Tækniþráður - Cherokee XJ
Tækniþráður - Cherokee XJ
Sælir Jeep eigendur og aðrir áhugamenn
Ákvað að stofna sérstakan breytingaþráð fyrir Jeep 4.0 vélinna og fyrir breytingar og fróðleik almennt til að reyna að safna saman sem mestum upplýsingum á sama stað og sjá hvað aðrir eru að bauka í skúrnum.
Setjið endilega hingað inn comment, hugleiðingar, reynslusögur, ábendingar um hvar hagstæðast er að kaupa hlutina, frásagnir (og myndir ef þær eru til) af breytingunum hjá ykkur osfrv.
Ákvað að stofna sérstakan breytingaþráð fyrir Jeep 4.0 vélinna og fyrir breytingar og fróðleik almennt til að reyna að safna saman sem mestum upplýsingum á sama stað og sjá hvað aðrir eru að bauka í skúrnum.
Setjið endilega hingað inn comment, hugleiðingar, reynslusögur, ábendingar um hvar hagstæðast er að kaupa hlutina, frásagnir (og myndir ef þær eru til) af breytingunum hjá ykkur osfrv.
Síðast breytt af AgnarBen þann 18.nóv 2011, 15:32, breytt 1 sinni samtals.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Ég er sjálfur með XJ með 4.0 HO vélinni sem er algjörlega óbreytt, loftflæði er óbreytt (púst og inntak) og kæling. Það líður fljótlega að því að orginal pústið fái að fjúka og þá er planið að fara út í aðgerðir til að auka afl og tork ..... ef eyðslan minnkar þá er það bónus :-)
Sem fyrsta skref er planið:
- 2,5" opið púst
- K&N sía og jafnvel að einangra loftsíuhúsið ef ég held því óbreyttu
- Bora Throttle Body út í 62mm
Varðandi pústið, eru einhver vandamál sem þarf að yfirstíga varðandi skynjara ? Hafa menn verið að láta smíða þetta hér heima eða hefur einhver pantað kit erlendis frá og sett undir sjálfur ?
Er rugl að fá sér bara K&N í orginal loftsíuhúsið og kannski stækka aðeins inntaksgatið og víkka út barkann inn á vélina ? Kónísk K&N sía gefur væntanlega meira flæði en eru engir gallar við hana, hvernig er að vera með svona opna síu á sumrin ?
Það er hægt að kaupa TB sem búið er að bora út en hefur einhver gert þetta sjálfur, er þetta nokkuð mál ?
Sem fyrsta skref er planið:
- 2,5" opið púst
- K&N sía og jafnvel að einangra loftsíuhúsið ef ég held því óbreyttu
- Bora Throttle Body út í 62mm
Varðandi pústið, eru einhver vandamál sem þarf að yfirstíga varðandi skynjara ? Hafa menn verið að láta smíða þetta hér heima eða hefur einhver pantað kit erlendis frá og sett undir sjálfur ?
Er rugl að fá sér bara K&N í orginal loftsíuhúsið og kannski stækka aðeins inntaksgatið og víkka út barkann inn á vélina ? Kónísk K&N sía gefur væntanlega meira flæði en eru engir gallar við hana, hvernig er að vera með svona opna síu á sumrin ?
Það er hægt að kaupa TB sem búið er að bora út en hefur einhver gert þetta sjálfur, er þetta nokkuð mál ?
Síðast breytt af AgnarBen þann 02.okt 2011, 23:45, breytt 1 sinni samtals.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Hér eru einhverjar myndir af mínum breytingum.
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... d05&type=1
Mínar breytingar eru eftirfarandi:
1. Kónísk sía ofan við frambretti vm.
2. 2,5" púst og bara eitt stk. opinn kútur sem heitir vortex og er frá cherrybomb. Tók hvarfakútinn og einnig aftari O2 skynjarann því hann gerir ekkert annað en að láta tölvuna vita hvað hvarfakúturinn er að bralla, átti von á að þurfa að leysa "check engine" vesen í kjölfarið en þess þurfti ekki.
3. Gjörbreytti inntakinu með því að loka brettið vm. frá vélarrýminu til að losna við hita frá síunni, get einnig tengt inntakið gegnum hvalbakinn fyrir djúpt vatn. Myndir af þessu í albúminu sem ég vísa í hér að ofan.
4. Throttle body-ið er með 60 mm spjaldi en svo þrengist það niður í 55 mm. þar sem það mætir soggreininni sem er með 62 mm. op. Ég fræsti burt þrenginguna svo það væri 60 mm alla leið í gegn og slípaði vel allar brúnir eftirá til að koma í veg fyrir flaut hljóð. Þetta gekk bara mjög vel.
Næst á dagskrá er að bæta örlítið við bensínið til að koma til móts við loftflæðibreytingar.
-Færa IAT skynjarann (lofthitaskynjarann í soggreininni) að loftsíunni í kalda loftið, þá sendir hann tölvunni boð um að styrkja blönduna, sérstaklega þar sem soggreinin er sjóðandi heit þar sem hún er beint yfir pústgreininni. Eina vandamálið er að ég fann einhverjar upplýsingar um að tölvan taki bara mark á hitaskynjaranum við botngjöf. Mér þykir það heldur undarlegt en vill komast að því hvort það sé rétt áður én ég ræðst í þetta. Mun samt sennilega færa skynjarann þó svo það hafi bara áhrif við botngjöf.
-Ef það að færa hitaskynjarann skilar ekki ásættanlegri niðurstöðu mun ég athuga með að búa til spennustilli sem stýrir spennunni inn á MAP skynjarann, þannig er hægt að breyta blöndunni að vild.
-Síðan langar mig í flækjur en tími því varla, þykir kostnaðurinn mikill m.v. ávinninginn en þær eru samt á óskalistanum.
Freyr
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... d05&type=1
Mínar breytingar eru eftirfarandi:
1. Kónísk sía ofan við frambretti vm.
2. 2,5" púst og bara eitt stk. opinn kútur sem heitir vortex og er frá cherrybomb. Tók hvarfakútinn og einnig aftari O2 skynjarann því hann gerir ekkert annað en að láta tölvuna vita hvað hvarfakúturinn er að bralla, átti von á að þurfa að leysa "check engine" vesen í kjölfarið en þess þurfti ekki.
3. Gjörbreytti inntakinu með því að loka brettið vm. frá vélarrýminu til að losna við hita frá síunni, get einnig tengt inntakið gegnum hvalbakinn fyrir djúpt vatn. Myndir af þessu í albúminu sem ég vísa í hér að ofan.
4. Throttle body-ið er með 60 mm spjaldi en svo þrengist það niður í 55 mm. þar sem það mætir soggreininni sem er með 62 mm. op. Ég fræsti burt þrenginguna svo það væri 60 mm alla leið í gegn og slípaði vel allar brúnir eftirá til að koma í veg fyrir flaut hljóð. Þetta gekk bara mjög vel.
Næst á dagskrá er að bæta örlítið við bensínið til að koma til móts við loftflæðibreytingar.
-Færa IAT skynjarann (lofthitaskynjarann í soggreininni) að loftsíunni í kalda loftið, þá sendir hann tölvunni boð um að styrkja blönduna, sérstaklega þar sem soggreinin er sjóðandi heit þar sem hún er beint yfir pústgreininni. Eina vandamálið er að ég fann einhverjar upplýsingar um að tölvan taki bara mark á hitaskynjaranum við botngjöf. Mér þykir það heldur undarlegt en vill komast að því hvort það sé rétt áður én ég ræðst í þetta. Mun samt sennilega færa skynjarann þó svo það hafi bara áhrif við botngjöf.
-Ef það að færa hitaskynjarann skilar ekki ásættanlegri niðurstöðu mun ég athuga með að búa til spennustilli sem stýrir spennunni inn á MAP skynjarann, þannig er hægt að breyta blöndunni að vild.
-Síðan langar mig í flækjur en tími því varla, þykir kostnaðurinn mikill m.v. ávinninginn en þær eru samt á óskalistanum.
Freyr
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Ég átti einusinni Cherokee með 4.0 HO vél setti k&n síu í hann,,,varð ekki var við neina breyttingu á bílnum við það svo ég myndi segja að þú gætir alveg sleppt því
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Ég er að vísu á Musso, en ekki Jeep, en ég er með K&N sýu í bílnum hjá mér, og er hún í orginal síuhúsinu og er eini munurinn sem er hjá mér á Disel vél sá að hann eiðir aðeins minna á klukkutímann í þungu færi, annan mun finn ég ekki á því að vera með pappa og K&N.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Freyr wrote:4. Throttle body-ið er með 60 mm spjaldi en svo þrengist það niður í 55 mm. þar sem það mætir soggreininni sem er með 62 mm. op. Ég fræsti burt þrenginguna svo það væri 60 mm alla leið í gegn og slípaði vel allar brúnir eftirá til að koma í veg fyrir flaut hljóð. Þetta gekk bara mjög vel.
Notaðirðu standborvél eða eitthvað svoleiðis til að stækka gatið eða einhvern handfræsara ?
Ég fann síðan smá lýsingu á þessari aðgerða á netinu
http://go.jeep-xj.info/HowtoTBboring.htm
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Orginal síuhúsið flæðir illa og ætti að skipta því út. Annars a.m.k. að opna betur inntakið framaná því og taka einnig þrenginguna úr því þar sem barkinn frá soggrein kemur á það, sú þrenging/sá stútur er hljóðdeyfir sem dregur úr loftflæðinu.
Freyr
Freyr
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Notaði bara handfræsara fyrir það mesta og kláraði svo með sandpappír, tók smá tíma en kom mjög vel út.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Ég er með 4.0 pre-HO og er búinn að setja á hana flækjur og opnara púst. Þrælgott sound í bílnum og hann er örlítið sprækari líka fyrir vikið.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Nú svo ef einhverjum vantar rafmagnsteikningarnar sem Elli var með hérna um daginn þá er ennþá hægt að sækja þær á serverinn hjá mér:
RAR skrá -> http://www.oskarandri.com/teikn/jeep%20rafmagnsteikningar.rar
ZIP skrá -> http://www.oskarandri.com/teikn/jeep%20rafmagnsteikningar.zip
Ef einhverjum vantar forrit til að afþjappa RAR eða ZIP þá styður 7-zip bæði -> http://www.7-zip.org/
RAR skrá -> http://www.oskarandri.com/teikn/jeep%20rafmagnsteikningar.rar
ZIP skrá -> http://www.oskarandri.com/teikn/jeep%20rafmagnsteikningar.zip
Ef einhverjum vantar forrit til að afþjappa RAR eða ZIP þá styður 7-zip bæði -> http://www.7-zip.org/
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Fínt að vita af þessu öllu þar sem að ég er að gæla við að kaupa 87árg af cherokee :) En einn félagi minn sagði mér að menn úti hafa verið að nota spíssa úr 302 mustang vélinni á 4lítra. cherokee bílana. Þeir passa víst beint og gefa aukið afl. Mig dauðlangar að prufa þetta og sjá hvort að það sé eitthvað til í þessu.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Átti Grand Cherokee með þessari vél,setti í hann KN síu,flækjur frá Banks og 2.5" opið púst.
Fann mun við alla þessa hluti, sérstaklega við pústið og flækjurnar.
Kv.GJ
Fann mun við alla þessa hluti, sérstaklega við pústið og flækjurnar.
Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
svopni wrote:Ég er aðeins að vandræðast með eitt. Uppúr ventlalokinu koma 2 slöngur. Önnur kemur inná loftsíuboxið og er öndun ekki satt? Það virðist hafa smitast einhver olía um þá slöngu og inní boxið og í síuna. Afhverju stafar þetta? Og hinsvegar er það grönn slanga sem ég hef ekki hugmynd um hvaða tilgangi þjónar en hún er í sundur hjá mér. Hvaða slana er það? Þess má geta að það var ónýtur pústskinjarinn á greininni ef að það hefur eitthvað með þetta að gera þó ég reikni nú ekki með því. Gangurinn í vélinni er eðlilegur. Ég treysti á að Agnar eða Freyr geti svarað þessu ;)
Sæll
Fremri slangan er öndunarslangan fyrir vélina, vakúmið í inntakinu sér um að soga olíumettað loft úr sveifarhúsinu og mynda þannig hugsanlega undirþrýsting í vélinni en sennilega oftast nær og jafnvel alltaf bara draga úr yfirþrýstingi sem getur myndast þegar örlítill brunaþrýstingur sleppur niður með stimplum. Öndunin sér þannig um að minnka álag á pakkdósir og pakkningar og einnig er hún mengunarvarnarbúnaður því með þessu móti brennir vélin þessum olíugufum í stað þess að þær sleppi út i andrúmsloftið.
Aftari slangan fer í canister kútinn sem er staðsettur neðarlega framan við hvalbakinn hm. við vélina, sá kútur sér um að gleypa bensíngufur og er mengunarvarnabúnaður.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort maður fái ekki kaldara loft inn á vél og hreinna með því að sleppa því að láta vélina sjúga loft inn a sig gegnum öndunina? En ef því er breytt er spurning hvort það fari frekar að leka með t.d. pakkdósum á sveifarás.
Freyr
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
jeepson wrote:Fínt að vita af þessu öllu þar sem að ég er að gæla við að kaupa 87árg af cherokee :) En einn félagi minn sagði mér að menn úti hafa verið að nota spíssa úr 302 mustang vélinni á 4lítra. cherokee bílana. Þeir passa víst beint og gefa aukið afl. Mig dauðlangar að prufa þetta og sjá hvort að það sé eitthvað til í þessu.
Þessir spíssar flæða 24 lb/hr meðan orginal flæða 19 lb/hr (ekki alveg viss með orginal töluna). Ef þú ert ekki með stroker vél (slagrými 4,5 og upp úr) eða búinn að gera meiriháttar breytingar til að auka loftflæðið mikið þá mun þessi breyting fyrst og fremst skila þér mun meiri eyðslu en sáralitlu afli. Ef þú vilt auka aðeins við bensínið er ódýrast og auðveldast að setja stillanlegan regulator framaná railið og bæta aðeins við bensínþrýstinginn, þetta er partanúmerið sem þig vatnar: HES8790FR
Það er hægt að eiga við bensínþrýstinginn með þessu móti á bílum til '96. Eftir '97, á sjálfur '97, er regulatorinn ofaná dælunni aftur í tank og dælan sendir alltaf 49 psi fram að vél meðan eldri bílarnir voru með lægri þrýsting (39 psi kemur upp í hugann en ég er alls ekki viss).
Kv. Freyr
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Það er allavega hægt að taka þrenginguna úr stútnum þar sem barkin kemur uppá loftsíuboxið, hafið þið smíðað spacer undir trottleboddy er að spá í að grja svoleiðis spurning hvort það muni einhverju svo er spurning að setja bara auka lofthitanema í loftintakið og getað svissað á milli og fundið muninn.
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Freyr wrote:Aftari slangan fer í canister kútinn sem er staðsettur neðarlega framan við hvalbakinn hm. við vélina, sá kútur sér um að gleypa bensíngufur og er mengunarvarnabúnaður.
Freyr
Kúturinn er staðsettur inn í framstuðara farþegamegin í mínum ´95 bíl.
kveðja frá Berlín
Agnar
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
svopni wrote:Ég vissi að Freyr væri með þetta :) En aftari slangan sem er þessi granna plast slanga liggur hjá mér fram með ventlaloknu og í einhvern fjandan þar sem ég veit ekki hvað er. Málið er að hún er í sundur þessi slanga. Getur það verið ástæðan fyrir því að það er að smitast olíudrulla allaleið í loftsíuboxið? S.s að þá nái að draga loft í gegnum þá litlu slöngu og mynda of mikið vacuum í önduninni sem þá nær að draga með sér olíu? Og hvernig hafið þið græjað þessa öndun þegar settur er sveppur?
Taktu myndir af þessu og póstaðu þeim hér eða líttu í heimsókn til mín á bílnum við tækifæri.
Freyr
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
AgnarBen wrote:Freyr wrote:Aftari slangan fer í canister kútinn sem er staðsettur neðarlega framan við hvalbakinn hm. við vélina, sá kútur sér um að gleypa bensíngufur og er mengunarvarnabúnaður.
Freyr
Kúturinn er staðsettur inn í framstuðara farþegamegin í mínum ´95 bíl.
kveðja frá Berlín
Agnar
Litli kúturinn hm. í framstuðaranum er bara vacum forðabúr, lítur hann ekki svona út þessi kútur hjá þér?

Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
juddi wrote:Það er allavega hægt að taka þrenginguna úr stútnum þar sem barkin kemur uppá loftsíuboxið, hafið þið smíðað spacer undir trottleboddy er að spá í að grja svoleiðis spurning hvort það muni einhverju svo er spurning að setja bara auka lofthitanema í loftintakið og getað svissað á milli og fundið muninn.
Ég er einmitt að spá í að færa hitaskynjarann úr soggreininni hjá mér og setja hann við hliðina á loftsíunni. Ég veit þetta ekki fyrir víst en það er samt hugsanlegt að þessi breyting styrki einungis blönduna við botngjöf. Hef reynt að finna tæmandi lista um það hvernig innspítinginn vinnur nákvæmlega, þ.e. hvaða skynjurum tölvan tekur mark á hverju sinni en hef ekki enn fundið nógu tæmandi eða áreiðanlegar upplýsingar.
Freyr
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
svopni wrote:Ég vissi að Freyr væri með þetta :) En aftari slangan sem er þessi granna plast slanga liggur hjá mér fram með ventlaloknu og í einhvern fjandan þar sem ég veit ekki hvað er. Málið er að hún er í sundur þessi slanga. Getur það verið ástæðan fyrir því að það er að smitast olíudrulla allaleið í loftsíuboxið? S.s að þá nái að draga loft í gegnum þá litlu slöngu og mynda of mikið vacuum í önduninni sem þá nær að draga með sér olíu? Og hvernig hafið þið græjað þessa öndun þegar settur er sveppur?
ástæðan fyrir að olía er að fara upp um þessa slöngu er bara ein og það er of mikill þrýstingur í blokkinni sem orsakast af slöppum stimpil hringjum. þú getur tekið þessa slöngu af og fundið þegar bílinn er í gangi að það kemur líklega svolítið loft út um hana og oft í takt við gang vélarinnar þegar hringir eru orðnir mjög slappir.
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Freyr wrote:AgnarBen wrote:Freyr wrote:Aftari slangan fer í canister kútinn sem er staðsettur neðarlega framan við hvalbakinn hm. við vélina, sá kútur sér um að gleypa bensíngufur og er mengunarvarnabúnaður.
Freyr
Kúturinn er staðsettur inn í framstuðara farþegamegin í mínum ´95 bíl.
kveðja frá Berlín
Agnar
Litli kúturinn hm. í framstuðaranum er bara vacum forðabúr, lítur hann ekki svona út þessi kútur hjá þér?]
my bad Vopni, þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá Freyr, þetta er vacum forðabúr en ekki mengunarkúturinn :)
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Ef slangan er ekki tengd er ekki vacum á vélinni sem eykur líkurnar á olíulekum, t.d. með pakkdósum á sveifarás.
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
Það er einfalt. Þú sérð það á kúluni á hásinguni.. (Lokinu)
Hér á myndinni eru hásingar Chrysler 8.1/4", Dana 35 og Dana 44 sem komu sem afturhásingar undir þessum bílum. Dana 30 kom hinsvegar að framan undir þessum bílum eins og þú líklega veist :)

Kv.
Hér á myndinni eru hásingar Chrysler 8.1/4", Dana 35 og Dana 44 sem komu sem afturhásingar undir þessum bílum. Dana 30 kom hinsvegar að framan undir þessum bílum eins og þú líklega veist :)

Kv.
Re: Tækniþráður - Jeep 4.0 HO vélarbreytingar
svopni wrote:Er þetta ekki að verða bara alhliða XJ þráður ;) Hvernig get ég séð í fljótu bragði hvort það er dana 44 eða 35 undir bílnum að aftan. Las að þeir voru til með dana 44 fram til 1990.
Jú ekki spurning, ég breytti bara fyrirsögninni :)
-
- Innlegg: 146
- Skráður: 14.jan 2011, 23:54
- Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Borgarnes
- Hafa samband:
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
http://www.greatlakesxj.com/
flest um þessa bíla þarna, bæði á forum og síðan er hægt að finna allar teikningar og allt þarna fyrir XJ.
flest um þessa bíla þarna, bæði á forum og síðan er hægt að finna allar teikningar og allt þarna fyrir XJ.
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
-
- Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Sælir, rakst inn á þetta spjall og datt í hug að skrifa stutta lýsingu á mínum bíl.
'91 Cherokee Sport 4.0L Beinskiftur.
Hásingar og dekk
38" GH-dekk á 14" felgum með 85mm backspace
-9" Ford hásing með NoSpin að aftan, 4-links(5), langir koni demparar (fjaðrar 28cm), Superior-HevyDuty öxlum, 9/16 felguboltum og innbyggðum úrhleypibúnaði.
-Dana44 hásing með NoSpin að framan, Ramcharger nöf með diskum og 9/16 felguboltum, Bronco stífur, langir koni demparar (fjaðrar 32cm), Superior-HevyDuty öxlum með 30mm krossum og innbyggðum úrhleypibúnaði.
-Afturhásing færð aftur (man ekki hvað mikið) þannig að aftur kannturinn er allur á brettinu en ekki hurðinni eins og venjulega.
-Framhásing með sérsmíðaðri millibilsstöng þar sem togstöngin kemur í hana lengst til hægri en ekki nánast í miðju eins og örginal (beygði oft gömlustöngina áður en ég breytti þessu :( )
Aðrar breytingar
-Aicondition dælu breyt í loftdælu með öllu tilheyrandi, pressostati,20Lkút undir bíl og svo manual krana stýrikerfi fyrir úrhleypibúnað með þrýstistilli (get stillt það á ákveðinn þrýsting sem kerfið heldur í dekkjunum.
-Stýrissnekkja færð niður um ca 5cm og sett styrktar stífa þvert yfir í grind hægra megin.
-Bensíntankur skorinn í sundur og síkkaður um 7cm ásamt því að fjarlægja einhverja "yfirfyllivörn" úr honum, tekur 125L eftir breytingu
-Smíðaður spilbiti með drullutjaks sætum og dráttar eyrum að framan (ekki ósvipaður þeim sem Freyr smíðaði)
Aukaraf og kastarar
Aukarafkerfi í bílnum fyrir allann aukabúnað
2 stórir PIAA kastarar að framan
4 PIAA þokulós að framan (2 á stuðara og 2 feld inn í stuðara)
2 hliðar vinnuljós
2 bakkljós
9000lbs spil
og fl.
Svo það sem flestir hafa kannski meiri áhuga á VÉLIN
-Planað og portað hedd
-Boruð út 0,075
-Flækjur
-Air aid Loftsía http://www.airaid.com/ProductDetail.asp ... ID=311-136
-PowerAid®; Throttle Body Spacer "Hi-CLone" http://www.airaid.com/ProductDetail.asp ... ID=310-510
-Takkastýrð (off/auto) tjún-tölva, ef hún er á on þá kemur hún bara inn undir álagi annars vinnur vélin normal. Sögð bæta upp undir 25% við afl og tog, http://www.venom-performance.com/index. ... nt=vcn400#
Vélin er áætluð vera að skila ca 270-300hö eyðsla 16/22 og ca 27 í vetrarferðum, virkar gríðarlega skemmtilega, mjög spræk og togar óendanlega (það munaði sérstaklega mikið um tölvuna).
Svo svona over all er ég afskaplega sáttur við bílinn varðandi drifgetu, fjöðrun og drifgetu, langar samt eiginlega orðið í svolítið yngri bíl en tími ekki að selja þennan:/

'91 Cherokee Sport 4.0L Beinskiftur.
Hásingar og dekk
38" GH-dekk á 14" felgum með 85mm backspace
-9" Ford hásing með NoSpin að aftan, 4-links(5), langir koni demparar (fjaðrar 28cm), Superior-HevyDuty öxlum, 9/16 felguboltum og innbyggðum úrhleypibúnaði.
-Dana44 hásing með NoSpin að framan, Ramcharger nöf með diskum og 9/16 felguboltum, Bronco stífur, langir koni demparar (fjaðrar 32cm), Superior-HevyDuty öxlum með 30mm krossum og innbyggðum úrhleypibúnaði.
-Afturhásing færð aftur (man ekki hvað mikið) þannig að aftur kannturinn er allur á brettinu en ekki hurðinni eins og venjulega.
-Framhásing með sérsmíðaðri millibilsstöng þar sem togstöngin kemur í hana lengst til hægri en ekki nánast í miðju eins og örginal (beygði oft gömlustöngina áður en ég breytti þessu :( )
Aðrar breytingar
-Aicondition dælu breyt í loftdælu með öllu tilheyrandi, pressostati,20Lkút undir bíl og svo manual krana stýrikerfi fyrir úrhleypibúnað með þrýstistilli (get stillt það á ákveðinn þrýsting sem kerfið heldur í dekkjunum.
-Stýrissnekkja færð niður um ca 5cm og sett styrktar stífa þvert yfir í grind hægra megin.
-Bensíntankur skorinn í sundur og síkkaður um 7cm ásamt því að fjarlægja einhverja "yfirfyllivörn" úr honum, tekur 125L eftir breytingu
-Smíðaður spilbiti með drullutjaks sætum og dráttar eyrum að framan (ekki ósvipaður þeim sem Freyr smíðaði)
Aukaraf og kastarar
Aukarafkerfi í bílnum fyrir allann aukabúnað
2 stórir PIAA kastarar að framan
4 PIAA þokulós að framan (2 á stuðara og 2 feld inn í stuðara)
2 hliðar vinnuljós
2 bakkljós
9000lbs spil
og fl.
Svo það sem flestir hafa kannski meiri áhuga á VÉLIN
-Planað og portað hedd
-Boruð út 0,075
-Flækjur
-Air aid Loftsía http://www.airaid.com/ProductDetail.asp ... ID=311-136
-PowerAid®; Throttle Body Spacer "Hi-CLone" http://www.airaid.com/ProductDetail.asp ... ID=310-510
-Takkastýrð (off/auto) tjún-tölva, ef hún er á on þá kemur hún bara inn undir álagi annars vinnur vélin normal. Sögð bæta upp undir 25% við afl og tog, http://www.venom-performance.com/index. ... nt=vcn400#
Vélin er áætluð vera að skila ca 270-300hö eyðsla 16/22 og ca 27 í vetrarferðum, virkar gríðarlega skemmtilega, mjög spræk og togar óendanlega (það munaði sérstaklega mikið um tölvuna).
Svo svona over all er ég afskaplega sáttur við bílinn varðandi drifgetu, fjöðrun og drifgetu, langar samt eiginlega orðið í svolítið yngri bíl en tími ekki að selja þennan:/
Síðast breytt af Doddi23 þann 20.nóv 2012, 23:09, breytt 2 sinnum samtals.
-
- Innlegg: 125
- Skráður: 25.apr 2012, 18:03
- Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
- Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
- Staðsetning: Rvk
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Er með þennan eðalbíl en allir botnlistar á öllum hurðum eru fúnir og ónýtir. Þeir kosta um 100.000 hjá H.Jónsson . Svo vantar aðalljós, vinstra hornstefnuljós. Hann er líka siginn vel að aftan, á ég að skipta út fjöðrum fyrir nýjar, setja eitt blað auka inn í eða hækkunarklossa bara ?
Pakkdósir á drifkögglum og sveifarás leka, hvar er best að fá það ?
Pústgrein springin einhversstaðar held ég, hvar fæ eg hana ef ekki er hægt að sjóða í hana ?
Fékk hamar, kveikjulok og kerti hjá N1, áttu ekki þræðina en H.Jónsson sagðist eiga allt og þeir töluðu um að betra væri að fá allan originalinn hjá þeim því það munaði helling í eyðslu o.þ.h. Er þetta rétt ?
Með fyrirframþökk Friðrik :)
Pakkdósir á drifkögglum og sveifarás leka, hvar er best að fá það ?
Pústgrein springin einhversstaðar held ég, hvar fæ eg hana ef ekki er hægt að sjóða í hana ?
Fékk hamar, kveikjulok og kerti hjá N1, áttu ekki þræðina en H.Jónsson sagðist eiga allt og þeir töluðu um að betra væri að fá allan originalinn hjá þeim því það munaði helling í eyðslu o.þ.h. Er þetta rétt ?
Með fyrirframþökk Friðrik :)
Virðingarfyllst Friðrik :)
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Daginn!
Það er einmitt þessi eðalmótor í Wranglernum hjá mér, ferð að verða frekar þreittur á honum.
Málið er að!
Það hefur verið örlítið og sjaldan ventla/undirliftu glamur í bílnum, þanigaðtil ég skipti um olíu á honum, setti 10-40 á hann sem er gefið upp af framleiðanda. þá byrjaði sko alvöru ventla glamur... sem alldrey hefur heyrst í honum blessuðum áður.
Útfrá þessu glamri hefur einnig komið fram gangtruflanir... og aflleysi. (sem er sennilega útaf því að undirlifturnar ná ekki að halda nógu vel við)
Spurningin er:
Hver er besta lausnin við að laga þetta?
Er ráðlagt að þinna út olíuna með sjálfskipti vökva í von um að hreynsa upp skít í undirliftum með auknum þrístingi olíunnar, þá hve mikinn vökva á móti olíu?
Er málið að fá sér alvöru mótor og gleima þessari dellu bara?
Kv
Groddi
Það er einmitt þessi eðalmótor í Wranglernum hjá mér, ferð að verða frekar þreittur á honum.
Málið er að!
Það hefur verið örlítið og sjaldan ventla/undirliftu glamur í bílnum, þanigaðtil ég skipti um olíu á honum, setti 10-40 á hann sem er gefið upp af framleiðanda. þá byrjaði sko alvöru ventla glamur... sem alldrey hefur heyrst í honum blessuðum áður.
Útfrá þessu glamri hefur einnig komið fram gangtruflanir... og aflleysi. (sem er sennilega útaf því að undirlifturnar ná ekki að halda nógu vel við)
Spurningin er:
Hver er besta lausnin við að laga þetta?
Er ráðlagt að þinna út olíuna með sjálfskipti vökva í von um að hreynsa upp skít í undirliftum með auknum þrístingi olíunnar, þá hve mikinn vökva á móti olíu?
Er málið að fá sér alvöru mótor og gleima þessari dellu bara?
Kv
Groddi
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
hvaða annan mótor ætlaru að setja í staðin ? þessi AMC 242 eða 4.0 er sennilega með betri 6cyl mótorum sem kanin hefur frammleitt
1992 MMC Pajero SWB
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Oskar K wrote:hvaða annan mótor ætlaru að setja í staðin ? þessi AMC 242 eða 4.0 er sennilega með betri 6cyl mótorum sem kanin hefur frammleitt
Rétt er það. Mer hefur verið bent á 3.9L v8 úr landrover (sem er líka amc) mikið léttari vél, sama hestaflatala en torkar aðeins meira, svo hefur TDR notað þessar vélar i mörg ár og er því mikið um tuneup hluti að finna i þær.en Ef að maður er með heila 242 vél sem reglulega hefur verið skipt um olíu á, þá ganga þær endalaust!
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Rover vélin er GM ættuð (buick) og er ekkert tengd amc.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
jeepcj7 wrote:Rover vélin er GM ættuð (buick) og er ekkert tengd amc.
Amc hannaði velina, svo tóku aðrir við henni...
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Hef aldrei heyrt af því að amc hafi komið nálægt þessari vél er eitthvað til um það sem hægt er að skoða?
http://en.wikipedia.org/wiki/Rover_V8_engine
http://en.wikipedia.org/wiki/Rover_V8_engine
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 125
- Skráður: 25.apr 2012, 18:03
- Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
- Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
- Staðsetning: Rvk
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Góðan daginn vinir.
Vitið þið um botn glerlista á allar hurðir á cherokee 1994 fyrir lítið eða s.s. notað en ok standi :)
Vitið þið um botn glerlista á allar hurðir á cherokee 1994 fyrir lítið eða s.s. notað en ok standi :)
Virðingarfyllst Friðrik :)
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Hvernig er einfaldast að redda millibilstönginni að framan svo hún sé í heilu milli liðhúsana
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
hefur engin breytt stýrisgangi í svona bíl
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 146
- Skráður: 14.jan 2011, 23:54
- Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Borgarnes
- Hafa samband:
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Setur liðhús af Grand Cherokee WJ farþega meginn...
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Re: Tækniþráður - Cherokee XJ
Ég man ekki alveg hvað þarf að mixa kringum það (hef ekki gert þetta eða skoðað svona sjálfur) en veit að t.d. um einn rubicon (dana 44 miðja en er víst dana 30 þar fyrir utan) með WJ liðhús og það skapaði vandamál með bremsur og e.t.v. fleira, þurfti held ég að búa til einhverja spacera....
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir