Hefur einhver hér prufað þessar vörur ?
http://www.prolong.is/?page_id=94
http://www.prolong.is/?page_id=118
Prolong
Re: Prolong
þetta er eitthvað svo of gott til að vera satt
Stoppar olíuleka.. getur maður þá bara tekið tappan ur oliupönnuni og ekkert legur.. nei held þetta sé fyrir gummípakningar t.d ventlalok og því líkt
Minnkar olíubrennslu? þéttir þetta stimpilhringina og ventlafóðringarnar?
Minnkar vélarhávaða?
Minnkar pústmengun
Eykur þjöppu? borar efnið silenderinn ut og stækkar stimpilinn?
Minnkar slit, núning og hita
Jafnar þykkt olíunnar
Eykur endingu olíu
ég hef lengi verið að velta þessu fyrir mér.. og hef aldrei fengið nein almennilega svör fyrir þessum þáttum sem eru teknir fram á söluni á þessum efnum
væri gaman ef eitthver gæti komið með eitthver rök :)
Stoppar olíuleka.. getur maður þá bara tekið tappan ur oliupönnuni og ekkert legur.. nei held þetta sé fyrir gummípakningar t.d ventlalok og því líkt
Minnkar olíubrennslu? þéttir þetta stimpilhringina og ventlafóðringarnar?
Minnkar vélarhávaða?
Minnkar pústmengun
Eykur þjöppu? borar efnið silenderinn ut og stækkar stimpilinn?
Minnkar slit, núning og hita
Jafnar þykkt olíunnar
Eykur endingu olíu
ég hef lengi verið að velta þessu fyrir mér.. og hef aldrei fengið nein almennilega svör fyrir þessum þáttum sem eru teknir fram á söluni á þessum efnum
væri gaman ef eitthver gæti komið með eitthver rök :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
Re: Prolong
Hef notað seinna efnið og heyrði greinilegan mun hvað ventlabankið minnkaði þegar vélin er köld.
Það er ekki svo dýrt heldur held að brúsinn kosti um 1.300.kr
Það er ekki svo dýrt heldur held að brúsinn kosti um 1.300.kr
Re: Prolong
Eykur þjöppu og minnkar olíubrenslu:
Það sem þetta getur gert er að losa fasta stimpilhringi. Þeir geta orðið fastir vegna sótmyndunnar og svona efni geta losað um þá og þannig endurheimt þjöppu og minnkað olíubrenslu. Ótrúlegasta tilfellið sem ég hef lent í með svona er í Renault Kangoo með diesel vél, 2 af fjórum strokkum voru með frekar lélega þjöppu, einn enn verri og einn var þjöppulaus. Eftir að hafa hellt hreinu hreinsiefni niður um glóðakertagötin, látið liggja í nokkrar mín, handsnúið örfáa hringi, efnið blásið úr strokknum, endurtekið nokkrum sinnum og sett mótorlía í strokkana inn á milli þá fór hann að þjappa mun betur. Eftir um 2 tíma af svona meðhöndlun var hægt að setja hann í gang en fyrir hreinsunina tók hann ekki við sér. Þá fór brúsi af hreinsiefni út í mótorolíuna og látinn ganga slatta hægagang og litlar inngjafir inn á milli. Þá skipti ég um olíu + síu á vél og fór í langan prufutúr þar sem ég þandi hann vel inn á milli. Einnig fór einn brúsi af hreinsiefni inn um loftinntakið meðan vélin gekk á kringum 1.000 rpm. Eftir þetta var þjappan nær 100% og jöfn á öllum strokkum. Þetta voru tvær dollur af Wynn's efni sem fór í olíuna og beint í strokkana og 1 brúsi af BellAdd í loftinntakið.
Í þessu tilfelli kom hálfur dagur í vinnu ásamt 3 einingum af hreinsiefni í stað vélarupptektar. Sumt af því sem framleiðendur svona efna fyllyrða er óttaleg þvæla en margt á klárlega viðrök að styðjast.
Þetta getur minkað hávaða með því að losa um fastar undirlyftur og draga þannig úr ventlaglamri.
Ef menn eru með dieselvélar sem eru aðeins farnar að eldast (segjum eknar 150.000 og yfir bara til að hafa eitthvað viðmið) þá er ég hrifinn af því að nota vélarskol einstaka sinnum áður en skipt er um olíu á vélinni. Þetta eru kanski 1/2 ltr.brúsar sem er bætt út í gömlu olíuna á heitri vél og vélin látin ganga hægagang og rétt rúmlega það í 15 mínútur eða svo og tappa svo strax af (lesa leiðbeiningar á brúsum). Þetta losar um haug af gömlu sóti og drullu og nýja olían helst hrein og fín mikið lengur fyrir vikið.
Freyr
Það sem þetta getur gert er að losa fasta stimpilhringi. Þeir geta orðið fastir vegna sótmyndunnar og svona efni geta losað um þá og þannig endurheimt þjöppu og minnkað olíubrenslu. Ótrúlegasta tilfellið sem ég hef lent í með svona er í Renault Kangoo með diesel vél, 2 af fjórum strokkum voru með frekar lélega þjöppu, einn enn verri og einn var þjöppulaus. Eftir að hafa hellt hreinu hreinsiefni niður um glóðakertagötin, látið liggja í nokkrar mín, handsnúið örfáa hringi, efnið blásið úr strokknum, endurtekið nokkrum sinnum og sett mótorlía í strokkana inn á milli þá fór hann að þjappa mun betur. Eftir um 2 tíma af svona meðhöndlun var hægt að setja hann í gang en fyrir hreinsunina tók hann ekki við sér. Þá fór brúsi af hreinsiefni út í mótorolíuna og látinn ganga slatta hægagang og litlar inngjafir inn á milli. Þá skipti ég um olíu + síu á vél og fór í langan prufutúr þar sem ég þandi hann vel inn á milli. Einnig fór einn brúsi af hreinsiefni inn um loftinntakið meðan vélin gekk á kringum 1.000 rpm. Eftir þetta var þjappan nær 100% og jöfn á öllum strokkum. Þetta voru tvær dollur af Wynn's efni sem fór í olíuna og beint í strokkana og 1 brúsi af BellAdd í loftinntakið.
Í þessu tilfelli kom hálfur dagur í vinnu ásamt 3 einingum af hreinsiefni í stað vélarupptektar. Sumt af því sem framleiðendur svona efna fyllyrða er óttaleg þvæla en margt á klárlega viðrök að styðjast.
Þetta getur minkað hávaða með því að losa um fastar undirlyftur og draga þannig úr ventlaglamri.
Ef menn eru með dieselvélar sem eru aðeins farnar að eldast (segjum eknar 150.000 og yfir bara til að hafa eitthvað viðmið) þá er ég hrifinn af því að nota vélarskol einstaka sinnum áður en skipt er um olíu á vélinni. Þetta eru kanski 1/2 ltr.brúsar sem er bætt út í gömlu olíuna á heitri vél og vélin látin ganga hægagang og rétt rúmlega það í 15 mínútur eða svo og tappa svo strax af (lesa leiðbeiningar á brúsum). Þetta losar um haug af gömlu sóti og drullu og nýja olían helst hrein og fín mikið lengur fyrir vikið.
Freyr
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Prolong
það er allt prolong á terracaninum hans pabba, hef ekki hugmynd hvort þetta sé eins súper og þessu er lýst en þetta er allavegana ekki að skemma neitt
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
Re: Prolong
setja eins og hálfan liter af sjálfskifti vökva saman við olíu og keyra einhverja 1000km skifta svo um olíu , sjálfskifti vökvi gerir svipað gagn
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Prolong
Gamla góða Redex virkar svona.
Re: Prolong
hilux wrote:setja eins og hálfan liter af sjálfskifti vökva saman við olíu og keyra einhverja 1000km skifta svo um olíu , sjálfskifti vökvi gerir svipað gagn
Þetta er ágætis ráð, sérstaklega við stirðum undirlyftum en það vantar samt aukaefnin sem t.d. þenja út pakkdósir til að draga úr olíulekum. Ssk olían er ekki heldur nærri því eins öflug og vélaskol þegar kemur að því að losa um sót og gamla drullu.
Freyr
Re: Prolong
Freyr wrote:hilux wrote:setja eins og hálfan liter af sjálfskifti vökva saman við olíu og keyra einhverja 1000km skifta svo um olíu , sjálfskifti vökvi gerir svipað gagn
Þetta er ágætis ráð, sérstaklega við stirðum undirlyftum en það vantar samt aukaefnin sem t.d. þenja út pakkdósir til að draga úr olíulekum. Ssk olían er ekki heldur nærri því eins öflug og vélaskol þegar kemur að því að losa um sót og gamla drullu.
Freyr
kannski ekki eins öflug en er ekki langt frá því samt
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
Re: Prolong
Ég hef mikið notað engine treatment með góðum árangri, án gríns þá tel ég að þeir gömlu bílar sem ég hef sett þetta á hafi lækkað sig í eyðslu. Ég prófaði trekk í trekk þegar nýr (gamall) bíll kom í mína eigu að mæla eyðslu fyrir og eftir notkun á efninu, það virtist samkvæmt mælingum muna um tæpann lítra í eyðslu. En þá setti ég líka alltaf bæti efni frá þeim á vélina með.
Síðast þegar ég heyrði af þessu var Hringrás að flytja þetta inn og Vaka var með þetta til sölu í borðinu hjá sér.
H. Jónsson er með Lucas bætiefnið sem samkvæmt lýsingum frá þeim hefur svipaða virkni.
Þetta er dýrt efni en virkar.
Síðast þegar ég heyrði af þessu var Hringrás að flytja þetta inn og Vaka var með þetta til sölu í borðinu hjá sér.
H. Jónsson er með Lucas bætiefnið sem samkvæmt lýsingum frá þeim hefur svipaða virkni.
Þetta er dýrt efni en virkar.
Kveðja, Birgir
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur