Sælir, ég er í smá bobba, var að eignast minn fyrsta Patrol og eftir 2 daga byrjaði hann að bila.
Kúplingin byrjaði að haga sér skringilega, fyrst var hún helvíti góð, ekkert snuð og bara eins og ný, svo byrjaði það að pedalinn varð fannst mér pínu léttari en hann var vanur að vera og hann hætti alveg að ná að kúpla !
ég ath með forðabúrið og tók eftir því að það vantaði á það vökva og ath svo hversu langt armurinn náði að hreyfast, fannst hann hreyfast sama sem ekki neitt svo það var farið í að lofttæma.
ekkert gekk með það svo næst á dagskrá var að næla sér í aðra höfuðdælu og kúplingsdælu...nú er pedallinn yfirleitt mjög léttur en ennþá sama vandamál.
Hvað getur verður að hrjá greyið ?
Mér finnst þetta hljóma þannig að annaðhvort hafi ég fengið aðra bilaða höfuðdælu (sem er skrítið) eða þá að mér hafi bara gengið svona hrikalega illa að loftæma ! hvað segið þið ?
Fyrirfram þakkir Kiddi
kúplingsvesen Patrol
Re: kúplingsvesen Patrol
Sæll
Ég myndi halda að þú sért á réttri leið og þurfir að herða þig í meiri lofttæmingar, það má svo lítið vera. Svo er bara spurning hvort þú sért að glíma við leka. Þessi búnaður er ekkert svo flókinn en gættu að því að loftunarventillinn á þrælnum sé örugglega efsti pungtur því að annars þarftu að aflofta um rörnippilinn.
Kv Jón Garðar
Ég myndi halda að þú sért á réttri leið og þurfir að herða þig í meiri lofttæmingar, það má svo lítið vera. Svo er bara spurning hvort þú sért að glíma við leka. Þessi búnaður er ekkert svo flókinn en gættu að því að loftunarventillinn á þrælnum sé örugglega efsti pungtur því að annars þarftu að aflofta um rörnippilinn.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: kúplingsvesen Patrol
Ég opna oft loftnippilin og nota slöngu með sprautu á endanum og sprauta bremsuvökva upp alveg þar til forðabúrið fyllist og loka svo nipplinum, þetta svínvirkar og gerir lofttæminguna að eins manns verkefni.
Svo myndi ég skoða hvort þrællinn sé ónýtur þ.e. hvort bremsuvökvinn leki framhjá gúmíum, getur verið að hann leki ekki niður á jörð hja þér því hann stoðvast í óhreinindahlífinni utan um pinnann sem kemur úr þrælnum.
Kúpplingin í patrol amk. eldri á að vera töluvert stíf en svo þegar velin er komin í gang notast höfuðdælan við hjálparafl(sogkraft) líkt og höfuðdælan fyrir bremsurnar á svo gott öllum bílum. Þá léttist hún helling.
Svo myndi ég skoða hvort þrællinn sé ónýtur þ.e. hvort bremsuvökvinn leki framhjá gúmíum, getur verið að hann leki ekki niður á jörð hja þér því hann stoðvast í óhreinindahlífinni utan um pinnann sem kemur úr þrælnum.
Kúpplingin í patrol amk. eldri á að vera töluvert stíf en svo þegar velin er komin í gang notast höfuðdælan við hjálparafl(sogkraft) líkt og höfuðdælan fyrir bremsurnar á svo gott öllum bílum. Þá léttist hún helling.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: kúplingsvesen Patrol
takk fyrir góð svör, nippillinn er neðsti punktur á þrælnum og rörið í efra, afhverju segiru að nippillinn verði að vera fyrir ofan ? er ég að misskilja ?
lýst ansi vel á hugmyndina að sprauta upp í forðabúrið, var búinn að heyra það reyndar áður svo ég fór í Apotekið áðan og keypti mér læknasprautu en þá passaði ekki slangan á hana almeiginlega.
Reyndi því að halda áfram með gömlu aðferðina að vera þolinmóður og lofttæma en eftir góðan klukkutíma gafst ég upp ! Fannst reyndar kúplingsarmurinn fara örlítið lengra en hann gerði í fyrstu en ég sá að þetta var eitthvað ekki í lagi haha
lýst ansi vel á hugmyndina að sprauta upp í forðabúrið, var búinn að heyra það reyndar áður svo ég fór í Apotekið áðan og keypti mér læknasprautu en þá passaði ekki slangan á hana almeiginlega.
Reyndi því að halda áfram með gömlu aðferðina að vera þolinmóður og lofttæma en eftir góðan klukkutíma gafst ég upp ! Fannst reyndar kúplingsarmurinn fara örlítið lengra en hann gerði í fyrstu en ég sá að þetta var eitthvað ekki í lagi haha
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: kúplingsvesen Patrol
Þú gætir verið með lofttappa í höfuðdæluni, prufaðu að lofttæma út um rörið á höfuðdæluni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: kúplingsvesen Patrol
Sæll
Þarna myndi ég halda að hundurinn liggi grafinn, bremsuvökvnn er þyngri en loft og safnast saman í botninum á þrælnum og lofttappinn er eftir í toppi hans. Láttu einhvern standa á kúplingunni á meðan þú losar bara pínulítið frá rörinu þangað til rétt áður en hættir að koma út um nippilinn nokkrum sinnum. Vertu viss um að það sé alltaf nóg af vökva á forðabúrinu og haltu þessu áfram þangað til að loftið hættir að koma út og gerðu þá nokkrum sinnum í viðbót og pumpaðu kúplinguna vel á milli, en ekkert fyrr en loftið hættir að koma. Ef þér finnst koma of mikill vökvi út er það bara hið besta mál því að það veitir örugglega ekkert af því að skipta um vökva.
Kv Jón Garðar
Þarna myndi ég halda að hundurinn liggi grafinn, bremsuvökvnn er þyngri en loft og safnast saman í botninum á þrælnum og lofttappinn er eftir í toppi hans. Láttu einhvern standa á kúplingunni á meðan þú losar bara pínulítið frá rörinu þangað til rétt áður en hættir að koma út um nippilinn nokkrum sinnum. Vertu viss um að það sé alltaf nóg af vökva á forðabúrinu og haltu þessu áfram þangað til að loftið hættir að koma út og gerðu þá nokkrum sinnum í viðbót og pumpaðu kúplinguna vel á milli, en ekkert fyrr en loftið hættir að koma. Ef þér finnst koma of mikill vökvi út er það bara hið besta mál því að það veitir örugglega ekkert af því að skipta um vökva.
Kv Jón Garðar
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur