Gat á dekki

User avatar

Höfundur þráðar
Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Gat á dekki

Postfrá Tómas Þröstur » 23.mar 2010, 13:07

Þurfti að setja þrjá tappa í hliðina á 35" BF Goodrich. Það er eitthvað lítið að vírum til að halda við gúmmíið eða líklega ekki neinir þarna á hliðinni. Er ekki hætt við að gatið stækki eða hvellspringi ! Ætli það hangi í lagi ef það yrði soðin bót í dekkið á dekkjaverkstæði. Lét einu sinni gera slíkt við hliðna á 36"DC dekki og það hékk svo sem í lagi en mér fannst samt gúlpurinn út frá viðgerðinni miðri vera frekar scary og fann mér þá annað óviðgert dekk. Eru dekkin ekki bara hálfónýt þegar gat kemur á hliðar ?



User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Gat á dekki

Postfrá JonHrafn » 23.mar 2010, 18:16

Þegar það er soðinn kappi innan í svona skemmdar þá halda þær oftast. En auðvitað kemur fyrir að dekk hvellspringi þar sem dekkið verður ekki fullkomið.

Síðan auka úrhleypingar líkurnar á að kappinn losni að innan.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Gat á dekki

Postfrá Fordinn » 02.apr 2010, 21:51

Bara forðast að hafa svona viðgerð dekk að frama, hafa þau frekar ad aftan mun betra að detta á rassinn enn trynið uta vegi.

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gat á dekki

Postfrá Ingaling » 03.apr 2010, 09:43

Já. bara láta sjóða í það og hafa það að aftan.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

draugsii
Innlegg: 305
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Gat á dekki

Postfrá draugsii » 03.apr 2010, 10:23

Ingi á Húsavík sauð í dekk fyrir mig fyrir nokkrum árum og það hefur alveg haldið
ég er búin að keira töluvert á því úrhleiptu og það er ekki farið að gefa sig ennþá
og þetta var svona um fimm sentimetra skurður

KV Hilmar
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur