Breytingaskoðun

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Breytingaskoðun

Postfrá Haffi » 11.sep 2011, 13:00

Sælir kappar..

Ég er með Suzuki Samurai sem er boddyhækkaður um ca 5 cm og hann er á 33" dekkjum, og svo er búið að setja undir hann willis fjaðrir.

Ég kemst líklega ekki hjá því að láta breytingaskoða hann, en hvað þarf ég að hafa í huga varðandi breytingaskoðunina, er þetta framkvæmt bara á næstu skoðunarstöð og hvað kostar svona breytingaskoðun?


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Sævar Örn » 11.sep 2011, 13:09

Borgaði að mig minnir 1200 kr aukalega fyrir aðalskoðunina


en þú þarft að fá vigtarvottorð á næstu mönnuðu hafnavog, yfirleitt í kringum 1000 kr, 800 kr í hafnarvoginni í hafnarfirði, og hjólastöðuvottorð hjá vottuðu bílaverkstæði með hjólastillingar, hraðamælavottorð er framkvæmt með hand gpstæki frá skoðunarstöðinni og er innifalið í breytingaskoðunargjaldinu, minnir að frávikin séu 4km +- sem mælirinn má sýna vitlaust.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 13:36

Þú þarft að borga breytingaskoðun, aðalskoðun, hjólastöðuvottorð, viktarseðil. Hjá mér fór þetta í tæp eða rúm 30 þús, man ekki hvort. Þetta miðast að vísu við að bíllinn sé ekki með jeppaskoðun.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Sævar Örn » 11.sep 2011, 13:52

Sleikti 12 þúsund hjá mér borgaði ekki fyrir hjólastöðuvottorðið en á bilaverkstæði högna í hafnarfirði kostar 12550 að hjólastilla og ekkert aukalega fyrir vottorð
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Breytingaskoðun

Postfrá AgnarBen » 11.sep 2011, 14:13

Björn Steffensen (Hjólastillingar ehf) var ódýrastur þegar ég ath þetta síðasta vetur, fékk hjólastillingu og vottorð fyrir rúman 10 þús.kall með vsk hjá honum.
Síðast breytt af AgnarBen þann 11.sep 2011, 23:39, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Stebbi » 11.sep 2011, 18:14

Bara það að fá hjólastöðuvottorð og aðalskoðun eru rúm 18þús í dag. Þá er eftir að borga fyrir breytingarskoðunina og allar aukafærslur sem koma í skráningarvottorð eins og dráttarbeysli og annað. Vigtunarseðill er um þúsundkallinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Birgiro
Innlegg: 15
Skráður: 05.júl 2010, 00:32
Fullt nafn: Birgir Ólafsson

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Birgiro » 28.sep 2011, 21:21

Svo þarf vottorð fyrir stýrisstöng ef það er búið að breyta henni


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Breytingaskoðun

Postfrá s.f » 28.sep 2011, 21:40

voðalega er mikil munur á hjólastöðuvotorði milli vekstæða mig mynir að það hafi kostað um 28þ hjá höldur á ak að fara með hilux á 35" dekkjum í fyrra

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Breytingaskoðun

Postfrá Óskar - Einfari » 29.sep 2011, 20:54

Já það virðist vera slatti munur á milli hjólastilliverkstæða. Hef alltaf verslað við Björn B. Steffensen (Hjólastillingar ehf) hefur alltaf verið sanngjarn.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur