Planið er að fara frá Þingvöllum og aka Eyfirðingaveg að Hlöðufelli. Þaðan farið að Brúarárskörðum og að lokum í Úthlíð þar sem ferðinni verður slitið.

Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöðinni Þingvöllum, laugardaginn 3 september.
Brottför kl 9:30, mæting ca. 9:15
VHF er skilyrði, notuð verður rás 45
Æskileg dekkjastærð er 32"+
Til öryggis er hámarksfjöldi 10 bílar, þeir fyrstu sem haka í "JÁ" komast með.
Meðfylgandi viðhengi geyma, útbúnaðarlista og ferðareglur.
Allir þeir sem eru á póstlista ættu að fá e-mail á morgun, mánudag, þar sem þeir geta hakað við já, nei eða kannski, hvort þeir ætli í ferð.
Höfum gaman í ferðinni og endilega takið fjölskylduna með.
Sjáumst hress!
ps: Fararstjóri hefur aldrei farið frá Rótarsandi að Úthlíð þannig að öllum viðvörunum er vel tekið t.d varðandi dekkjastærð eða hindrunum á þeirri leið.
