Vélarval í Skout 800

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Vélarval í Skout 800

Postfrá Offari » 29.júl 2011, 16:59

Var að fá mér gamlan Skout og til stóð að setja í hann 2,4 vél úr nissan picup. En þá kom því miður í ljós að framdrifskúlan er vinstra megin á Nissan en öfugu megin á Skout. Þá er spurning hvort hægt er að fá gangverk úr einhverjum öðrum bíl sem er með framdrifskúluna öfugu megin. Ég er ekki að sækjast eftir öflugu krami enda framdrifið dana 27 eða 30 og varla gert fyrir nokkur átök.

Hvaða bílar voru með framdrifskúluna öfugu megin? Pajero/L.200? Trooper? musso? Toyota? Chevy Blazer/S10? Hugmyndir eru vel þegnar því margir af þessum gömlu hafa kramið en í góðu lagi þótt kofinn sé orðinn riðgaður. Eignig ef vitað er um gangfæra hálf áttu og tilheyrandi kram er ég líka að skoða það.
Viðhengi
skout 800 001.jpg




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá sukkaturbo » 29.júl 2011, 17:32

sæll findu gamla dana 44 úr Bronco 66 til 77 þær eru með kúluna vinstrameginn og 5 gata felgu deilingu eins og þú ert með að aftan kveðja guðni á sigló

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Kiddi » 29.júl 2011, 18:54

2.4 EFI úr Toyota Hilux er með millikassa úrtakið farþegamegin

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Freyr » 30.júl 2011, 00:40

Dana 30 dugar ágætlega í Cherokee......


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Gunnar » 02.aug 2011, 15:33

skalt samt reyna að forðast það að fá þér 2.4 efi úr toyotu, mikil eyðsla og enginn kraftur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Izan » 02.aug 2011, 23:05

Sæll

Það er náttúrulega guðlast að setja Nissan eða Toyotumótor í Scout.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Offari » 03.aug 2011, 10:10

Það er að sjálfsögðu spurning hvað telst guðlast. málið er að ég er að leita mér að einhverju gangfæru krami í bílinn. Fyrst var skoðað hvað maður ætti sjálfur til en satt best að segja er allt betra en upprunalega vélin úr honum (hálf áttan 152 cui) En samt myndi ég nú ekkert fúlsa við slíku ef ég findi gangfært svoleiðis dót.

2,4 vélin nissan fannst mér skila Terano ágætlega áfram með eyðslu frá 9-17 lítrum (fór mikið eftir því hvort ekið var með eða móti vindi og hvort maður hengdi þunga kerru aftan í) Þannig að slík vél ætti því jafnvel að koma betur út í léttari bíl. Ég Átti Toyotu með 2,4 efi og þótti sú vél ekki skila neinu afli í samræmi við eyðsluna en sú vél gæti kannski verið nothæf í Skout.

Ætlaði upphaflega að setja Diesel vél í bílinn en þar sem bíllin er bara búin til úr járni (body boltað beint á grind) er hætt við að vinnuvélaeftirlitið setti heyrnarhlífaskyldu á bílinn. Er samt ekki að hugsa þennan bíl til daglegs brúks heldur bara að spá í sýningarbíl sem settur yrði í gang ca einu sinnitil tvisvar á ári (inn og út úr geymslu). Á vélar úr nissan picup og Chevrolet 2,8 Gallinn er hinsvegar sá á framdrifsskaftið er öfugu meginn á Scout.

Því hef ég líka verið að leita að framhásingu úr eldri Bronco (dana 30) Eða úr Cherokie en þá er líklegast að ég noti allt heila klabbið .. Vél, kassa og hásingar.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá gaz69m » 03.aug 2011, 10:42

veit nú ekki betur en það að mér var boðin gömul vél sem var bæði í skát og var svo í elstu nissan patrol bílunum
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Stjáni Blái » 03.aug 2011, 12:00

Fyrst þú ætlar ekkert að nota hann mæli ég eindregið með því að þú verðir þér útum 454 Big Block Letta og holir ofan í hann. Þá er líka hægt að hafa mjög gaman af þetta eina skipti sem þú hreyfir hann á ári :)

Annars er ég ósammála með það að 2.4 EFI Toyota eyði miklu, ég á bíl með svona vél og hann er að eyða um og undir 10 Lítrum í blönduðu. Orginal bíll að vísu.

Kv.
Stjáni

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá jeepcj7 » 03.aug 2011, 21:53

3.3 úr gömlum patrol er ekta mótor í svona það sama og kom orginal um 1980 í scout.
En annars er þetta rétt stór V8 bensín vél er enn betri sérstaklega ef ekki á að aka mikið.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Offari » 03.aug 2011, 23:01

Var boðin gömul Willys vél með þriggja gíra kassa í dag og líklegast að sú vél fari í bílinn. Þetta er 258 Amc líklega árgerð "84. Yngri Scoutinn var fáanlegur með þeirri vél þannig að þetta er næstum orginal. Ég sé að einhver hefur nefnt hér stóra V 8 vél. Ég væri svo sem til í það í annan bíl (Dodge Ram) Ef einhver vill láta mig hafa svoleiðis fyrir lítið ;-)


Þessi bíl var reyndar mest keyrður með Wm diesel en einhvernveginn finnst mér það ekki eiga við svona hráan og óeinagngraðan bíl.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Stebbi » 03.aug 2011, 23:06

Stjáni Blái wrote:Annars er ég ósammála með það að 2.4 EFI Toyota eyði miklu, ég á bíl með svona vél og hann er að eyða um og undir 10 Lítrum í blönduðu. Orginal bíll að vísu.

Kv.
Stjáni


Til hamingju með að eiga sparneytnasta bensín hilux á Íslandi. Verðlaunin eru í pósti, þú hefur unnið reiknivél til að staðfesta eyðsluna. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Stjáni Blái » 04.aug 2011, 00:19

Já takk kærlega fyrir það. Þú mátt endilega senda hana á Vellir 2 - 221 HFJ...
En það ber þó að taka það inní reikninginn að þetta er ekki jeppi, bara 2WD pickup semer 1300 kg og ég keyri frekar rólega... auk þess er bíllinn á flugtaks hlutfalli (3.58:1)
En 360 mílur á fullum tank (50-55 l) segja alla söguna..

Annars ætla ég nú ekki að fara að eyðinleggja þráðinn með einhverju Toyota þvaðri
Kv.
Stjái

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Vélarval í Skout 800

Postfrá Einar » 04.aug 2011, 18:21

Offari wrote:Það er að sjálfsögðu spurning hvað telst guðlast. málið er að ég er að leita mér að einhverju gangfæru krami í bílinn. Fyrst var skoðað hvað maður ætti sjálfur til en satt best að segja er allt betra en upprunalega vélin úr honum (hálf áttan 152 cui) En samt myndi ég nú ekkert fúlsa við slíku ef ég findi gangfært svoleiðis dót.

2,4 vélin nissan fannst mér skila Terano ágætlega áfram með eyðslu frá 9-17 lítrum (fór mikið eftir því hvort ekið var með eða móti vindi og hvort maður hengdi þunga kerru aftan í) Þannig að slík vél ætti því jafnvel að koma betur út í léttari bíl. Ég Átti Toyotu með 2,4 efi og þótti sú vél ekki skila neinu afli í samræmi við eyðsluna en sú vél gæti kannski verið nothæf í Skout.

Ætlaði upphaflega að setja Diesel vél í bílinn en þar sem bíllin er bara búin til úr járni (body boltað beint á grind) er hætt við að vinnuvélaeftirlitið setti heyrnarhlífaskyldu á bílinn. Er samt ekki að hugsa þennan bíl til daglegs brúks heldur bara að spá í sýningarbíl sem settur yrði í gang ca einu sinnitil tvisvar á ári (inn og út úr geymslu). Á vélar úr nissan picup og Chevrolet 2,8 Gallinn er hinsvegar sá á framdrifsskaftið er öfugu meginn á Scout.

Því hef ég líka verið að leita að framhásingu úr eldri Bronco (dana 30) Eða úr Cherokie en þá er líklegast að ég noti allt heila klabbið .. Vél, kassa og hásingar.

Ef ég væri að standa í þessu og ætlaði að nota tækið eingöngu til gamans í fá skipti á ári og hafa bifreiðina á orginal hjólum þá myndi ég reyna að hafa orginal kram í honum. Ef þessi furðulega "hálf átta" sem var í þeim hugnast þér ekki væri hugsamleg málamiðlun að nota línusexuna (AMC 232 cid) sem var fáanleg í síðustu árgerðunum af þeim líklega frá 1969 í 800A og 800B og svo náttúrulega Scout II.
Fyrir svona litla notkun er dieselvél dýr kostur og miklu meiri vinna fyrir utan hávaðann.

Izan wrote:Sæll

Það er náttúrulega guðlast að setja Nissan eða Toyotumótor í Scout.

Kv Jón Garðar

Ég er nú ekki mjög trúaður maður en ég held að Jón Garðar hafi nokkuð til síns máls :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur