Taka upp mótor

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Taka upp mótor

Postfrá arni87 » 29.júl 2011, 02:06

Nú er ég farinn að skoða að taka mótorinn upp.
Ég þarf að rífa hann úr húddinu hjá mér fljótlega þar sem damperinn fór hjá mér í vor og svo var að gefa sig pakkdósin fyrir aftan hann.

Nú er ég að pæla hvort það væri ekki sterkur leikur að skifta up legur stimpilhringi með tilheyrandi vinnu?
Og hvaða grunn og málningu eru menn að nota til að lita mótorana, startara og alternator?
Ég veit að þetta verður ekki ódýr pakki en ég er að spá hvað þetta sé að kosta ca (þetta er musso 2.9 tdi sem er om 602 benz mótor)
Ég mun fara í þetta verkefni fljótlega eftir áramótin þar sem ég fer í heimsókn út til að ná í varahluti í mótorinn.

Svo að lokum eru einhverjar netverslannir sem menn mæla með, ég nota summit svolítið og er mjög sáttur með þá en þeir eiga ekki mikið af hlutum í bílinn hjá mér.


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Taka upp mótor

Postfrá Stjáni Blái » 29.júl 2011, 07:19

Það væri sterkur leikur að mæla hann upp og skipta um það sem við á, fyrst þú ert að fara að rífa hann upp úr á annað borð.
Þú getur málað hann með sértilgerðu hitaþolnu vélalakki, Fæst t.d. í bílanaus, Einnig geturu notað venjulega bílmálningu, Hún hentar ótrúlegt er satt mjög vel í þetta.

Kv.
Stjáni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur