Hjólatjakkar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Hjólatjakkar

Postfrá Kiddi » 19.aug 2011, 00:28

Jæja þá gafst gamli hjólatjakkurinn endanlega upp eftir áralanga misþyrmingu, meðal annars með Econoline feitabollu.

Því spyr ég, veit einhver ykkar hvar ég get fengið góðan hjólatjakk á sómasamlegu verði.
Sá að Fossberg er með 2500 kg tjakk sem lyftir frá 85 - 455mm. Sá tjakkur kostar 30.000.

Ef þið vitið um sambærilegan tjakk á betra verði þá væri ég ólmur í að vita af því.




stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hjólatjakkar

Postfrá stjanib » 19.aug 2011, 01:44

Sæll

Ég keypti tjakk úr N1 fyrir svona 2-3 árum og er hann 3 tonna og kostaði eitthvað um 35þús að mig minnir. Ég er bara nokkuð ánægður með hann.

K.v
Stjáni

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hjólatjakkar

Postfrá jeepcj7 » 19.aug 2011, 08:27

Er með einn sem ég er búinn að eiga lengi eða frá ´98 fékk hann í Verkfærasölunni alveg klettstabíll og fínn.
Veit reyndar ekki hvort þeir eru til lengur en voru í denn á fínu verði.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

atlis
Innlegg: 21
Skráður: 01.feb 2010, 21:49
Fullt nafn: Atli Sturluson

Re: Hjólatjakkar

Postfrá atlis » 19.aug 2011, 08:56

Hér er einn góður

http://www.vfs.is/Default.asp?Page=267



Kveðja Atli


GudniPall
Innlegg: 13
Skráður: 19.mar 2010, 11:33
Fullt nafn: Guðni Páll Gunnarsson

Re: Hjólatjakkar

Postfrá GudniPall » 19.aug 2011, 09:22

Hef verið að nota annað slagið 3 tonna hjólatjakk sem var keyptur hjá verkfærasölunni seinasta vetur. Hann er hundleiðinlegur að því leiti að hann er svo hættulegur þegar er verið að slaka niður. Tjakkurinn er svo kvikur að það þarf að passa sig mjög vel þegar haldfanginu er snúið til að bíllinn skelli ekki niður. Mjög vont þegar verið er að slaka niður á búkka og slíkt.
Einnig finnst mér svolítið þungt að tjakka með þessum tjakki miðað við þann sem ég er með heima.

Við eigum heima 10 ára gamlan tjakk frá verkfæralagernum eða verkfærasölunni, hann virkar mjög vel, gefin upp fyrir 2,25 tonn en virkar samt hraustari en sá sem ég nefndi áðan og léttara að tjakka með honum. Það þarf að snúa skaftinu mun meira á þessum tjakk þegar verið er að slaka honum og þannig er hægt að slaka mjög rólega.

Miðað við þessa reynslu myndi ég helst vilja fá að prufa tjakkinn áður en borgað er fyrir hann. Tildæmis tjakka einu sinni undir aftur hásingu og prufa að slaka rólega niður og sjá hvernig tjakkurinn virkar.

Kveðja, Guðni

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hjólatjakkar

Postfrá HaffiTopp » 19.aug 2011, 10:25

Fékk konuna til að gefa mér svona 2,25 Tonna tjakk frá Verkfæralagernum Smáratorgi síðustu jól og hef ég notað hann nokkuð síðan með ágætis árangri. Þokkalega sáttur með hann. Kostaði á sínum tíma 19000 kr. eða í námunda við það.
Kv. Haffi


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Hjólatjakkar

Postfrá helgiaxel » 19.aug 2011, 18:05

ég keypti tjakk hjá N1 í vor, 3tonn og kostaði 17þús, líkar ágætlega við hann

Kv
Helgi Axel

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Hjólatjakkar

Postfrá arnisam » 19.aug 2011, 20:02

Datt inn í N1 í síðustu viku og þá var 3 tonna hjólatjakkur á tilboði, eitthvað rétt yfir 15 þúsund krónur. Leit út fyrir að vera þokkalegasta tól, efnisþykkur og flottur.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Hjólatjakkar

Postfrá Gulli J » 19.aug 2011, 23:02

Passið ykkur að taka ekki tjakk þar sem skaftið er beint upp í loftið, hundleiðinlegt þegar maður er að renna tjaknum inn undir bílinn.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Höfundur þráðar
Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hjólatjakkar

Postfrá Kiddi » 20.aug 2011, 14:26

Takk fyrir ábendinguna Árni. Ég renndi við í N1 og fékk þennan líka fína 3ja tonna tjakk á 15.000! Sýnist hann alls ekki vera síðri en sá gamli sem er orðinn í það minnsta 15 ára gamall.

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Hjólatjakkar

Postfrá Fetzer » 20.aug 2011, 15:11

ég keypti mer 5 tonna hjólatjakk i byko fyrir um ári síðan a 13.000 mjög traustur og virkar flott!.. soldið stór og góður..

fyndið að segja frá því að ég var staddur upp í vélaverstæði egill um daginn og sá þar mann sækja svona kúlutjakk sem gengur beint upp ur dós (týpískur gamall dósatjakkur eða hvað sem það heitir)

sennilega ekki meira en 3 tonna tjakkur..

hann var að láta skipta um pakningar og taka hann allann i gegn fyrir 40 þúsund.. en getur keypt hann nyjan á kannski 6 þúsund haha
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur