Daginn
Ég er að baksa við hitavandamál í Patrol sem ég veit að enginn Patroleigandi hefur kynnst, vélin hitnar ekki nóg.
Forsagan er sú að 2.8 vélin er farin og 6.2 komin í hennar stað. Ég tengdi kælikerfið eins og það var í líffæragjafanum og fannst það asnalegt en chevyinn hefur greinilega gert þetta svona og það trúlegsa dugað honum ágætlega. Það er þannig að tengingin við miðstöðina er þannig að túrinn er tekinn mótormegin við vatnslásinn og retúrinn beint á vatnskassa.
Í vetur hitnaði hann lítið og miðstöðin rétt volgnaði en núna í sumar hefur hann hitnað eðlilega að ég tel. Hitinn utaná heddunum er 89°C og breytist lítið eftir álagi nema það minnki verulega lengi þá fellur hitinn.
Ég vil kenna miðstöðvartengingunni um og held því fram að það vatn sem fer þangað dugi til að halda mótornum hrollköldum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að setja vatnslás á þessa slöngu líka, gæti raunverulega verið úr subaru justy með aðeins lægri opnunarhita en vélarlásinn.
Spurningin er þá líka hvort það sé til betri staður til að tengja miðstöðina en ég skil ekki hvernig ég get tryggt hreyfingu á vatnið sem fer í miðstöðina nema retúrinn sé tengdur á stað þar sem er minni þrýstingur. Einhvernveginn er það gert samt í hinum ýmsu tengundum því að slöngurnar voru klárlega tengdar annarsstaðar á Patrolmótornum.
Kv Jón Garðar
Patrol hitnar of lítið
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Patrol hitnar of lítið
Það væri óvitlaust hjá þér að henda inn nokkrum myndum af þessum tengingum ef þú getur. Það er virkilega erfitt að átta sig á svona eftir lýsingum.
Svo gætu þeir sem þekkja til þessara véla séð vandamálið strax...
Svo gætu þeir sem þekkja til þessara véla séð vandamálið strax...
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Patrol hitnar of lítið
Sæll
Ég held að það sé til lítils að taka ljósmynd af þessu svo að ég teiknaði tenginguna og merkti hitt og þetta inn á hana.
Kv Jón Garðar
P.s. ég hafði tölvert fyrir því að setja chevymerkið á heddin.
Ég held að það sé til lítils að taka ljósmynd af þessu svo að ég teiknaði tenginguna og merkti hitt og þetta inn á hana.
Kv Jón Garðar
P.s. ég hafði tölvert fyrir því að setja chevymerkið á heddin.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Patrol hitnar of lítið
Ég spyr kannski eins og asni, en ertu búinn að athuga hvort vatnslásinn stendur opinn?
Það sem ég vonaðist eftir með ljósmyndunum var að sjá allt hitt dótið sem er í kringum þetta, eða eru þetta einu vatnstengingarnar frammí húddi?
Og ég má til með að hrósa þér með Chevy merkin, einstaklega vel heppnuð!
Það sem ég vonaðist eftir með ljósmyndunum var að sjá allt hitt dótið sem er í kringum þetta, eða eru þetta einu vatnstengingarnar frammí húddi?
Og ég má til með að hrósa þér með Chevy merkin, einstaklega vel heppnuð!
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Patrol hitnar of lítið
Sæll
Ég vissi vel að þér langaði að sjá ljósmynd ofaní hesthúsið en ég áleit svoleiðis mynd skila litlu meiru en mynd af mér skælbrosandi með Chevy húfu.
Þetta er í grunninn eina vatnskerfið sem er að finna í bílnum. Það er ekkert vatn sem tengist olíuverkinu, kaldræsingin er á hitanema í öðru heddinu og ég man ekki eftir að Pattamótorinn hefði verið neitt flóknari.
Auðvitað hvarflaði að mér að vatnslásinn væri fastur opinn en núna þegar veðrið er sæmilegt og miðstöðin er stillt á kaldann blástur hitnar hann í eðlilegann vinnuhita og tollir þar, jafnt upp brekkur á botngjöf sem rólegheita rúnti innan sem utanbæjar. Verst við þetta er náttúrulega að hafa ekki prófað að stíflað miðstöðvarpípuna til að sannreyna að þetta sé hún en ég er harður á að kenna henni um.
Ég vil sumsé meina að munurinn sé í sjálfum bílunum og miðstöðvunum en ég veit bara ekki hver hann er.
Kv Jón Garðar
P.s. tek kannski ljósmynd þegar ég verð búinn að líma chevrolet límmiða á heddin....
Ég vissi vel að þér langaði að sjá ljósmynd ofaní hesthúsið en ég áleit svoleiðis mynd skila litlu meiru en mynd af mér skælbrosandi með Chevy húfu.
Þetta er í grunninn eina vatnskerfið sem er að finna í bílnum. Það er ekkert vatn sem tengist olíuverkinu, kaldræsingin er á hitanema í öðru heddinu og ég man ekki eftir að Pattamótorinn hefði verið neitt flóknari.
Auðvitað hvarflaði að mér að vatnslásinn væri fastur opinn en núna þegar veðrið er sæmilegt og miðstöðin er stillt á kaldann blástur hitnar hann í eðlilegann vinnuhita og tollir þar, jafnt upp brekkur á botngjöf sem rólegheita rúnti innan sem utanbæjar. Verst við þetta er náttúrulega að hafa ekki prófað að stíflað miðstöðvarpípuna til að sannreyna að þetta sé hún en ég er harður á að kenna henni um.
Ég vil sumsé meina að munurinn sé í sjálfum bílunum og miðstöðvunum en ég veit bara ekki hver hann er.
Kv Jón Garðar
P.s. tek kannski ljósmynd þegar ég verð búinn að líma chevrolet límmiða á heddin....
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Patrol hitnar of lítið
Ég hefði haldið að mistöðvarlagnirnar ættu að vera sitt hvoru megin við vatnsdælu, er ekki alveg að sjá það fyrir mér hvernig þú ætlar að halda hreifingu á miðstöðvarvatninu á meðan vatnslásinn er lokaður þegar þetta er tengt eins og það er núna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Patrol hitnar of lítið
Ánþess að vera að grínast með þetta en.. prufaðu að bæta meiri frostlög
hef oft lent í þessu littlu rollunum mínum þegar ég hef þurft að skipt út vatnskassanum
og lennti einu sinni i því að þurfa að keyra til Keflavikur í blíðskaparveðri nógu heitt
tilþess að hafa allar rúður hálfopnar og á leiðinni fór hitamælirinn ekki uppfyrir cold merkið
á mælinum og blés bara volgu úr miðstöðinni... þetta var allavega ein af þrem sem lenntu i þessu.'
sakar ekki að prufa það allavega
hef oft lent í þessu littlu rollunum mínum þegar ég hef þurft að skipt út vatnskassanum
og lennti einu sinni i því að þurfa að keyra til Keflavikur í blíðskaparveðri nógu heitt
tilþess að hafa allar rúður hálfopnar og á leiðinni fór hitamælirinn ekki uppfyrir cold merkið
á mælinum og blés bara volgu úr miðstöðinni... þetta var allavega ein af þrem sem lenntu i þessu.'
sakar ekki að prufa það allavega
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"
Nissan terrible 1991 v6 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Patrol hitnar of lítið
Ótengt þessu hitavandamáli, hvaða gírabúnað ertu með í þessum bíl, ssk (od?), millikassa og drifhlutföll, hvað er hann að snúast á krúsinu og hvað er hann að eyða?
En tengt þessu hitavandamáli, geturu komið fyrir einhverskonar dælu til að dæla inn á miðstöðina?
En tengt þessu hitavandamáli, geturu komið fyrir einhverskonar dælu til að dæla inn á miðstöðina?
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Patrol hitnar of lítið
Ég ætla leggja mitt fé á vatnslásinn OG að kassinn sé orðinn lélegur.
Ef vatnskassinn er orðinn lélegur eins og var í mínum 3,1 izusu og vatnlásinn var ekki til staðar frá fyrri eiganda þá virkaði allt eins og það virkaði fínt :)
Svo hengdi ég kerru aftaní og þá fórum við að hitna um of, keyptur var nýr kassi og eftir það vildi bíllinn bara ekkert hitna. Þá setti ég nýjann vatnslás og allt varð eins og það átti að vera.
Auðvelt fyrir þig að tékka kassann og vatnslásinn, fín byrjun. Mér finnst bara svo ótrúlegt að vatnsmagnið sem er í mistöðinni ætti að geta gert þetta því kassinn sjálfur er töluvert stór er það ekki.
Ef vatnskassinn er orðinn lélegur eins og var í mínum 3,1 izusu og vatnlásinn var ekki til staðar frá fyrri eiganda þá virkaði allt eins og það virkaði fínt :)
Svo hengdi ég kerru aftaní og þá fórum við að hitna um of, keyptur var nýr kassi og eftir það vildi bíllinn bara ekkert hitna. Þá setti ég nýjann vatnslás og allt varð eins og það átti að vera.
Auðvelt fyrir þig að tékka kassann og vatnslásinn, fín byrjun. Mér finnst bara svo ótrúlegt að vatnsmagnið sem er í mistöðinni ætti að geta gert þetta því kassinn sjálfur er töluvert stór er það ekki.
Kveðja, Birgir
Re: Patrol hitnar of lítið
Ef maður skoðar teikniguna hjá þér er augljóst að þessi miðstöðvartenging dælir öllu vatni í gegn um vatnskassann. Þar af leiðir er alltaf kæling á vélini. Þú þarft að fá miðstöðvarhringrásina þannig að hún sé bara sitt hvoru megin við dælu. Ef þetta er tengt svona eins og teikningin segir til dregur dælan alltaf til sín vatn frá vatnskassanum meðan þú lætur vatnið renna í gegnum miðstöðina.
Ég hef ekki skoðað hvernig þetta er hjá mér en ég er Gmc van sem er alltof lengi að hitna á veturnar en taldi skýringuna vera of lítil miðstöð fyrir stórt rými. Prófaðu að skrúfi fyrir miðstöð og athugaðu þá hvort vélin hiti sig ekki eðlilega.
Ég hef ekki skoðað hvernig þetta er hjá mér en ég er Gmc van sem er alltof lengi að hitna á veturnar en taldi skýringuna vera of lítil miðstöð fyrir stórt rými. Prófaðu að skrúfi fyrir miðstöð og athugaðu þá hvort vélin hiti sig ekki eðlilega.
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Patrol hitnar of lítið
Þú gætir prófað að tengja retúrinn á miðstöðinni inn á retúrslönguna frá vatnskassanum. því að ef retúrinn frá miðstöðinni kemur inn í botninn á vatnskassanum langt frá úrtakinu á vatninu inn á vélina, blandast vatnið frá miðstöðinni köldu vatninu neðst í kassanum og kemur því kalt inn á vélina aftur. Það er einfaldast að klemma saman túr miðstöðvar barkann inn á miðstöðina og setja í gang.
Re: Patrol hitnar of lítið
Með tengingu eins og á myndinni fer kælivatnið fram hjá vatnslás gegn um miðstöðina og kólnar bæði þar og í vatnskassanum.
Ljósbláa slangan frá miðstöðinni þarf að tengjast neðst í blokkina eða bláu hosuna og sú rauða efst á hedd.
Ljósbláa slangan frá miðstöðinni þarf að tengjast neðst í blokkina eða bláu hosuna og sú rauða efst á hedd.
Re: Patrol hitnar of lítið
Sælir
Gaman að sjá þetta dúkka upp núna tveimur mánuðum eftir að ég var að spöglera í þessu. Ég er ekki svona þolinmóður og gafst upp á biðinni eftir rétta svarinu fyrir einum og hálfum mánuði og lagaði þetta.
Rétta svarið er samt að finna í svörum ykkar, ekki það að ég sé með ónýtann vatnskassa, ársgamlann, né vatnslás eða vatnsdælu á nýupptekinni vél. Ég var búinn að hafa orð á vatnslásnum að hann gæti svosum verið gallaður en hann virðist vera í topplagi núna.
Því neðar sem dregur í þráðinn er svarið að þróast í rétta átt og loksins fór einhver að kíkja á myndina fínu sem ég teiknaði og sá að svona gat miðstöðin ekki verið tengd en þá spyr ég, af hverju var hún svona þá í Chevrolet pallbíl? og virkaði?
Þessi tenging er ekki rétt, það er ljóst og eins og ég var búinn að lýsa þá fer allt vatn sem dælan nær að troða í gegnum 25mm hosur í gegnum miðstöðina og kólnar svo endanlega í vatnskassanum. Passar fínt við það að þegar bíllinn var að reyna á sig í þokkalegu veðri dugði þetta vatnsmagn ekki til og bíllinn hitnaði.
En hvar átti ég að tengja þetta, jú á nýju vatnsdælunni er tappi, sérstaklega hannaður til að fjarlægja og setja slöngutengi í staðin, sem ég tengdi hosuna við. Núna er s.s. vatnið sem fer um miðstöðina álíka frjálst og það var áður en það fer ekki út á vatnskassa heldur heldur hringrásinni á mótor og miðstöð. Miðstöðin kælir ekkert sem heitið getur, enda bara pínulítið element. S.s. allt í lukkunnar velstandi. Held meira að segja að hann eyði pínu minna með mótorinn heitann.
Einhver spurði hvaða kassa og drif ég notaði og svarið við því er einfalt, PATROL.
Ég keypti kúplingshús frá Ástralíu og gírkassa af 4.2 patrol og hann smellpassar við millikassann og gírkassafestingarnar. Engin breyting á drifsköftum eða gírstöngum, í raun lítil sem engin breyting frá kúplingshúsi og afturúr. Hentar mér mjög vel því að ég er án nokkurs vafa lélegasti rafsuðumaður veraldar. Drifin eru original og virka fínt. Mótorinn er að snúast 650 sn pr mín í lausagangi og hámarkstog í 3000. Hann er að snúast óþarflega hratt á langkeyrslu og er að eyða um 16l á hundraði á 90km hraða. Hver kílómetri yfir það er að taka um hálfann líter þannig að hann er að eyða um 21 á 100km.
er að mjaka honum á 44" dekk og lofar góðu.
Kv Jón Garðar
Gaman að sjá þetta dúkka upp núna tveimur mánuðum eftir að ég var að spöglera í þessu. Ég er ekki svona þolinmóður og gafst upp á biðinni eftir rétta svarinu fyrir einum og hálfum mánuði og lagaði þetta.
Rétta svarið er samt að finna í svörum ykkar, ekki það að ég sé með ónýtann vatnskassa, ársgamlann, né vatnslás eða vatnsdælu á nýupptekinni vél. Ég var búinn að hafa orð á vatnslásnum að hann gæti svosum verið gallaður en hann virðist vera í topplagi núna.
Því neðar sem dregur í þráðinn er svarið að þróast í rétta átt og loksins fór einhver að kíkja á myndina fínu sem ég teiknaði og sá að svona gat miðstöðin ekki verið tengd en þá spyr ég, af hverju var hún svona þá í Chevrolet pallbíl? og virkaði?
Þessi tenging er ekki rétt, það er ljóst og eins og ég var búinn að lýsa þá fer allt vatn sem dælan nær að troða í gegnum 25mm hosur í gegnum miðstöðina og kólnar svo endanlega í vatnskassanum. Passar fínt við það að þegar bíllinn var að reyna á sig í þokkalegu veðri dugði þetta vatnsmagn ekki til og bíllinn hitnaði.
En hvar átti ég að tengja þetta, jú á nýju vatnsdælunni er tappi, sérstaklega hannaður til að fjarlægja og setja slöngutengi í staðin, sem ég tengdi hosuna við. Núna er s.s. vatnið sem fer um miðstöðina álíka frjálst og það var áður en það fer ekki út á vatnskassa heldur heldur hringrásinni á mótor og miðstöð. Miðstöðin kælir ekkert sem heitið getur, enda bara pínulítið element. S.s. allt í lukkunnar velstandi. Held meira að segja að hann eyði pínu minna með mótorinn heitann.
Einhver spurði hvaða kassa og drif ég notaði og svarið við því er einfalt, PATROL.
Ég keypti kúplingshús frá Ástralíu og gírkassa af 4.2 patrol og hann smellpassar við millikassann og gírkassafestingarnar. Engin breyting á drifsköftum eða gírstöngum, í raun lítil sem engin breyting frá kúplingshúsi og afturúr. Hentar mér mjög vel því að ég er án nokkurs vafa lélegasti rafsuðumaður veraldar. Drifin eru original og virka fínt. Mótorinn er að snúast 650 sn pr mín í lausagangi og hámarkstog í 3000. Hann er að snúast óþarflega hratt á langkeyrslu og er að eyða um 16l á hundraði á 90km hraða. Hver kílómetri yfir það er að taka um hálfann líter þannig að hann er að eyða um 21 á 100km.
er að mjaka honum á 44" dekk og lofar góðu.
Kv Jón Garðar
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur