
Flott að fá jákvæðar sögur af skálum og aldrei að vita nema maður skelli sér í litlu bókabúðina :)
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Hérna eru nokkrir heilandi skálar
Sesseljubúð Sandbúðir Skálinn í Hænsnaveri Landakot Heilagsdalur Réttartorfa
Sesseljubúð Sandbúðir Skálinn í Hænsnaveri Landakot Heilagsdalur Réttartorfa
-
- Innlegg: 2
- Skráður: 05.okt 2010, 19:46
- Fullt nafn: Eggert Þór Birgisson
- Staðsetning: Sauðárkróki
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
Ekki gleyma skiptabakkaskála skagafjarðardeildar 4x4. Án efa að verða einn glæsilegasti skálinn á hálendinu í dag.
Eggert Þór Birgisson S: 8482004
Re: Fjölskylduvænir fjallaskálar
vatnaverið í veiðivötnum er besti skáli sem ég veit um, gríðarlega barnvænn og flottur skáli, vel upp hitaður líka
fyrir þá sem skyldu ekki þá var þetta ein mesta kaldhæðni sem hefur nokkurntíman sést á internetinu
fyrir þá sem skyldu ekki þá var þetta ein mesta kaldhæðni sem hefur nokkurntíman sést á internetinu
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur