Gormar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Gormar

Postfrá Eiður » 16.sep 2011, 21:32

Sælir allir, ég er á y60 patrol sem að var á gömlum gormum og 15cm af klossum að aftan, ég setti undir hann gorma undan nýja 3l y61 og tók 5cm af upphækkun og núna er bílinn alltof hastur að aftan. hvaða gorma dettur ykkur í hug sem að geta borið þennan bíl og eitthvað dót með, án þess þó að vera alltof hastir þegar að bíllinn er tómur eða lítið hlaðinn?



User avatar

joisnaer
Innlegg: 483
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Gormar

Postfrá joisnaer » 16.sep 2011, 21:35

ef það passar, sem ég hef reyndar ekki hugmynd um þá eru range rover gormar alltaf mjög mjúkir, og ég held að þeir séu lengri en patrol gormarnir.

en þetta er bara ágiskun :P hef bara svo mikla tröllatrú á þessum bresku eðal jeppum
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gormar

Postfrá Izan » 17.sep 2011, 00:14

Sæll

Y61 Pattinn er þónokkru þyngri en 60 bíllinn og það skýrir smávegis mun á gormunum undir þeim s.s. hvað 61 gormarnir eru stífari. Það er ekki himinn og haf sem skilja á milli, ég er með gamla 61 gorma að aftan hjá mér og finnst þeir engu breyta, allavega átti ég von á meiri mun og keypti þá þess vegna.

Pattinn minn hefur alltaf verið mjög mjúkur, eiginlega of en ég hef átt á honum skemmtilega bíltúra á grófum vegum og tæplega fundið fyrir þeim. Hann hefur hinsvegar alltaf verið dálítið leiðinlegur tómur. Síðasta vetur setti ég undir hann þessa 61 gorma og Koni dempara að aftan og hann hefur klárlega stífnað aðeins við það en það er ótrúlegur munur að keyra bílinn og eftir þessa breytingu fann ég hvaða feil ég var að gera með hinu dótinu. Munurinn er svo greinilegur þegar maður er að setja hann linnulaust á samsláttarpúðana að framan en afturendinn haggast ekki en heldur samt ákveðinni mýkt.

Hvaða dempara ertu með og er eitthvað annað sem getur verið að hrella þig?

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Gormar

Postfrá Eiður » 17.sep 2011, 11:16

Ég er með stillanlega koni að aftan, sem að eru í mýkstu stillingu....


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur