Ég hef ákaflega litla trú á því að margirr hérna séu áskrifendur að Four Wheeler, en stenst ekki mátið að kanna það.
Allar umræður um svona blöð eru líka vel þegnar hér að neðan. Er nokkurt íslenskt bílablað í útgáfu lengur?
Kveðja,
Gísli
Könnun
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Könnun
Öll blöð um bíla og mótorsport hafa farið á hausinn eða gefist upp. Man eftir blöðum einsog Bílinn, Bílar og Sport, Mótorsport, Bílar og fólk. Eiginlega synd að svona blöð skuli ekki lifa á íslandi.
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Könnun
Já, það er synd, en líka alls ekkert óeðlilegt, þrátt fyrir að jeppamennska sé almenn hér m.v. önnur lönd þá erum við samt of fá til að það gangi upp til lengdar.
Re: Könnun
Ég er áskrifandi af helling af blöðum, þegar ég komst að því að árs áskriftin kostaði á við eitt eða tvö blöð hér hér heima þá missti ég mig aðeins.....var orðinn áskrifandi af 10-12 tímaritum á tímabili. Nú hef ég minnkað þetta en ætli maður sé ekki áskrifandi af 5-6 blöðum núna :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Könnun
Ég las Four Wheeler um tíma en fannst þeir vera á annari bylgjulengd en hentaði hér heima,þe hækka sem mest og setja sem flesta króm dempara.Veit ekki hvernig þetta er í dag í Ameríkuhrepp.Í tiltekt um daginn fann ég góðann bunka af gömlum Ísl bíla blöðum og var stór sniðugt að fletta í gegnum þau,þetta er td heimild um þróun jeppa breytinga á Íslandi.Það var líka til 3T ekki satt?
Kveðja Bessi Gunnarsson
Re: Könnun
Það hefur nú lagast hjá Fourwheeler en samt finnst mér 4Wheel&Offroad miklu betra. Offroad er komið að mestu í Prerunnera sem ég hef ekki mikinn áhuga á. Skemmtilegasta blaðið er svo bara gefið út einu sinni á ári og heitir 4x4 Garage.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Könnun
Það sem mér finnst leiðinlegast við Fourwheeler er að 50% af blaðinu eru auglýsingar eða borgaðar greinar, yfirleitt um einhver leiðinda bolt-on kit sem maður myndi ekki líta við hérna.
Ég man þó að mér þótti áskriftin alls ekki dýr þegar ég keypti hana á sínum tíma, þ.m.t. sendingarkostnaðurinn hingað. Get ekki sagt að ég sjái eftir aurnum þó það þýði ca. 2 góðar greinar í hverju blaði (og slatti af skemmtilegum myndum).
Annað mál, mér finnst að kaninn sé að uppgötva kosti þess að hafa bílana sína lægri en áður, veit það ekki fyrir víst, bara svona ályktun af því sem maður sér í þessum blöðum og erlendum spjallsíðum.
Ég man þó að mér þótti áskriftin alls ekki dýr þegar ég keypti hana á sínum tíma, þ.m.t. sendingarkostnaðurinn hingað. Get ekki sagt að ég sjái eftir aurnum þó það þýði ca. 2 góðar greinar í hverju blaði (og slatti af skemmtilegum myndum).
Annað mál, mér finnst að kaninn sé að uppgötva kosti þess að hafa bílana sína lægri en áður, veit það ekki fyrir víst, bara svona ályktun af því sem maður sér í þessum blöðum og erlendum spjallsíðum.
Re: Könnun
Ástralir eru að gera margt gott í jeppaheimum og eru ekki í svona puntu-dúkku leik eins og Ameríkumaðurinn. Kannski eru einhver góð blöð sem þeir gefa út? Ýmislegt áhugavert í jeppa-netheimum þeirra a.m.k.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Könnun
Ég hef mikinn áhuga á því að kaupa íslensk blöð eins og Bílinn, 3T, Mótorsport og fleira ef menn vilja losa sig við þau
Re: Könnun
Kaninn er löngu búinn að átta sig á því að hafa bílana lága.....þeir bílar eru bara yfirleitt ekki í blöðunum. Alvöru jeppamenn vestra kalla þessa bíla sem eru hækkaðir uppúr öllu valdi Posera. Ég hef skoðað algengar breytingar á Blazer K5 (af því að ég á nú svoleiðis breyttan) og þeir hafa lengi verið að gera það sama og við, eina sem hefur vantað uppá eru brettakantarnir en ég hef sjaldan séð þá vera að stressa sig yfir þeim.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur