Neytendavaktin
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Neytendavaktin
Datt það í hug um daginn að gott væri að stofna þráð þar sem menn gætu deilt vitneskju um ódýr verð hjá fyrirtækjum eða öðrum, um það sem viðkemur jeppum.
Þetta sparar jeppamönnum tíma og peninga og fær söluaðilinn aukin viðskipti fyrir að bjóða lágt verð, allir græða.
Þetta sparar jeppamönnum tíma og peninga og fær söluaðilinn aukin viðskipti fyrir að bjóða lágt verð, allir græða.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Neytandavaktin
Lýst vel á þessa hugmynd :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Neytandavaktin
Árni Brynjólfs rennismiður tekur 22 kall fyrir að snúa liðhúsum á hilux hásingum, Breytir tekur 80+ og Stál og Stansar 75
Árni Brynjólfs stillir líka Toyotu drif 3rd member fyrir 22 þús kallinn
Gull af manni
Árni Brynjólfs stillir líka Toyotu drif 3rd member fyrir 22 þús kallinn
Gull af manni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Neytandavaktin
Ég mæli með Nýbarða í Garðabæ, ódýrir og þægileg þjónusta.
Lét þá setja 38" dekk á 14" breiðar felgur, kítta það fast og ballansera. Þetta tók þá drjúga stund og kostaði mig 11 þús slétt án afsláttar. Mér finnst það vel sloppið.
http://www.nybardi.is/
Lét þá setja 38" dekk á 14" breiðar felgur, kítta það fast og ballansera. Þetta tók þá drjúga stund og kostaði mig 11 þús slétt án afsláttar. Mér finnst það vel sloppið.
http://www.nybardi.is/
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 31.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
- Bíltegund: Dodge Ram 2500
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Neytandavaktin
ég lét einmitt setja 46" dekk á felgur hjá þeim í nýbarða um daginn, minnir að ég hafi borgað um 15þús mjög ánægður með þá.
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"
Re: Neytandavaktin
Sindri er með skífur í slípirokka á mjög góðu verði, frá 99 kr. stk. Einnig eru þeir með verkfæri frá Toptool á mjög góðu verði en þau eru samt fín, á topplyklasett o.fl. frá þeim og er ánægður með það allt saman.
Dekkverk í Garðabæ er með góð verð á dekkjum. Keypti þar í sumar 31 x 10,5 r 15 BF goodrich og þeir voru slatta ódýrari en næst ódýrasti staðurinn.
Dekkverk í Garðabæ er með góð verð á dekkjum. Keypti þar í sumar 31 x 10,5 r 15 BF goodrich og þeir voru slatta ódýrari en næst ódýrasti staðurinn.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Neytandavaktin
USH sandblástur Berghellu 2 Hafnarfirði 555-2407
Er fínn í að blása grófari hluti. Sanngjarn og snöggur, gott að díla við hann. Fékk að sækja til hans á Laugardegi það sem hann var að vinna fyrir mig.
Mig langaði síðan að bæta við að það væri ágætt ef menn settu með einhver símanúmer eða einhverja leið til að hafa samband við viðkomandi... ég veit t.a.m. ekkert hver eða hvar Árni Brynjólfs rennismiður er eða hvernig ég hef samband við hann
Er fínn í að blása grófari hluti. Sanngjarn og snöggur, gott að díla við hann. Fékk að sækja til hans á Laugardegi það sem hann var að vinna fyrir mig.
Mig langaði síðan að bæta við að það væri ágætt ef menn settu með einhver símanúmer eða einhverja leið til að hafa samband við viðkomandi... ég veit t.a.m. ekkert hver eða hvar Árni Brynjólfs rennismiður er eða hvernig ég hef samband við hann
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Neytandavaktin
Ég vill mæla með TopTul verkfærunum hjá Sindra sem Freyr nefndi hér að ofan.
Við erum nokkrir í Slippnum með TopTul og þau eru mjög góð, standast dýrari verkfærum alveg snúning. Skröllin eru 72 tanna sem þýðir að það þurfi nánast ekkert pláss til að skralla, og þau eru mjög þýð. Ég er 125 kg og ég hef ekki náð að brjóta neitt frá þeim eða jaga, þó að ég leggist á verkfærin oft á tíðum til að ná haugryðguðum boltum.
Við erum nokkrir í Slippnum með TopTul og þau eru mjög góð, standast dýrari verkfærum alveg snúning. Skröllin eru 72 tanna sem þýðir að það þurfi nánast ekkert pláss til að skralla, og þau eru mjög þýð. Ég er 125 kg og ég hef ekki náð að brjóta neitt frá þeim eða jaga, þó að ég leggist á verkfærin oft á tíðum til að ná haugryðguðum boltum.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Neytandavaktin
Óskar - Einfari wrote:USH sandblástur Berghellu 2 Hafnarfirði 555-2407
Er fínn í að blása grófari hluti. Sanngjarn og snöggur, gott að díla við hann. Fékk að sækja til hans á Laugardegi það sem hann var að vinna fyrir mig.
Mig langaði síðan að bæta við að það væri ágætt ef menn settu með einhver símanúmer eða einhverja leið til að hafa samband við viðkomandi... ég veit t.a.m. ekkert hver eða hvar Árni Brynjólfs rennismiður er eða hvernig ég hef samband við hann
Helvíti góður,, og ódýr :þ Hefur græjað drifsköft, spacera og snúði kóna götum á liðhúsaörmum fyrir okkur fyrir slikk.
http://www.finna.is/company/?id=52570
Síðast breytt af JonHrafn þann 24.sep 2011, 07:50, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Neytandavaktin
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Neytandavaktin
Landvélar eru með díl á einfasa Kemppi suðuvélum fram að mánaðarmótum. Eitthvað í tilefni af sjávarútvegssýningunni. T.d 170A þráðsuðu á 120 þús. Þetta er inverter græja sem viktar innan við 10 kg og tekur 5 kg rúllu.
Re: Neytandavaktin
Mæli með Barka í Kópbavogi. Var hjá þeim áðan að redda mér betri slöngu í (kínversku) loftdæluna sem ég eignaðist nýlega, og ég er ekki enn búinn að betrumbæta þessa loftdælu en einn starfsmaður hjá þeim var einmitt búinn að taka svona dælu og betrumbæta loftflæðið frá henni og gaf mann leiðbeiningar hvernig best væri að bera sig að við það. Þeir voru helvíti liðlegir og sanngjarnir. Nenntu að hlusta á rugl-rausið í manni ;) og ekki latir að gefa ráð.
Svo eru AB varahlutir uppi á Höfaða helvíti sanngjarnir og með fína vöru. Það litla sem ég hef verslað af þeim hef ég fengið með 20% afslætti við það eitt að hafa mætt í merktum vinnugallanum eitt sinn :D
Kv. Haffi
Svo eru AB varahlutir uppi á Höfaða helvíti sanngjarnir og með fína vöru. Það litla sem ég hef verslað af þeim hef ég fengið með 20% afslætti við það eitt að hafa mætt í merktum vinnugallanum eitt sinn :D
Kv. Haffi
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Neytandavaktin
Hvað var að loftflæðinu í kínversku dælunni?
Ég býst við að þú hafir keypt þessa dælu hjá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni.
Ég býst við að þú hafir keypt þessa dælu hjá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni.
Re: Neytandavaktin
Fara bara strax í Fini :O) og byrja að dæla með bros :O)
Verð: 64.995 kr.-
http://fossberg.is/?prodid=121
kv. Kalli
Verð: 64.995 kr.-
http://fossberg.is/?prodid=121
kv. Kalli
Síðast breytt af Kalli þann 29.sep 2011, 23:46, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Neytandavaktin
Þessi kínverska kostar víst um 20þ. Á meðan ég er bara með 35" dekk þá vel ég ódýrari kostinn.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Neytandavaktin
vidart wrote:Hvað var að loftflæðinu í kínversku dælunni?
Ég býst við að þú hafir keypt þessa dælu hjá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni.
Langnirnar eru of þröngar miðað við loftflæðið sem hún framleiðir, þessvegna eiga þær til að hitna. Menn hafa verið að bora þetta út, ég hef gert það við stútinn sem kúplingin fer á. Hef ekki komist í að víkka þetta alla leið þar sem ryðbætingar eru framar á to-do listanum :)
Það þarf að fara MJÖG varlega í að losa lagnir af dælunni þar sem þetta er úr áli og auðvelt að slíta gengjur.
En fyrst og fremst þarf að byrja á að henda gulu gormaslöngunni í ruslið, hún myndar bara tregðu því hún er fáránlega þröng.
Re: Neytandavaktin
hobo wrote:vidart wrote:Hvað var að loftflæðinu í kínversku dælunni?
Ég býst við að þú hafir keypt þessa dælu hjá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni.
En fyrst og fremst þarf að byrja á að henda gulu gormaslöngunni í ruslið, hún myndar bara tregðu því hún er fáránlega þröng.
Já það var einmitt það sem ég var að gera, losa mig við þessa fáránlegu gormaslöngu þar sem hún er allt allt of mjó og gormalaga í þokkabót sem gerir það að verkum að þegar maður ætlar að dæla í hægra afturdekkið (fjærst rafgeyminum) þá togar hún svo mikið í dæluna þannig að þá togast í rafmagnskaplana og klemmurnar fara af pólonum á rafgeyminum ( miðað við að maður er bara með einn geymi vinstra megin í húddinu)
Svo þar að auki er þessi þrýstingsmælir sem fylgir með slöngunni ekki að sýna réttann þrýsting, og rafmagnskaplarnir eru of mjúkir þannig að maður á von á að þurfa að skifta þeim út líka við tækifæri.
Kannski maður fari í að auka loftflæðið á dælunni og taki af því myndir og setji hér inn við tækifæri.
Kv. Haffi
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Neytandavaktin
Ég þoli ekki vesen og er þar af leiðandi að snúast á band Fini. Betra að eyða töluvert meiri pening en fá líka gæðin.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Neytandavaktin
Verð bara að mæla með http://www.milneroffroad.com/ fyrir þá sem búa svo vel að eiga japanskar drossíur. Miklu ódýrara en allt hérna heima og góð þjónusta, tók aðeins nokkra daga frá því að ég pantaði að ég var komin með dótið í hendurnar. Og þó að sendingarkostnaðurinn sé stundum nokkuð hár, þá fékk ég t.d tvær hjólalegur ásamt öllum tollum og gjöldum í hendurnar fyrir minna en það kostaði mig að kaupa eina hérna heima.
Re: Neytandavaktin
Ég er með svona dælu frá Tryggva sem ofhitnaði og stoppaði. Þó segir í specum að hún eigi að vera með yfirhitavörn (ég hef ekki fundið hana). Reif dæluna og kolahaldarinn var bráðnaður en hann var úr plasti. Fékk haldara úr annari ónýtri kínadælu og púslaði þessu saman. Sveraði portin og langirnar frá henni í leiðinni, mæli með þeirri aðgerð. Einnig setti ég hitaöryggi eða hitaliða frá Íhlutum við hana sem á að slá henni út við 60°C kostaði innan við 1000 kr. fest með límkítti utan á hana og "lokaði" svo liðanum með límkítti því hann þolir ekki bleitu. Þessar dælur eru náttúrulega drasl og varla 20.000 kr virði en þetta er líklega það ódýrasta sem hægt er að notast við fyrir utan ac-dælu.
Re: Neytandavaktin
Ég var að spá í rafmagnsloftdælu s.l vor og fann þessa dælu á ebay:
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll? ... TQ:GB:1123
Spekkarnir eru svipaðir og fyrir Fini þó að þessi sé líklega ívið stærri. Ég gúgglaði talsvert kringum hana á sínum tíma og komst að því að erlendir jeppamenn töldu hana lofa mjög góðu. Þar sem hún er fremur ný á markaði á þó reynslan eftir að koma í ljós og vafalaust hægt að finna meira um hana núna en var þá. Fyrirrennari þessarar dælu er minni græja 72L sem hefur reynst mjög vel í bretlandi, en reyndar líka í bandaríkjunum þar sem hún er seld undir öðru nafni, sem ég man ekki hvað er í svipinn.
Ég hafði samband við þennan seljanda í bretlandi - http://www.jgs4x4.co.uk - og hann var tilbúinn til að selja mér þessa dælu án breska virðisaukaskattsins (sem er um 20%). Sendingarkostnaður á henni til Íslands var þá 66 pund en hann stakk upp á því að ég tæki tvær því að það væri sami flutningskostnaður. Ef tveir taka sig saman ætti að vera hægt að ná stykkinu undir 30. þús með skatti. Ég held að það sé bara vaskur á rafdrifnum loftdælum.
Hann getur ekki selt án skatts gegnum ebay og best að hafa samband við hann beint gegnum netfangið hér að neðan.
Hér er það sem máli skiptir úr póstsamskiptum okkar:
Ég náði að koma reimdrifinni dælu fyrir og því varð aldrei neitt úr þessum viðskiptum.
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll? ... TQ:GB:1123
Spekkarnir eru svipaðir og fyrir Fini þó að þessi sé líklega ívið stærri. Ég gúgglaði talsvert kringum hana á sínum tíma og komst að því að erlendir jeppamenn töldu hana lofa mjög góðu. Þar sem hún er fremur ný á markaði á þó reynslan eftir að koma í ljós og vafalaust hægt að finna meira um hana núna en var þá. Fyrirrennari þessarar dælu er minni græja 72L sem hefur reynst mjög vel í bretlandi, en reyndar líka í bandaríkjunum þar sem hún er seld undir öðru nafni, sem ég man ekki hvað er í svipinn.
Ég hafði samband við þennan seljanda í bretlandi - http://www.jgs4x4.co.uk - og hann var tilbúinn til að selja mér þessa dælu án breska virðisaukaskattsins (sem er um 20%). Sendingarkostnaður á henni til Íslands var þá 66 pund en hann stakk upp á því að ég tæki tvær því að það væri sami flutningskostnaður. Ef tveir taka sig saman ætti að vera hægt að ná stykkinu undir 30. þús með skatti. Ég held að það sé bara vaskur á rafdrifnum loftdælum.
Hann getur ekki selt án skatts gegnum ebay og best að hafa samband við hann beint gegnum netfangið hér að neðan.
Hér er það sem máli skiptir úr póstsamskiptum okkar:
The total price with UK 20% VAT for 2 compressors is £235.98, without VAT the price is 196.65
Shipping to Iceland costs £66.00 for each parcel up to 25Kg, these compressors weigh about 10Kg so you could order 2 for the same shipping costs.
Please contact me direct at james@jgs4x4.co.uk
Ég náði að koma reimdrifinni dælu fyrir og því varð aldrei neitt úr þessum viðskiptum.
Re: Neytandavaktin
aae wrote:Ég er með svona dælu frá Tryggva sem ofhitnaði og stoppaði. Þó segir í specum að hún eigi að vera með yfirhitavörn (ég hef ekki fundið hana). Reif dæluna og kolahaldarinn var bráðnaður en hann var úr plasti. Fékk haldara úr annari ónýtri kínadælu og púslaði þessu saman. Sveraði portin og langirnar frá henni í leiðinni, mæli með þeirri aðgerð. Einnig setti ég hitaöryggi eða hitaliða frá Íhlutum við hana sem á að slá henni út við 60°C kostaði innan við 1000 kr. fest með límkítti utan á hana og "lokaði" svo liðanum með límkítti því hann þolir ekki bleitu. Þessar dælur eru náttúrulega drasl og varla 20.000 kr virði en þetta er líklega það ódýrasta sem hægt er að notast við fyrir utan ac-dælu.
Ég er með svona dælu frá Tryggva og ég efast ekki um að Fini sé betri dæla en verðið gerði það að verkum að ég prófaði að kaupa dælu af Tryggva. Ég byrjaði á því að svera ALLAR lagnir (að kaupa nýja slöngu er standard aðgerð þegar allar rafmagnsdælur eru keyptar, flestar eru með svona gormaslöngum). Ég ætla líka að sleppa því að hafa hana í húddinu og svo bara að passa að nauðga henni ekki. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þetta endist.
Það þarf ekkert að svera lagnirnar frekar en menn vilja, bara kaupa slöngu og svo dæla, hún dælir fínt svona orginal fyrir 35" dekk. En endingin er ennþá óskrifað blað, amk á mínu blaði :)
Re: Neytandavaktin
olei wrote:Ég var að spá í rafmagnsloftdælu s.l vor og fann þessa dælu á ebay:
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll? ... TQ:GB:1123.
Líst vel á þessa dælu, vildi að ég hefði vitað af þessu fyrr, hefði endilega viljað prófa að kaupa svona ......
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Neytandavaktin
Get mælt með: http://www.theautopartsshop.com/
Var að fá sendingu frá þeim í gegnum shopusa og allt stóðst. Ég pantaði frá þeim Timken hliðarlegur í patrol afturdrif og fékk þær hingað komnar á c.a. 23.000,- á meðan sömu Timken hliðarlegurnar kosta í fálkanum 58.000,- (bara einn legukónn átti að kosta rúmlega 14.000,- á meðan hann kostar undir 10 USD í bandaríkjunum)
Kv.
Óskar Andri
Var að fá sendingu frá þeim í gegnum shopusa og allt stóðst. Ég pantaði frá þeim Timken hliðarlegur í patrol afturdrif og fékk þær hingað komnar á c.a. 23.000,- á meðan sömu Timken hliðarlegurnar kosta í fálkanum 58.000,- (bara einn legukónn átti að kosta rúmlega 14.000,- á meðan hann kostar undir 10 USD í bandaríkjunum)
Kv.
Óskar Andri
Re: Neytandavaktin
Fálkinn er alveg ótrúleg okurbúlla, bara pakkdós kostar mörg þúsund hjá þeim. Hjólalega/Hub í framhásinguna á Cherokeeinn minn kostaði 40.000 hjá þeim, en sama stykkið var á 16.000 hjá Fjallabílum. Mæli með Fjallabílum, þeir eru með sanngjörn verð.
Kveðja, Stebbi Þ.
Kveðja, Stebbi Þ.
Re: Neytandavaktin
Strákar þið gleymið alveg Ljónstaðarbræðrum, þar eru alveg snilldarverð í gangi fyrir þá sem eru með ameríska jeppa, þeir eru ódýrari en stál og stansar, sorry en er bara staðreynd, og þeir senda allavega 2 svar á dag í bæinn gegn vægu gjaldi.
Kveðja Helgi
Kveðja Helgi
Re: Neytandavaktin
Ég hef ekki orðið var við þetta góða verð þeirra á Ljónsstöðum, t.d. átti stýrisendi sem mig vantaði í Söbbann að kosta 26 þúsund hjá þeim fyrir austan. Fékk hann svo á 10.000 kall hjá Jóni í Fjallabílum. Þeir eru einir um það að vera með varahluti á svipuðu verði og þeir kosta mig þegar ég panta sjálfur frá USA.
Umræddur stýrisendi kostar svo 42.95$ hjá Summit ( http://www.summitracing.com/parts/MOG-ES2233L/), fyrir utan Shipping og Handling og tolla o.s.frv. Hefði kostað mig circa 10 þús komin heim.
Hlutir af Ebay eru hinsvegar oft með miklu lægri flutningskostnað, enda eru það oft bara einhverjir einstaklingar að selja úr litlum lager.
Kveðja, Stebbi Þ.
Umræddur stýrisendi kostar svo 42.95$ hjá Summit ( http://www.summitracing.com/parts/MOG-ES2233L/), fyrir utan Shipping og Handling og tolla o.s.frv. Hefði kostað mig circa 10 þús komin heim.
Hlutir af Ebay eru hinsvegar oft með miklu lægri flutningskostnað, enda eru það oft bara einhverjir einstaklingar að selja úr litlum lager.
Kveðja, Stebbi Þ.
Re: Neytandavaktin
Keypti hjáþeim í vetur nýja stýrismaskínu og dælu í XJ cherokee. Borgaði rúm 50.000 f maskínuna og 20.xxx fyrir dæluna. Þeir voru u.þ.b. helmingi ódýrari en allir hinir staðirnir sem ég athugaði. Mun eftir þetta byrja á að hafa samband við ljónin þegar mig vantar e-ð dýrt/stórt í jeppann.
Annars er ég mjög ánægður með þá hjá Stál og Stansar. Versla mikið við þá enda góð verð og frábær þjónusta/viðmót.
Freyr
Annars er ég mjög ánægður með þá hjá Stál og Stansar. Versla mikið við þá enda góð verð og frábær þjónusta/viðmót.
Freyr
Re: Neytandavaktin
Þeir hjá Ljónsstöðum eru eflaust líka með góð verð á hinu og þessu. Ótrúlegt að hugsa til þess að einhverjar verslanir hafi viljað fá hundrað þúsund kall fyrir nýja stýrirsdælu í Cherokee!
Kostar 140 dollara hjá Summit ( http://www.summitracing.com/parts/AAZ-27-7525/ ) . Væri komin heim í skúr fyrir 300 dollara.
Kv, Stebbi Þ.
Kostar 140 dollara hjá Summit ( http://www.summitracing.com/parts/AAZ-27-7525/ ) . Væri komin heim í skúr fyrir 300 dollara.
Kv, Stebbi Þ.
Re: Neytandavaktin
Sælir aftur, já já sjálfsagt má finna einangruð tilfelli, en ég er með þrjá 46 tommu Ford bíla í túristarekstri og tel að ég kaupi nú svolítið meira af varahlutum en hinn almenni jeppaeigandi, og þetta er bara staðreynd, svona er það.
kveðja Helgi
Ps.Sammála með strákana í Stál og stönsum, mjög fínir, og einstöku sinnum á maður nú til að versla þar.
kveðja Helgi
Ps.Sammála með strákana í Stál og stönsum, mjög fínir, og einstöku sinnum á maður nú til að versla þar.
Re: Neytandavaktin
Sælir
Það má ekki alveg gleyma því hvort það sé munur á vörum eða þjónustu fyrirtækjanna þegar menn eru að bera verðin saman. Ég hef alla tíð verið ánægður með að versla við fálkann, sérstaklega vegna þess að ég veit að ég fæ góða vöru hjá þeim. Ég hef líka verið ánægður með að lofa IH að svívirða mig vitandi að betri vöru finn ég ekki í bílinn en það sem er merkt Nissan.
Ég hef verslað svolítið við Ljónana og alltaf verið sáttur. Þegar maður hringir þangað er maður öruggur að tala við einhvern sem veit hvað hann er að segja og þ.a.l. er maður að borga fyrir aðgengi að þekkingu í leiðinni. Fjallabílar hafa reynst mér ágætlega en þeir fóru pínulítið í taugarnar á mér þegar ég var að eiga við að setja tvöfaldann lið í framskaptið hjá mér. Þeir vildu s.s. ekki selja mér liðinn nema með ísetningu og það að senda drifskaft að tilefnislausu landshluta á milli er ekkert nema peningasóun. Ég hef líka keypt hjá þeim fóðringar og balansstangaenda og bara verið sáttur.
Það er nefninlega þannig með okkur sveitastrákana að við reynum á þjónustulund fyrirtækjanna á annan máta en babylonbúar því að það þarf að endasendast með dót og drasl fyrir okkur og við getum ekki handleikið vörurnar áður en við kaupum þær.
Kiddi partasali á Selfossi hefur reynst mér ágætlega, svona oftastnær. Hann hefur aðeins átt til að nýta sér það að ég geti ekki séð vöruna og sent mér bölvað drasl en það hefur ekki gert neinum slæmt nema honum sjálfum því að ég væri að hrósa honum núna ef hann hefði staðið sig vel. Hinsvegar hefur hann selt mér dýra hluti líka og þá stenst allt eins og stafur á bók. Það er reyndar alltaf þannig að hann er mjög þjónustulipur og þægilegur að eiga við en ég hef fengið dapra vöru hjá honum. (vara að andvirði 2500 kr og þ.a.l. ekki þess virði að gera vesen út af vegna þess að ný sending kostar 2000 kall)
Handverkfæri hef ég keypt m.a. hjá Rafver í skeifunni. Þeir eru með góða vöru en auðvitað kostar hún sitt en það hefur verið heldur ódýrara hjá þeim en sambærilegar vörur annarsstaðar. (Hef lítið verslað hjá þeim í nokkur ár).
Það er hægt með góðri samvisku að mæla með dekkjaverkstæðinu á Húsavík, undirfötunum í Janus og Silva áttavitum að ógleymdum Thule bjórnum frá brugghúsi Vífilfells á Akureyri.
Eina sem mann vantar er að safna kjarki til að vinna í því að kaupa meira af varahlutum erlendis frá.
Kv Jón Garðar
Það má ekki alveg gleyma því hvort það sé munur á vörum eða þjónustu fyrirtækjanna þegar menn eru að bera verðin saman. Ég hef alla tíð verið ánægður með að versla við fálkann, sérstaklega vegna þess að ég veit að ég fæ góða vöru hjá þeim. Ég hef líka verið ánægður með að lofa IH að svívirða mig vitandi að betri vöru finn ég ekki í bílinn en það sem er merkt Nissan.
Ég hef verslað svolítið við Ljónana og alltaf verið sáttur. Þegar maður hringir þangað er maður öruggur að tala við einhvern sem veit hvað hann er að segja og þ.a.l. er maður að borga fyrir aðgengi að þekkingu í leiðinni. Fjallabílar hafa reynst mér ágætlega en þeir fóru pínulítið í taugarnar á mér þegar ég var að eiga við að setja tvöfaldann lið í framskaptið hjá mér. Þeir vildu s.s. ekki selja mér liðinn nema með ísetningu og það að senda drifskaft að tilefnislausu landshluta á milli er ekkert nema peningasóun. Ég hef líka keypt hjá þeim fóðringar og balansstangaenda og bara verið sáttur.
Það er nefninlega þannig með okkur sveitastrákana að við reynum á þjónustulund fyrirtækjanna á annan máta en babylonbúar því að það þarf að endasendast með dót og drasl fyrir okkur og við getum ekki handleikið vörurnar áður en við kaupum þær.
Kiddi partasali á Selfossi hefur reynst mér ágætlega, svona oftastnær. Hann hefur aðeins átt til að nýta sér það að ég geti ekki séð vöruna og sent mér bölvað drasl en það hefur ekki gert neinum slæmt nema honum sjálfum því að ég væri að hrósa honum núna ef hann hefði staðið sig vel. Hinsvegar hefur hann selt mér dýra hluti líka og þá stenst allt eins og stafur á bók. Það er reyndar alltaf þannig að hann er mjög þjónustulipur og þægilegur að eiga við en ég hef fengið dapra vöru hjá honum. (vara að andvirði 2500 kr og þ.a.l. ekki þess virði að gera vesen út af vegna þess að ný sending kostar 2000 kall)
Handverkfæri hef ég keypt m.a. hjá Rafver í skeifunni. Þeir eru með góða vöru en auðvitað kostar hún sitt en það hefur verið heldur ódýrara hjá þeim en sambærilegar vörur annarsstaðar. (Hef lítið verslað hjá þeim í nokkur ár).
Það er hægt með góðri samvisku að mæla með dekkjaverkstæðinu á Húsavík, undirfötunum í Janus og Silva áttavitum að ógleymdum Thule bjórnum frá brugghúsi Vífilfells á Akureyri.
Eina sem mann vantar er að safna kjarki til að vinna í því að kaupa meira af varahlutum erlendis frá.
Kv Jón Garðar
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Neytandavaktin
Hringdi út um allt í dag í leit að afturhjólalegusetti í Hiluxinn.
Ódýrast var Stilling með 6980 kr fyrir sett í eitt hjól.
Dýrastir voru Poulsen með 19 þús+ í eitt hjól (Frikki þarf að gera eitthvað í þessu..)
Umboðið var í 18 þús+ í eitt hjól.
Fékk svo 20% afslátt og endaði í 11 þús kalli í bæði hjól, sem mér finnst bara flott, svona miðað við allt annað.
Ódýrast var Stilling með 6980 kr fyrir sett í eitt hjól.
Dýrastir voru Poulsen með 19 þús+ í eitt hjól (Frikki þarf að gera eitthvað í þessu..)
Umboðið var í 18 þús+ í eitt hjól.
Fékk svo 20% afslátt og endaði í 11 þús kalli í bæði hjól, sem mér finnst bara flott, svona miðað við allt annað.
Re: Neytendavaktin
Það getur nú verið munur á gæðum legana. Hvaða tegundir voru þarna á ferð?
Kveðja, Birgir
-
- Innlegg: 438
- Skráður: 07.feb 2011, 17:49
- Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 38''
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Neytendavaktin
Ég auglýsti eftir afturljósum á hiluxinn minn. Fékk nokkur tilboð þ.á.m. tilboð frá tveimur annarsvegar um ljós sem voru eins og ný á 15þúsund og hinsvegar um ljós sem voru í mjög góðu standi á 10þúsund..
-Ég fékk þessi ljós ný hjá stillingu fyrir 3.700kr stykkið (7.400kr) með öllu, meira að segja perunum :) Ég mæli amk með því að gera verðkönnun hjá þeim þegar eitthvað svona vantar :) -Þetta verð var fyrir utan 4x4 afsláttinn minn, held ég hafi fengið parið á tæpann 7.000kr :)
- fékk líka nýjann framstuðara á honduna mína á um 15þús síðasta sumar :)
-Ég fékk þessi ljós ný hjá stillingu fyrir 3.700kr stykkið (7.400kr) með öllu, meira að segja perunum :) Ég mæli amk með því að gera verðkönnun hjá þeim þegar eitthvað svona vantar :) -Þetta verð var fyrir utan 4x4 afsláttinn minn, held ég hafi fengið parið á tæpann 7.000kr :)
- fékk líka nýjann framstuðara á honduna mína á um 15þús síðasta sumar :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Neytendavaktin
birgthor wrote:Það getur nú verið munur á gæðum legana. Hvaða tegundir voru þarna á ferð?
Þær eru ómerktar fyrir utan stærðarnúmer og svo C3 merkið. Ég tók verð fram yfir gæði viljandi.
Það voru alveg eins legur undir bílnum sem voru orðnar lúnar og áttu þær að vera nýjar þegar ég keypti bílinn fyrir 2 árum.
Semsagt 2ja ára ending. Hvað eiga góðar legur að endast undir svona bíl á 38" miðað við meðal notkun?
Re: Neytandavaktin
olei wrote:Ég var að spá í rafmagnsloftdælu s.l vor og fann þessa dælu á ebay:
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll? ... TQ:GB:1123
Spekkarnir eru svipaðir og fyrir Fini þó að þessi sé líklega ívið stærri. Ég gúgglaði talsvert kringum hana á sínum tíma og komst að því að erlendir jeppamenn töldu hana lofa mjög góðu. Þar sem hún er fremur ný á markaði á þó reynslan eftir að koma í ljós og vafalaust hægt að finna meira um hana núna en var þá. Fyrirrennari þessarar dælu er minni græja 72L sem hefur reynst mjög vel í bretlandi, en reyndar líka í bandaríkjunum þar sem hún er seld undir öðru nafni, sem ég man ekki hvað er í svipinn.
Ég hafði samband við þennan seljanda í bretlandi - http://www.jgs4x4.co.uk - og hann var tilbúinn til að selja mér þessa dælu án breska virðisaukaskattsins (sem er um 20%). Sendingarkostnaður á henni til Íslands var þá 66 pund en hann stakk upp á því að ég tæki tvær því að það væri sami flutningskostnaður. Ef tveir taka sig saman ætti að vera hægt að ná stykkinu undir 30. þús með skatti. Ég held að það sé bara vaskur á rafdrifnum loftdælum.
Hann getur ekki selt án skatts gegnum ebay og best að hafa samband við hann beint gegnum netfangið hér að neðan.
Hér er það sem máli skiptir úr póstsamskiptum okkar:The total price with UK 20% VAT for 2 compressors is £235.98, without VAT the price is 196.65
Shipping to Iceland costs £66.00 for each parcel up to 25Kg, these compressors weigh about 10Kg so you could order 2 for the same shipping costs.
Please contact me direct at james@jgs4x4.co.uk
Ég náði að koma reimdrifinni dælu fyrir og því varð aldrei neitt úr þessum viðskiptum.
Sælir, til fróðleiks
Bílabúð Benna er að selja þessa dælu - verðið er, ef ég man rétt, rétt í kringum 35.000.
Tímamældi svona dælu á 46" dekki og var hún 4 mínútur úr 6psi í rúm 19psi
Ekki komin mikil reynsla á þessa dælu, en ef þær reynast sæmilega hraustar þá er þetta sennilega ágætis kostur.
kv/GHS
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur